Verktækni - 15.08.1991, Side 38

Verktækni - 15.08.1991, Side 38
að gefa rangar upplýsingar? Kannski vita þeir menn ekki betur, sem um þessi mál eiga að fjalla. En það er auðvitað ráðherrann sem leggur lín- urnar og ber ábyrgðina á svona máls- meðferð. “ FRAMLEIÐSLAN VERÐUR AÐ KOSTA ÞAÐ SEM HÚN KOSTAR — Þið viljið ekki álframleiðslu á íslandi. En á það hefur verið bent að Island henti betur en flest önnur lönd til álframleiðslu vegna mengunarfrírra orkugjafa. Jafnframt sé ekki hægt að flytja mengandi stóriðju til þróunar- landanna á meðan ríkari þjóðir noti mest af framleiðslunni. Auk þess standi þróunarlöndin verr að vígi þegar samið er um mengunarvarnir. Er ekki bara sanngjarnt að við tökum þátt í að framleiða þær afurðir sem við notum? „Mér finnst hvergi réttlætanlegt að standa að framleiðslu sem veldur mengun og eyðileggur náttúruna. Með því er verið að horfa til skamms tíma en ekki lengri tíma. Hagvöxtur eykst kannski um stund en síðan koma bakreikningarnir. Það verður hver og einn að taka þátt í að bjarga þessum heimi frá tortímingu. Ef við, sem bú- um í hinum vestræna heimi, tökum ekki til hendinni í umhverfisverndar- málum þá er engin von til þess að þeir sem styttra eru á veg komnir geri það. Maður heyrir þessi rök sem þú nefndir í umræðunni hér á landi en þau eru ekki gild.“ — Eftir stendur að framleiðsla á áli og öðrum stóriðjuafurðum er stað- reynd ? „Það sem er framleitt verður að kosta það sem það kostar. Og það verður að taka með í þann reikning hvað kostar að gera það á eins hrein- legan hátt og unnt er. Ef það kostar meira en ella þá verður bara að hafa það. Um þetta snýst málið. Það er út af fyrir sig allt í lagi að framleiða ál á íslandi en ekki á þann hátt sem við höfum gert hingað til og ætlum að gera í auknum mæli. Það skiptir engu hvar framleiðslan er staðsett. Öll framleiðsla á að taka mið af því að Kristín telurhættu vera áþvíað virkjað verðialltofhratt, fyrirþað sem hún kallar iðnað fortíðarinnar. Hún vill fremur sjá raforkuna fara til framleiðslu á vetni en áli. 38 VERKTÆKNI

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.