Harpan


Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 33

Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 33
H A R P A N Hversvegna skjórinn byggir bezl hreiður Fyrir löngu, löngu síðan komu allir fuglarnir saman á ráðstefnu til að ræða byggingu hreiðra sinna. „Allir menn eiga hús,“ sagði rauð- brystingurinn, „og allir fuglar þurfa að eiga heimili.“ „Menn hafa ekkert fiður,“ sagði uglan, „og þess vegna verður þeim kalt án húsa. Við erum fiðraðir." „Ég held á mér hita með því að fljúga hratt,“ sagði svalan. „Ég held á mér hita með því að baða vængjunum,“ sagði kólibrífuglinn. „Bráðum eignumst við unga,“ sagði rauðbrystingurinn. „Þá vant- ar vængjaf jaðrir og geta því ekki flogið eða flögrað, svo að þeim mun verða kalt. Hvernig á þeim að vera heitt, ef við eigum engin hreiður." Þá sögðu allir fuglarnir: „Við viljum byggja hreiður, svo að ungunum okkar verði nógu heitt.“ Fuglarnir byrjuðu þegar að byggja, en þótt þeir gerðu, sem bezt þeir gátu, voru hreiðrin f jarri því að vera góð. „Hver getur kennt okkur að byggja hreiður?“ hróp- uðu fuglarnir. „Spyrjið skjórinn. Hann kann hreiðragerð,“ vældi uglan. Þá fór allur hinn fiðraði kynflokkur í heimsókn til skjórsins og bað hann auðmjúklegast að veita sér tilsögn í byggingarlist. „Vissulega," sagði skjórinn, sem einmitt hafði lokið við góðan miðdegisverð. „Ég hefi kennt í brjósti um ykkur, vesling- ana, vegna háttalags ykkar við smíðar. Einu sinni endur fyrir löngu minnist ég —“ „Engar ræður,“ vældi uglan, „okkur vantar tilsögn í bygging- arlist.“ „Engan ruddahátt" sagði skjórinn í ströngum tón. „Hlustið nú á mig“, sagði hann um leið og hann sneri sér tígulega að hinum fuglunum: „Þetta er aðferðin við að byggja. Fyrst takið þið 2 spýt- ur — þannig; leggið aðra þvert yfir hina — svona, og síðan —“ „Hvað, þetta vissum við áður!“ krunkaði krummi á grein við hlið- ina á honum. Skjórinn virtist snöggvast mjög móðgaður, en hélt áfram: „Þá verðið þið að hafa mosa og lauf til að binda stafina saman — eins og þetta.“ Þegar hér var komið varð alls- herjar kvak allt í kring. Fuglarnir vögguðu stélunum, kinkuðu kolli og sögðu hver við annan: „Hvað, þetta vissum við áður!“ „Þögn!“ hrópaði skjórinn bálreiður. „Lof- ið mér að byrja aftur. Fyrst takið þið tvo stafi — þannig, og leggið þá í kross — svona, síðan verðið þið að hafa tilbúinn mosa og lauf, sem þið —.“ Enn einu sinni var kvakað og tíst. „Hvað, við vitum þetta allt — við vitum þetta allt!“ görguðu fuglarnir í kór. „Vissulega!" sagði skjórinn. „En hvers vegna komuð þið þá til mín. Farið burtu og lærið að 95

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.