Harpan


Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 13

Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 13
H Á ______R______P_______A N hann bara hló — og kallaði: „Hlaupið! hlaupið eins hratt og þið orkið! þið getið ekki náð mér, því að ég er hunangsköku-dreng- ur!‘ Og þau gátu ekki náð honum. Hunangsköku-drengurinn hljóp og hljóp, þangað til hann kom þar, sem kýr var á beit við veginn. „Stanzaðu“, litli hunangsköku- drengur“, kallaði kýrin. ,Mig langar til að borða þig“. Litli hunangsköku-drengurinn bara hló og sagði:,, Litla, gamla konan og litli, gamli maðurinn gátu ekki náð mér, og þú getur heldur ekki náð mér“- Þegar kýrin byrjaði að elta hann, leit hann um öxl og sagði: ,HIauptu, kýr! — Hlauptu, kýr! — eins og þú getur orkað! Þú get- ur ekki náð mér. Ég er hunangs- köku-drengur“. Og kýrin gat ekki náð honum. Litli hunangskökudrengurinn hljóp og hljóp, þangað til hann kom til hests úti í haganum- „Gjörðu s*o vel og stanzaðu, litli hunangsköku-drengur“, sagði hesturinn. „Mig langar að borða þig“. En litli hunangsköku-dreng- urinn bara skellihló og sagði: ,Litla, gamla konan, litli, gamli maðurinn og stóra kýrin gátu ekki náð mér, og þú getur ekki heldur náð mér". Þegar hesturinn tók sprettinn á eftir honum, leit hann um öxl og hrópaði: „Hlauptu hestur! Hlauptu hestur! Þú getur ekki náð mér. Ég er hunangsköku- drengur". Og hesturinn gat ekki náð honum. Hunangsköku-drengurinn hljóp og hljóp, þar til hann kom að kornhlöðu — og í hlöðunni voru þreskjarar. Þegar þreskjararnir komu auga á hunangsköku- drenginn, reyndu þeir að grípa hann og sögðu: „Ekki hlaupa svona hratt, hunangsköku-dreng- ur, okkur langar að borða þig“. En hunangsköku-drengurinn hljóp hraðar en nokkru sinni áður, og kallaði um öxl, ,Litla, gamla konan, litli, gamli maðurinn, stóra kýrin og stóri, stóri hesturinn gátu ekki náð mér, og þið getið held- ur ekki náð mér — getið það ekki! Hlaupið, hlaupið! Hlaupið eins og þið orkið. Þið getið ekki náð mér. Ég er hunangsköku- drengur“. Og þreskjararnir gátu ekki náð honum. Hunangsköku-drengurinn hljóp og hljóp hraðar en nokkru sinni. Hann hlóp og hljóp, þar til hann kom að engi, og á enginu voru margir sláttumenn. Þegar sláttu- mennirnir sáu, hve fallegur hann var, hlupu þeir á eftir honum og kölluðu: ,Biddu svolílið! Biddu svolítið, hunangskökudrengur. Okkur langar til að borða þig!“ En litli hunangsköku-drengurinn hljóp hraðar en nokkru sinni. Hann þaut áfram eins og vind- 75

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.