Verktækni - 15.08.1991, Síða 47
jUJNAKJARNORKA
7I/J0FD,
p . J ' T ■
* 1 i 1 m •»*: i—.'“i V..
Borað eftirolíu á hafsbotni. Þvíerspáð að olíubirgðirjarðar
verði uppurnar eftir rúm 30 ár.
er ennþá dýr sé hún borin saman við aðra orkugjafa. Hægt
er að framleiða raforku með svokölluðum sólarsellum. Þá
kostar raforkan u.þ.b. 17,69 ÍSK hver kílówattstund. Ef
Parabóluspegill og „stirlingmótor" er notaður kostar rafork-
an 8,84 ISK á hverja kílówattstund. En ef bitaturn með
svokölluðum „heliostats“ er notaður til að vinna raforku úr
yarma sólargeislanna kostar bver kílówattstund um 11,67
ISK. Miðað við raforkuverð til álversins í Straumsvík, þ.e.
18 mills fyrir hverja kílówattstund þá er verð sólarorkunnar
gífurlega hátt.
Sólarsellur eru einnig rándýrar í framleiðslu og efnin sem
þaer eru unnar úr eru baneitruð og valda skaða á umhverf-
'nu. Sólarorkuver er notast við sellur eru gífurlega plássfrek
1 heimi þar sem fólksfjölgun er vandamál. Dæmi: Nýjasta
sólarorkuverið í Evrópu er í grennd við Grevenbroich í
hýskalandi. Afl orkuversins er 360 KW en það framleiðir
Urn 270 þúsund kílówattstundir á ári. Það nægir til að sjá 70
heimilum fyrir raforku. Sólarsellurnar sem safna ljósinu
þurfa 3000 M2 svæði. Vandamál in í sambandi við nýtingu
sólarorku eru því mörg.
OLÍAN ENDIST í RÚM ÞRJÁTÍU ÁR
Með gífurlegri og í mörgum tilfellum óskynsamlegri
orkunotkun hefur mannkynið nánast þurrkað upp olíu- og
gaslindir heimsins. Olían leysti kolin af hólmi sem aðaÞ
orkugjafi iðnríkja. Þar sem flest iðnríkin áttu mjög litlar
olíulindir urðu þau æ háðari innflutningi á olíu frá Mið-
Austurlöndum. Verðið á olíunni var lengi vel lágt og nóg
framboð var af henni. Það var ekki fyrr en árið 1974, þegar
verð á olíu fjórfaldaðist, að augu manna í iðnríkjum heims
opnuðust fyrir þeirri staðreynd að olían er takmörkuð. Á
síðustu árum hefur mannkynið síðan vaknað upp við þann
vonda draum að hin gífurlega notkun olíu og kola hefur
valdið stórkostlegum skaða á umhverfinu. Þau spjöll hafa
ekki verið bætt og olíunotkun í heiminum hefur ekki
minnkað. Einnig er talið að notkun kola muni stóraukast í
framtíðinni.
Talið er að sannreyndur olíuforði heimsins muni endast í
rúmlega þrjátíu ár. Er þá miðað við núverandi vinnslu olíu í
heiminum. Verð á olíu á því eftir að hækka stórum á næstu
áratugum. Reiknað er með því að olíuverð geti allt að því
tvöfaldast, frá því sem nú er, um aldamótin.
Notkun á jarðgasi mun einnig minnka þótt mikið sé til af
því í heiminum. Sannreyndur jarðgasforði heimsins er tal-
VERKTÆKNl 47