Harpan - 01.06.1937, Page 14

Harpan - 01.06.1937, Page 14
H A R P_______A N urinn. „Óhó! óhó!“ sagði hann og hló. „Litla, gamla konan, litli, gamli maðurinn, stóra kýrin, stóri, stó'ri hesturinn og margir þreskjarar gátu ekki náð mér — og þið getið það ekki heldur, getið það ekki!* Litli hunangsköku-drengurinn hljóp eins og örskot fram úr þeim og kallaði um öxl: „Hlaupið! hlaupið! hlaupið eins og þið orkið mest. Þið getið ekki náð mér- Ég er hunangsköku-drengur“. Og sláttu-mennirnir gátu ekki náð honum. Nú var hunangsköku-drengur- inn orðinn svo montinn, að hann ætlaði alveg að rifna. Hann hélt, að enginn gæti náð honum. Brátt kom hann auga á tófu á leið yfir akur rétt hjá. Tófan leit á hann og fór að hlaupa. Litli, Hunangs- köku-drengurinn kallaði til henn- ar: „Þú getur ekki náð mérl Þú getur ekki náð mérl“ Tófanherti hlaupin og litli, hunangsköku- drengurinn herti hlaupin — og á hlaupunum kallaði hann, yfir sig montinn: „Litla, kamla konan, litli, gamli maðurinn, stóra kýrin, stóri, stóri hesturinn, margir þreskj- arar og margir, margir sláttu- menn á enginu gátu ekki náð mér — og þú getur það ekki heldur — getur það ekki. Hlauptu bara! hlauptu eins og þú orkar mest! — Þú getur ekki náð mér! Ég er hunangsköku-maður!“ „Hvað“, sagði tófan, „ég myndi ekki taka þig, þótt ég gæti. Mér dytti það ekki í hug“. Rétt í því kom hunangsköku- drengurinn að á. Hann kunni ekki að synda, en þurfti að kom- ast undan kúnni, hestinum og fólkinu. „Stökktu upp á skottið á mér. Ég skai synda með þig yfir'% Séigði tófa- Litli, hunangsköku-drengurinn stökk upp á skottið á tófunni — og tófa lagðist til sunds yfir ána. Þegar hún var komin lítið eitt frá landi, leit hún við og sagði: „Þú ert of þungur á skottinu á mér, litli hunangsköku-drengur. Ég óttast að þú blotnir; hoppaðu upp á bakið á mér*. Litli hunangskökudrengurinn stökk upp á bak tæfu. Litlu síðar sagði tæfa: „Ég óttast að vatnið nái þér þarna; stökktu upp á háls mér“. Litli hunangsköku-drengurinn stökk upp á háls tæfu. í miðri ánni sagði tæfa: “Kæri, litli hunangsköku-drengur, ég ótt- ast, að straumurinn skoli þér af hálsinum á mér; stökktu fram á nef mér“. Og litli hunangsköku-drengur- irm stökk fram á nef tæfu. En um leið og tæfa náði landi, kastaði hún snöggt til höfðinu og glefsaði eftir hunangsköku- drengnum. „Hamingjan hjálpi mér!“ hróp- aði hunangsköku-drengurinn. 76

x

Harpan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.