Harpan - 01.06.1937, Side 8

Harpan - 01.06.1937, Side 8
H A R_______ P A__ N Æfintýri og uppgötvanir I. r AHavilinn bjargaði lífi hans I. Við skulum hugsa okkur, að þú sért að búa þig í leiðangur til lands, sem er ókannað og eng- inn uppdráttur tii af. Hvað mynd- ir þú hafa með þér í slíka ferð? T. d. gnægð vista, vopn, fatnað, fræ til gróðursetningar og ýms áhöld. Eitt af því allra nauðsyn- legasta, sem við mættum sízt án vera, er lítið áhald, sem við jafn- vel getum falið í lófa okkar. Þetta litla áhald sýnir okkur átt- irnar, og kallast því áttaviti. Hann hefur bjargað lífi margra, er þeir hafa villzt. Og þetta æfin- týri segir frá, hvernig hann bjarg- aði lífi manns, er féii í hendur Rauðskinna. í slíka ferð, sem hér er lýst, myndum við að sjálfsögðu hafa loftskeytatæki, en þau voru ekki til er þessi saga gerðist. Það var í stjórnartíð Jakobs I, að 150 manna hópur lagði af stað á 3 skipum frá Englandi áleiðis til Ameríku. Ætlaði hann að kanna og setjast að áaustur- ströndinni á landsvæði, sem Sir Walther Raleigh*, í tíð Elísabetar, hafðiuppgötvaðognefntVirginiu** * 1552—1618. Hirðmaður drottningar, siglingamaður mikill og rithöí. .Uppgötv- aði Virginiu 1584. ** p. e. hið hreina eða óflekkaða. til heiðurs Elísabetu, sem var meydrotining. Virginia var fag- urt land villtra skóga, með ám fullum fiskjar, og álitið var að gull væri í jörðu. Fjöldi Indiána byggði landið. Þeir voru nefndir Rauðskinnar, þar eð þeirmáluðu andlit og axlir með olíu, bland- aðri einkennilegum, rauðum lit, búnum til úr jurtarótum. Þessir Indiánar klæddust bjarn- ar- og úlfafeldum og notuðu helj- armiklar reykjarpípur með stór- um, kylfulaga haus. Sumir báru ákykkjur, búnar til úr kalkún- fjöðrum. Göt stungu þeir gegn- um eyrun. í þeim báru sumir litla, lifandi snáka, sem gátu hringað sig um háls þeirra. Aðr- ir báru dauðar rottur, bundnar upp á skottinu í eyrað. Hús þeirra voru byggð úr trjágreinum, þökt- um mottum, búnum til úr blöð- urn trjánna. Til fiski- og dýra- veiða notuðu þeir boga og voru örvarnar úr beinum viðarteinung- um. Fyrir hnífa notuðu þeir harð- ar reyrflísar. Strenglágina í örv- arnar gerðu þeir með bifurtönn- um, og korn ræktuðu þeir í rjóðr- um skóganna. Hvernig vitum við allt þetta? Jú, einn foringi fyrnefnds leið- angurs, John Smith, fluttist mörg- um árum síðar heim til Englands 70

x

Harpan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.