Harpan - 01.06.1937, Side 5

Harpan - 01.06.1937, Side 5
H A K P Á. ' N ÁRNI THORSTEINSON Unglingablaðið Harpan ætlar nú, að þessu sinni, að kynna lesendum sínum innlent tón- skáld, Árna Thorsteinson cand. phil. i Reykjavík. Arni Thorsteinson er fæddur 15. okt. 1870. Hann stundaði Arni Thorsteinson nám í Latínuskólanum í Reykja- vík og lauk þaðan stúdentspróli árið 1890, réttra 20 ára gamall. Sama ár innritaðist Árni íKaup- mannahafnarháskóla og tók það- an próf í heimspeki (Philosophie) ári seinna, 1891. Hljómlistina hefir hann numið án kennara. En með ástundun og meðfæddum hljómlistarhæfileikum hefir hon- um tekizt að ná miklu valdi á hljómum og hljómasamböndum, myndun þeirra og meðferð. Lög- in sín hefir hann samið og stíl- fært að mestu í frístundum sín- um og hvíldartíma. Nokkur þeirra hafa verið gefin út af tón- skáldinu sér í safni, en mörg af þeim eru enn í handriti hjá höf. Hann hefir samið lög fyrir karla- kóra, en fleiri lög eru til eftir hann fyrir einsöngvara. Yms þeirra eru orðin landskunn svo sem: Rósin, Friður á jörðu, Nótt, Vorgyðjan kemur, Þar sem háir hólar og Þess bera menn sár. Þessi lög, þó ekki séu fleiri til- færð, bera ótvírætt vitni um, að hér er um engan tónlistarviðvan- ing að ræða. Og enn má minna lesendur Hörpu á lagið Fifil- brekka gróin grund eftir Árna Thorsteinson, lagið, sem æska landsins syngur með snjöllum rómi til að fagna dásemdum náttúrunnar, sinni smáragrundu og berjalautu. Arni Thorstein- son tónskáld hefir verið svo vin- veittur að semja nýtt lag fyrir unglingabl. Harpan. (Sjá b’s.90)- Lagið birtisthér í fyrsta sinni með hans eigin handbragði og frá- gangi. Þetta lag mun syngjast af æsku þessa lands og áreiðan- lega gæti það orðið framtíðar hvellandi voróður og heilsun móti fríðu og blíðu sumri og fjörgjafa- ljósinu skæra- Jón Isleifsson. 67

x

Harpan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.