Harpan


Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 11

Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 11
A R P N H en gler höfðu Indíánar aldrei fyrri séð. Smith, óttalaus með öllu, skýrði nú fyrir þeim, sem bezt hann gat notkun áttavitans- Síð- an sagði hann þeim, að jörðin væri hnöttótt. En þeir höfðu haldið, að hún væri flöt eins og pönnukaka, og að þeir væru á henni miðri. Hann sagði þeim einnig, það sem hann vissi um skýin, stjörnurnar, tunglið, sólina o. s. frv- Er Smith hafði lokið máli sínu, voru Indíánarnir hálf óttaslegnir, og ráðguðust um, hvað gera skyldi. Hér var eitthvað óþekkt, dularfullt,er þeir gátu ekki skilið. Þeim þótti vissara að skjóta hann. — Hann væri ef til vill vondur töframaður. Þeir hófu aft- ur boga sína og biðu skipunar foringjans til að skjóta. En allan tímann hafði foring- inn, stór, sterkur og fallega vax- inn — mikill maður á sína vísu, staðið hreyfingarlaus með átta- vitann í hendinni. Hann hlustaði með athygli á Smith og athug- aði áttavitann með undrun og lotningu í svip — en ekki ótta. Hann gaf heldur ekki merki til að skjóta, en rétti upp brúnan, stæltan handlegginn, og í hend- inni glitraði áttavitinn eins og demant í sólskininu. Undrandi og í óttablandinni lotningu létu þeir boga sína síga, og nú af fúsum vilja. Ef foringi þeirra skoðaði þenna hvíta mann sem góðan töfra- A mann, hlaut hann að sýna hon- um virðingu. Það myndi líka vera öruggara að virða törfrana en að drepa töframanninn. Þannig varð áttavitinn, ásamt snarræði Smiths og hjátrú Indiánanna, til að bjarga honum frá pyndingum ogdauða. Indíánarnir leiddu nú Smith með mikilli viðhöfn til þorpsins og héldu honum veizlu og gáfu honum skinnkufl. Hjá þeim dvaldi hann nokkurn tíma, sá alla þeirra einkennilegu búninga og dansa og kynntist siðum þeirra og háttum. Eftir mikil æfintýri og erfið- leika komst hann loks til manna sinna í Jakobsborg. En kynni þau af siðum og háttum frum- byggjanna, er hann fékk í þess- ari æfmtýrariku og örðugu ferð, urðu honum að ómetanlegu liði. Var hann um skeið valdamesti höfðingi og stjórnandi Virginíu. Virginía okkar daga er mjög frábrugðin þeirri, sem hér segir frá- Nú er þar fátt skóga og eng- ir Indíánar. — Menningin hefir rutt hvoru tveggja burtu. Þýtt úr enksu. Mældu á landabréfinu þínu vegalengdina frá Englandi til Virginiu. Hvað myndi sú leið taka marga daga á „Fossunum* okkar? Athugaðu leiðirnar, er landnámsmennirnir, forfeður okk- ar fóru á sínum opnu bátum, er þeir fluttust hingað til lands. 73

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.