Harpan


Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 26

Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 26
H A lí P A X Heilbrigði og heimili Hreint loft er er eitt af fyrstu boðorðum heilsufræðinnar. Við getum verið án matar og drykkiar, jafnvel dögum saman, en án lofts aðeins 1—2 mínútur. Loftið er sú nauðsynja okkar, sem við getum skemmstan tíma án verið. — En hversu oft er ekki jrelta boðorð brotið! Kunnum við ekki að meta mikilvægi hreina lofts- ins, af [jví að við þurfum ekki að afla jress í eigin sveita? Ef til vlll. í þéttbýli borga og bæja er að vísu talsverð afsökun. Um- ferðin og minnsti andblær þyrla ryki götunnar inn um glugga kjallara- og götuhæða, og tíðum einnig inn á efri hæðir. Kolareyk- urinn er líka hreinasta plága sem loftspillir, jafnframt þeim óhrein- indurn, sem honum fylgja. Það væri því sannarlega ekki að ó- fyrirsynju, þótt unnið væri að því af einhug — að láta heita vatnið og rafmagnið byggja kol- unum út með öllu, þar sem mögu- leikar eru til- Af andrúmsloftinu eru sem næst fjórir fimmtu hlutar köfn- unarefni og einn fimmti súrefni. Af öðrum efnum, t. d. kolsýru, er aðeins örlítið. Talið er þó að fullorðinn maður andi frá sér um 550 lítrum af kolsýru á sólarhring. En þegar kolsýrumagn loftsins er orðið 1% (einn hundraðasti), er það 88 okkur óhollt. Og þegar kolsýru- magnið er orðið 2%, veldur það kolsýrueitrun, sem kemur fram í andarteppu, höfuðverk, svima, ógleði, deyfð, áhugaleysi og sljóleika. Tel ég sennilegt, að ýms okkar kannist við einhver |ressara áhrifa. Ég geri einnig ráð fyrir, að sum ykkar hafi veitt því athygli, að olíuljós dofna oft er á líður kvöldið og fólk hefur setið inni. Er það einnig vegna kols)vrulofts — skorts á súrefni — og er þá áreiðanlega þörf að hleypa inn hreinu lofti. Frá líkama okkar gufa einnig efni, er auka óhollustu loftsins. Að við ekki verðum ólofts vör, er engin sönnun þess, að loft sé hreint. Óloftið myndast ekki í einu vetfangi, heldur smám saman, og við verðum því sam- dauna — finnum það ekki. En ef við komum að utan, tökum við hálfgerð andköf, er ólyfjan þess mætir okkur. Af þessu ætti okkur að vera Ijóst, hvílík nauð- syn er á haganlegri og góðri loftræstingu. Hús okkar þurfaað vera björt og hlý-, en umfram allt verður ferskt loft að fá að leika um þau. Ferska loftið á ekki að vera gestur hjá okkur, Með góðri loftræstingu eigum við að gera það heiinilisfast og óaðskiljanlegt okkur sjálfum. — Og eitt aðal- skilyrði til hreins lofts er hrein-

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.