Harpan


Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 23

Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 23
A R P H geði yfir þessari misheppnuðu rannsóknarferð peirra, og Niels stakk upp á pví að fara heim aftur. Þá kornu peir loks auga á skútu eina par skammt fram- undan, sem var í skjóli við nokkra stóra steina. Ulrik hrópaði upp yíir sig. „Þetta er aðeins skúta“, sagði Henning. „Já, en sjáið pið ekki?“ ,Hvað pá?“ „Þetta er skúta Skoivöbræðr- anna, njósnaranna, svikaranna. Ég pekki hana svo feikivel“. Augu Ulriks leiftruðu. „Já, dreng- ir mínir, nú höfum við skútu njósnaranna og svikaranna, sem gefa Englendingum upplýsingar um okkur Norðmenn, okkur til ills. Nú skal pó verða gaman!“ „Hvað ætlarðu aðgera“, spurðu hinir undrandi. „Hefnd yfir svikarana!“ hróp- aði Ulrik og þaut af stað. Út i óvissuna. Ulrik Löve hraðaði ferðinni niður eftir hlíðinni. Félagar hans fylgdu honum undrandi eftir. Þeir nálguðust skútuna og sáu, að hún var mannlaus. Enginn maður var um borð eða þar um slóðir, Skorvöbræðurnir voru að öllum líkindum í erindagerðum í bænum. Ulrik Löve klyfraði um borð og veifaði húfu sinni um leið og hann kallaði til félaga sinna: „Húrra, nú skal verða glatl á A =_____^ N hjalla drengir góðir!“ „Hvað ætlarðu nú að gera?“ spurði Niels. „Sigla skútunni inn til bæjar- ins“, svaraði Ulrik. „Ertu genginn af göflunum, hvað verður um okkur, ef þeir koma, áður en við komumst af stað?“ „Við skulum bara hafa hraðann á. Ég hefi heyrt bæjarfógetann sjálfan segja, að pað væri vel gert, ef einhverjum heppnaðist að ná skútu þeirra. Svei peim svik- urunum!“ Henning og Niels voru ekki nærri pví eins ákafir — Þeir voru hálf hikandi. En par sem Ulrik var hlveg ófáanlegur til að víkja frá þessari ákvörðun sinni, þá byrjuðu þeir að lið- sinna honum, pó af litlum áhuga í fyrstunni, við að undirbúa brott- ferðina. Þeir hugsuðu sem svo; ef Ulrik væri þess megnugur að framkvæma þetta, þá vildu peir ógjarnan, að hann væri einn um heiðurinn. En þegar peir voru langt komnir með að ganga frá segl- inu, heyrðu peir einhvern hávaða, sem fékk pá til að hendast upp til handa og fóta. — Niður eftir hlíðinni komu Skorvöbræðurnir hlaupandi sem óðir væru, og all- ar líkur bentu til, að þeim væri veitt eftirför. „Flýtið ykkar!“ sagði Henning og ætlaði að stökkva á land, en Ulrik áttaði sig strax á pvi, að 85

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.