Verktækni - 15.08.1991, Side 36

Verktækni - 15.08.1991, Side 36
Náttúran látin gjalda hæsta tollinn — viðtal við Kristínu Einarsdóttur alþingismann Þingkonur Kvennalistans eru aifarið á móti fyrirhuguðu álveri á Keilisnesi, eins og kunnugt er. Þær munu því beijast gegn frum- varpi, sem heimilar ríkisstjórninni að ljúka samningum við Atlantsál- hópinn, sem iðnaðarráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í vetur. Kvennalistinn hefur raunar frá upphafi sett spurningarmerki við rekstur stóriðju hér á landi af ýms- um ástæðum, en jafnframt haldið á lofti nýjum hugmyndum um nýtingu orkuauðlinda landsins. Dæmi um það er stórfelld fram- leiðsla vetnis. Kristín Einarsdóttir, alþingismaður og lífeðlisfræðing- ur, gagnrýnir ríkjandi stefnu í orku- og stóriðjumálum í viðtali við VERKTÆKNI og ræðir um það hvernig eigi að taka kúrsinn, þjóðinni og náttúrunni til heilla. Kristín var fyrst beðin að skýra í fáum orðum hvers vegna Kvennalist- inn setursig upp á móti álveri á Keilis- nesi. „Það eru margar ástæður fyrir því. Eins og nú virðist vera komið málum þá teljum við að ekki verði greitt nógu hátt verð fyrir raforkuna. Þá teljum við að skattar og gjöld verði ekki með þeim hætti að það bæti upp lágt raf- orkuverð. Ef við lítum bara á þessi tvö atriði þá finnst okkur þau nægjanleg til að vera á móti samningunum við Atlantsál. Það sem er þó alvarlegast er að ekki á að krefjast fullkominna mengunarvarna eða sambærilegra mengunarvarna og krafist er í nálæg- um löndum, til dæmis í Svíþjóð og Noregi. I Noregi, þar sem er mjög mikil álframleiðsla, telja menn alveg fráleitt að gera jafn litlar kröfur til Kristín Einarsdóttir alþingismaður. 36 VERKTÆKNI

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.