Harpan - 01.06.1937, Side 27
H A R P A N
læti. En þar sem hreint loft er
óvelkomið, setjast sjúkdómar að.
Góð hús! — Okkur er einnig
þörf hollrar fæðu og drykkjar.
En líkaminn þarf eigi síður hreint
loft og heilbrigða öndun. Án
þess fær likaminn eigi notið
kosta fæðunnar til fulls, hversu
holl sem hún annars er. Skorti
líkamann súrefni, dregur það úr
vexti og heilbrigði. Blóðið fölnar
og glatar mótstöðuafli sínu gegn
S}rklum. Hvers vegna eru bæði
menn og dýr, er mikið lifa und-
ir beru lofti, hraustari hinum?
Er þad hending? Nei, áreiðan-
lega ekki. Hreyfingin og hreina
loftið örva allt líffærastarfið og
skaþa okkur aúkið heilbrigði,
vellíðan og mótstöðuafl.
Við öndum loftinu að okkur
án fyrirhafnar, án umhugsunar,
en það munu fáir einir kunna
að meta að verðleikum. Við opn-
um sennilega öðru hvoru glugga.
Sum hafa sennilega alltaf opinn
glugga, hvernig sem viðrar —
en það er ekki nóg. Þótt við sof-
um í rúmgóðri stofu fyrir opnum
glugga — er samt slæmt loft hjá
okkur að morgni. Við verðum
að hreinsa híbýli okkar með
því, að opna glugga og hurðir
á gátt og láta trekkja í gegn —
nokkur augnablik eða mínútur í
senn, eftir atvikum.
Við þurfum áreiðanlega —
meira en er — að læra að hag-
nöta okkur hollustu hreins lofts.
Við þurfum að temja okkur þá
reglu að sitja ávallt, sofa og
starfa í hreinu lofti, svo sem
kostur er. Það út af fyrir sig er
mikilvæg heilsuvernd. Það eykur
vellíðan okkar og vinnugleði og
treinir okkur lengur æskuþrótt
og þrek.
Myrkrið er okkur einnig, eins
og óloftið, óhollt. í myrkri þríf-
ast sýklar ágætlega. Þjóðsagn-
irnar herma, að nátttröllin hafi
ekki þolað að sjá sólina, þáurðu
þau að steini. Sýklarnir, er stöð-
ugt reyna að herja á heilbrigði
okkar, þola heldur ekki að horfa
gegn sól, hreinu lofti og hrein-
læti. Það er sú þrenning, sem er
sýklanna versti fjandi — en okk-
ar ágætasti vinur.
Klæðum ekki af okkur sól-
skinið!
Útilokum ekki hreina loftið!
Reynum að njóta þess!
Tvær gamlar konur fóru í flug-
vél. Þegar vélin lyfti sér segir
önnur konan við flugmanninn:
„Ég vona að þú skilir okkur aft-
ur niður heilum á húfi, eða seil-
arðu ekki að gjöra það?*
Flugmaðurinn: „Jú, ég hefi nú
ekki skilið neinn eftir þarna uppi
ennþá!“
Karl og kerling voru að tala
saman um tóvinnu kerlingar.
Hún sagði: „Ég ætla að ýra hvítt
í hvítt og tvinna hvítt á móti
hvítu*. „Það er dálaglegur litur
skrattinn sá*, svaraði karlinn. —
»9