Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 37
r»engunarvarna og gert er ráð fyrir
varðandi álver á Keilisnesi. Þannig að
tegar dæmið er reiknað út þá er niður-
staðan sú að náttúran er látin gjalda
hæsta tollinn."
— En væruð þið fylgjandi samn-
,r>gum við Atlantsál ef mengunar-
varnir væru með þeim hætti að þið
gætuð sætt ykkur við þær?
»Ef mengunarvarnirnar væru full-
konrnar, ásættanlegt verð fengist fyrir
°fkuna og skattar og gjöld viðunandi
t>á yrði rnaður auðvitað að skoða þann
ntöguleika hvort þetta væri fyrirtæki
Sem við vildum fá hingað. En við
stöndum því miður ekki frammi fyrir
t>eirri spurningu. Við erum síst af öllu
a móti því að hér verði byggður upp
iönaður. En almennt séð tel ég að
stóriðja eins og þessi henti okkur ekki.
t’að er varasamt að íslendingar geri sig
táða einni afurð eins og áli. Það hefur
hingað til verið talað um að auka fjöl-
t>reytni íslensks atvinnulífs af því að
v,ö byggjum fyrst og fremst á einni
náttúrulegri auðlind, fiskistofnunum.
Sjávarútvegurinn er í eðli sínu sveiflu-
tennd atvinnugrein og þess vegna
bætið lítið úr að byggja síðan upp eina
tegund stóriðnaðar eins og virðist vera
stefnt að. Það þykir mér óskynsam-
legt. “
Með ólíkindum að
fylgjast með
fjmhverfis-
RAðuneytinu
— Þú sérð þá ekki fyrir þér að stór-
iðja verði undirstaða framfara og hag-
Vaxtar í landinu í framtíðinni?
.,Ekki stóriðja sem þessi. Ég lít svo á
að sjávarútvegurinn sé okkar stóriðja
U
• • • — en ef við tölum um orkufrek-
ar> iðnað?
..Stóriðju getur fylgt mikil byggða-
töskun og því tel ég að það væri miklu
fersælla fyrir okkur að stefna að minni
einingum. Ég vil þó ekki neita alger-
'ega þeim möguleika að byggja upp
stóriðju þótt ég telji það ekki æskilegt.
^Jér finnst menn hafa einblínt á álver
Sem allsherjarlausn. Reynt er að sann-
f®ra almenning um það að álver bjargi
bjóðinni. Og menn eru svo vitlausir
»ð bera það á borð fyrir fólk að segja að
það sé það eina sem geti aukið hag-
vöxt. Þessu til stuðnings setja menn
einhverjar tölur á blað en hugsa
hvorki um framtíðina né náttúruna,
sem er fullkomið ábyrgðarleysi.
Það hefur líka verið með ólíkindum
að fylgjast með umhverfisráðuneytinu
í þessu máli; að það skuli leyfa sér að
hleypa þessari verksmiðju hérna inn
með þeim ófullkomnu mengunar-
vörnum sem gert er ráð fyrir. Hugsaðu
þér að ráðamenn skuli leyfa sér að
segja við okkur alþingismenn að þetta
séu fullkomnustu mengunarvarnir
sem völ er á, en svo kemur allt annað í
ljós þegar málið er kannað í þeim
löndum, sem ég nefndi áðan. Ég er
með pappíra frá Svíþjóð um verks-
miðju Alumax í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum. Þar kemur fram að
krafist er að ekki fari meira út í um-
hverfið en 0,35 kíló af flúoríði á hvert
tonn sem framleitt er af áli en varð-
andi álver í Keilisnesi er krafan 0,75
kíló. Hvar eru menn staddir? Ég fékk í
hendurnar starfsleyfi fyrir álverksmið-
juna í Sundsvall í Svíþjóð frá 1987,
sem er nýjasta verksmiðjan þar. Þar er
gert ráð fyrir 0,5 kílóum af flúoríði.
Brennisteinstvíildi, sem mikið hefur
verið deilt um, má þar fara hæst upp í
6 kíló en hér er það 21 kíló. Og í
Noregi má ekki fara yfir fjögur kíló,
samkvæmt nýjustu starfsleyfunum.
Fólk stendur í þeirri trú að það sé
hægt að treysta þeim upplýsingum
sem það fær frá stjórnvöldum. Á mað-
ur að trúa því að að sé vísvitandi verið
Þú ert öruggur með
Atlas Copco
FYRIRLIGGJANDI í VERSLUN OKKAR:
Loftþjöppur, lofthamrar, handverkfæri, borstál,
borkrónur, málningarsprautur, sandblásturstæki,
loftstýribúnaður, loftstrokkar og margt fleira.
Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta.
JltlasCopcc
EINKAUMBOÐ A ISLANDI:
LANDSSMIÐJAN HF.
VERSLUN: SÖLVHÓLSGÖTU 13-101 REYKJAVlK
SÍMI (91) 20680 • TELEFAX (91) 19199
VERKTÆKNl 37