Verktækni - 15.08.1991, Síða 34

Verktækni - 15.08.1991, Síða 34
hafið starfsemi síðan en raforkunotk- un í iðnaði hefur samt aukist gífurlega. NÝTING JARÐHITANS Jarðhiti var nýttur á íslandi frá upp- hafi byggðar til baða og þvotta í nátt- úrulegum hverum og laugum. Minna má á að Snorri lét fara vel um sig í laug sinni í Reykholti. Nýtingin jókst snemma á þessari öld með tilkomu sundlauga og gróðurhúsaræktunar auk þess sem farið var að kynda hús með heitu vatni. Ekki var þó farið að bora eftir því fyrr en á þriðja áratugnum í tengslum við undirbúning að stofnun Hitaveitu Reykjavíkur, sem fór að veita mönnum yl á þúsund ára afmæli Alþingis, 1930. í lok seinni heims- styrjaldarinnar náði hún svo til alls bæjarins. Síðan hafa æ fleiri hitaveit- ur verið byggðar, einkum eftir olíu- kreppuna fyrri 1973, og nú er mikill meirihluta húsa á íslandi kyntur með heitu vatni. Jaðrðhitinn hefur einnig verið nýtt- ur talsvert í iðnaði, t.d. í Kísiliðjunni, Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum og Saltverksmiðjunni á Reykjanesi. Á seinni árum hafa svo verið byggð- ar jarðvarmavirkjanir fyrir hitaveitur og raforkuframleiðslu. Þessar virkjanir eru í Bjarnarflagi, við Kröflu, í Svarts- engi og á Nesjavöllum. Forseti Islands, Asgeir Asgeirsson, leggur hornstein að stöðvarhúsi Búrfellsvir- kjunar 3. júni 1968. Jóhannes Nordal fylgist íbygginn með en Ingólfur Ágústsson snýr baki í myndavélina. (Mynd: Landsvirkjun.) Gasstöðin við Hverfisgötu. 34 VERKTÆKNI

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.