Verktækni - 15.08.1991, Qupperneq 49

Verktækni - 15.08.1991, Qupperneq 49
'u eru heilu hæðirnar lagðar undir „skóga“ af vindmyllum sem gnæfa yfir umhverfinu. Til að framleiða verulega raf- orku með vindmyllum þarf að reisa þúsundir slíkra mann- virkja. Það veldur gífurlegum breytingum á landslaginu og rnargir tala um sjónmengun í þessu sambandi. Aðrir orkugjafar koma einnig til greina. Franskir vís- indamenn hafa rannsakað hitastigið í höfunum og velta því fyrir sér hvort hægt sé að nýta varmann til raforkufra- mleiðslu. Þá hafa miklar tilraunir farið fram á bylgjuorku. Framtíðin í orkubúskap heimsins er talin felast í þessum orkugjöfum þar sem þeir eru endurnýjanlegir og taldir valda lítilli mengun miðað við þá orkugjafa sem notaðir eru í dag. Vatnsorka er mikið til fullnýtt í flestum iðnríkjunum, nema í Noregi, Kanada og á íslandi. í þriðja heiminum er þó ennþá gífurlegt magn af óvirkjaðri vatnsorku. langt í land Sú staðreynd að flest iðnríki heims framleiða raforku úr eldsneyti, svo sem kolum og gasi, bendir til þess að langt sé í land að nýir orkugjafar taki við af þeim hefðbundnu. Þau iðnríki er ráða yfir kjamorku nota hana einnig óspart til að framleiða raforku. Framtíðarspá Alþjóðlegu orkumálaráðstefnunnar gerir ráð fyrir því að heildarnotkun orku árið 2020 muni nema ígildi 13,8-18,0 milljarða tonna af olíu. Heildarnotkunin var 6,8 milljarðar tonna árið 1978. Talið er að olíunotkun- in verði 2,4-3,6 milljarðar tonna árið 2020 en það er lítið meira en notað var árið 1978, en þá var olíunotkun heims- ins 2,7 milljarðar tonna. Því er spáð að kol, jarðgas og kjarnorka muni bera þessa gífurlegu aukningu uppi. íKaliforníu hafa verið reistir heilu „skógarnir“af vindmyll- um sem gnæfa yfir umhverfinu. Þegar talað er um orkubúskap gleymist oft að minnast á enn eina orkulindina. Sú orkulind er ekki áþreifanleg því hún leynist í hugsanagangi manna. Þjóðverjar kalla þessa orkulind „sparnað". Með því að spara raforku á heimilum, t.d. með því að láta ekki ljós loga að óþörfu. Mikla orku er hægt að spara með því að nota svokallaðar sparperur. Þær endast lengur og eyða minni raforku. Þá er hægt að spara eldsneytisinnflutning með því að nota almenningssam- göngur, eins og strætisvagna. Fólk gæti einnig komið sér saman um að samnýta bílana sína. Og svo er einfaldlega hægt að ganga eða hjóla. VERKTÆKNl 49

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.