Harpan


Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 10

Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 10
H A R II. í þessa ferð tók hann sjö menn með sér. Þeir héldu upp ána, svo langt sem komist varð vegna þrengsla. Áin var orðin svo mjó, að krónur trjánna mynduðu þak yfir henni og lággreinar þeirra uxu útyfir vatnsflötinn. — Bát- urinn komst ekki lengra. John Smith skildi því bátinn eftir í litilli vík, ásamt fimm mönnum til að gæta hans. Sjálfur hélt hann í litlum indíánabát, við þriðja mann, auk tveggja Rauðskinna, er hann hélt sér vinveitta. Áttu þeir að vera til leiðsögu og greiða fyrir vináttusambandi við Indíánana- Af gæzlumönnum bátsins er það að segja, að þeim leiddist bið- in eftir John og hurfu frá bátn- um inn í skóginn, þrátt fyrir bann bans, og þar voru þeir allir drepnir af Indíánum. Um þessa atburði vissi Joh Smith og félag- ar hans auðvitað ekkert. Þeir héldu upp ána um 20 mílur. Þá skyldi John félaga sína og ann- an Indíánann eftir til að gæta bátsins og kveikja eld, en fór sjálfur inn í skóginn með hinn Indíánann til að afla fæðu. En hann hafði eigi langt farið, er hann allt í einu var umkringdur fjölda fjandsamlegra Indíána, og hann komst að raun um, að hin- ir innfæddu leiðsögumenn hans höfðu svikið hann. Hann sló tvo Rauðskinna með marghleypuuni. Skjótur sem elding greip hann 72 P A N svo sokkaband sitt og batt Rauð- skinnann, leiðsögumann sinn, og notaði hann svo sem skjöld gegn örvunum, sem beint var gegn honum. Er Indíánarnir sáu, að félagi þeirra var í hættu, létu þeir bogana síga, en Smith gekk aftur á bak ájeiðis til báts- ins, með Indíánann stöðugt sem skjöld. Lenti hann ofan í mýrar- feni við árbakkann, misti þar marghleypu sína og var nærri drukknaður og kaldur mjög, er Indíánarnir náðu honum — og drógu hann að eldinum, þar sem félagar hans áður höfðu verið drepnir. Reyndu þeir að lífga hann, til þess síðan að geta kval- ið hann. Marghleypan var glötuð, en áttavitann átti hann enn. Var hann mjög vandaður, gjörður úr fílabeini og gleri hið ytra. Smith reis upp frá eldinum og og spurði eftir foringjanum, er gekk þegar fram úr hópnum. Smith rétti að honum áttavitann og sagði: „Eigðu þenna töfra- og verndargrip, sem svo oft hefir bjargað mér úr hættu“. Indián- arnir trúðu á verndargripi og möttu þá mjög miklis. Þeir þyrpt- ust því um foringjann til að sjá áttavitann. „Verndargripur!“ sögðu þeir hver upp í annan og gleymdu öllu öðru um stund. Þeir undruðust mjög nálina, sem var á stöðugri hreyfingu. Þeir gátu auðveldlega séð hana, en snert hana gátu þeir ekki, vegna glersins, er yfir henni var, — —

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.