Harpan


Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 35

Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 35
Abraham Lincoln Abraham Lincoln var dýravinur mikill. Vissi hann, að þeim liði illa, leið honum líka illa, og aldrei var hann í þeim önnum, að hann ekki gæfi sér tíma til að hjálpa dýrum, ef þess þurfti með. Dag nokkum var Lincoln á ferð með hóp vina. Veður var heitt, og þeir stoppuðu til að vatna hestun- um sínum. Þegar þeir ætluðu aftur af stað, tóku þeir eftir því, að Lin- coln vantaði. „Hvar er Lincoln?" spurðu þeir hver annan. „Ég sá hann fyrir nokkrum mínútum“, sagði einn í hópnum." Hann hafði fundið 2 fuglsunga, sem oltið höfðu út úr hreiðrinu sínu. Hann stoppaði til að lítast um eftir því, svo að hann gæti sett ungana aft- ur í það.“ Stuttu síðar kom Lin- coln glaður í bragði, því að hann hafði fundið hreiðrið og komið ungunum fyrir í því. Vinir hans hlógu að því, hve mikið hann lagði á sig til að hjálpa ungunum. En Lincoln sagði: „Ef ég hefði ekki sett ungana upp í hreiðrið sitt, þar sem mamma þeirra annast þá, þá hefði ég ekki getað sofið í nótt.“ Öðru sinni kom hann auga á bjöllu (skorkvikindi) sem oltið hafði upp í loft og spriklaði öllum öngum til að reyna að komast á fætuma aftur, en án árangurs. Hann stoppaði og hjálpaði henni. „Veiztu,“ sagði hann við einn vina sinna, er með honum var, „ef ég hefði skilið þessa bjöllu eftir hjálparvana, hefði mér ekki liðið allskostar vel. Ég varð að koma henni á fætuma og gefa henni tækifæri til að berjast fyrir tilveru sinni, með hinum öðmm úr henn- ar flokki." Fjöldi slíkra sagna lík- ar þessum em til um Lincoln, sem sýna takmarkalausa samúð hans með öllu, er mátti sín minna. Þið mynduð hafa gaman af að lesa æfisögu hans. Reynið að ná í hana. Úr ensku. Spurn.: Myndi ungunum hafa liðið vel utan hreiðurs síns ? Myndu fuglar ekki vera spakir, ef allir væru góðir við þá? Hvað getum við helzt gert, svo að fugli skiljist, að við ekki viljum þeim illt? Væri ekki gaman að gefa þeim, sérstak- lega þegar snjór er og kuldi á vetr- um? Hvernig haldið þið að fuglum líði, þegar þeir em rændir eggjum sínum? Mart. Magnússon. Athyjli kaupenda skal vakin á því, að langódýrast er að senda andvirði blaðsins í pósávísun — ekki í ábyrgðarpósti, eins og ýmsir hafa gert. Kaupendur gjöri svo vel og tilkynni blaðinu bústaðaskipti. Daglega berast Hörpu nýir kaupendur. Harpa þakkar þær vinsældir, erhún hefir hlotið og þau vinsamlegu og örvandi bréf, er henni hafa borizt.

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.