Harpan - 01.06.1937, Page 17

Harpan - 01.06.1937, Page 17
H R P A N A 4. Hvar faldi máninn sig? 5. Hvar lagðist Haraldur til hvíldar? <>. Við hvað vaknaði Haraldur? 7. Af hverju fékk hann ofbirtu í augun? Lausn á 5. liði í verkefni II. Afi Amraa. Bróðir. Frænka. Mamma. Pabbi. Systir. Vinur. Verkefni. III. 1. Raðaðu eftirfarandi orðum í í stafrófsröð: gaman, synda, pyrnar, allt, vatn, vindur, amstur, örn, börn, misa, reiði, pallur- Harpa vill hjálpa ykkur til aukins orðaforða og skilnings á móðurmálinu. Harpa hefur líka sterka löngun að koma ykk- ur til hjálpargegn hljóðvillunum — losa ykkur við þær, ef unnt er. Við vegum vitanlega ekki um of óttast breytingar. Málið er breytingum háð sem allt annað. En hljóðvillurnar geta ekki talizt eðlileg eða heilbrigð þróun. Þær eru illgresi í málinu, er uppræta þarf, sjúkdómur, er lækna þarf, með því að grafa fyr- ir orsök hans. Og hún er, þ. e. a. s- að minu áliti, fólgin í því, að ti! fyrsta undirstöðu náms barnsins í lestri er ekki vandað sem skyldi. Barninu er ekki gerður nógu Ijós mis- munur likra hljóða — og ekki taminn nógu skýr framburður. Til fyrstu undirstöðunnar verður að vanda sem vendi- legast. Og það er víst, að vissu foreldrar hverja erfið- leika þeir skapa börnum sínum, og hverjum spjöllum þeir valda á málinu með lé- legri byrjunarkennslu í lestri, þá myndu þeir vanda til henn- ar sem mest mætti. Nú og framvegis mun Harpa flytja verkefni, sem orðið geta þér til nokkurar hjálpar í þessu efni — ef þú reynir að not- færa þér þau sem bezt. An þess eru þau einskisnýt. Ég ætla að reyna að hjálpa þér um verkefni, og þú átt að hjálpa mér og þeim öðrum.er vinna vilja gegn málspjöllum, með því að nota verkefnin sem bezt. Ef við leggjum saman, orkum við áreiðanlega miklu. Reynum! Harpa vænlir samvinnu allra kennara í pessu efni. 2. Finnið orð, er hafa sömu eða líka merkingu og: mjór, steinn, lítill, sársauki, blað, seinn, kasta, ljós, myrkur, tré, sver, lallegur. 3. Gerðu þér glögga grein fyrir framburðarmismun þessara hljóðtákna (stafa): e og i, u og ö, g og k, t.d. í orðunum lag og lak. 4. Skrifaðu eftirfarandi orð eftir upplestri. Athugaðu vandlega þau hljóð (stafi) orðsins, er þú flaskar á. Æfðu þau orð, er þú kannt að skrifa skakkt, 79'

x

Harpan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.