Harpan


Harpan - 01.06.1937, Síða 4

Harpan - 01.06.1937, Síða 4
 H A R P A N Duglegur drengur Hér flytur Harpa ykkur mynd af duglegum dreng. Hann heitir Björn Tryggvason, Þórhallsson- ar, og er fæddur 13. maí 1924, og er því 13 ára gamall. Athygli okkar vakti hann með prúðmannlegri framkomu sinni, og aðdáun afburða ötulleikur hans í framkvæmd hvers verk- efnis, er honum var falið í þágu blaðs og kórs. Hann gengur ekki að verki með hangandi hendi eða hiki og segir aldrei: „Ég get það ekki“, heldur. »Ég skal reyna“, og athöfn fylgir orðun- um, enda hefur hann reynzt margra maki að starfi. Kæmi mér ekki á óvart, þótt Björn, er aldur leyfir, skipi sæti meðal glæsilegustu leiðtoga íslenzkrar æsku. Vonandi getur Harpa flutt lesendum sínum myndir af sem flestum slíkum Björnum — og Birnum. Mart. Magnússon. víkur og tók að sér stjórn hans, jafn vandasamt starf og pað er að stjórna drengj- um á aldrinum 11—13 ára. Þetta hcíir honum pó tekizt. — Þött margir drengjanna hafi góðar raddir, sumir ágætar, kom berlega í ljó» tápið og aðrir góðir eiginleik- ar söngstjórans. — Naumast er hægt að efast um pað, að mörg móðirin muni hugsa gott til pess, að drengurinn hennar er í fylgd með Jóni ísleifssyni, sem er fyrirmyndarmaður, reglusamur og háttprúður og kom petta greinilega fram í söng drengjanna. Drengjakór Reykjavíkur hefir oft og mörgum sinnum sungið í útvarp- ið, oftast vel, stundum ágætlega. Drengjakórinn er enn ungur; hann á væntanlega eftir að skemmta mörgum með góðum söng. Þess er lika óskað, að svo megi verða. Siðfræðingar telja söngínn mjög göfuga list og stórlega siðbætandi, par sem hann er iðkaður að verulegu leyti. F. B. 66

x

Harpan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.