Harpan


Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 16

Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 16
H A _____ R______ P _________A_____ N Móðurmélið Frh. III. „Við hljótum að hafa sett þær undir annað tré“, sagði Harald- ur loks. „En það var ekkert ann- að tré eins stórt,* sagði Lára litla snöktandi. „Við settum krukkurnar undir allra stærsta tréð“. Börnin leituðu og leituðu, en krukkurnar voru horfnar. Það var eins og jörðin hefði gleypt þær. Þetta var mjög alvarlegt. Fyr- ir berja-peningana ætlaði mamma þeirra að kaupa mjöl til brauða. Þess var líka áreiðanlega full þörf, því að síðustu dagana höfðu þau lifað á þurrum brauðskorp- um. Lára litla skalf af kulda og grét af ótta, sulti og þreytu. „Heyrðu, Lára, þú verður að hlaupa heim, áður en dimmir í skóginum, og segja mömmu hvernig komið er, en ég held áíram að leita, þar til ég finn krukkurnar eða þann, sem hefur tekið þær. Ég er ekkert hrædd- ur og trúi ekki sögum ömmu um skógaranda og dverga. En Lára var því hræddari, svo að Haraldur varð að fylgja henni, þar til sáust ljósin í þorpinu. Hún hljóp grátandi heim sömu leiðina og'þau höfðu hlaupiðglöð og áhyggjulaus fyr um daginn, til skógarins. 78 Mamma hennar stóð í dyrun- um og var að skyggnast eftir þeim. Hún varð mjög óttaslegin, er Lára sagði henni allt af létta. En það var orðið dimmt og ekki um annað en gera en bíða birtu til að leita Haralds. En það er af Haraldi að segja, að hann hljóp sem fætur toguðu aftur inn í skóginn. Tungliðkom upp, svo að henn hélt áfram leit sinni að krukkunum, lengi.lengi, en fann þær ekki. Máninn faldi sig að skýjabaki — og Haraldur var orðinn þreytt- ur. Hann gekk því upp á runna- vaxna hæð og lagðist til svefns á mjúkan mosann. Þegarmorgn- aði, ætlaði hann að halda leitinni áfram. £n hann hafði ekki lengi sofið, er hann vaknaði við skrjáf í runnunum við hliðina á sér. Hann opnaði augun en fékk of- birtu í þau, frá litlu, björtu Ijósi. Hann fálmaði eftír Ijósinu og sá sér til mikillar undrunar, að hann hafði eitthvað lifandi handamilli. — Hann hafði náð í dverg. j húfunni hans var skínandi steinn, og frá honum stafaði birtan. í næsta blaði segir frá viðskiptum hans við dverg- inn. 1. Hversvegna var svo slæmt fyrir pau að tapa berjunum? 2. Af hverju grét I.ára litla? 3. Hvað afréð Haraldur að gera?

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.