Harpan - 01.06.1937, Side 22

Harpan - 01.06.1937, Side 22
H A R var sem ævarandi draumur, er þroskaði hugsanir þeirra, en or- sakaði um leið vanrækslu skóla- lærdómsins. Loks voru drengirn- ir ávítaðir íyrir vanræksluna í skólanum. „Mér íinnst það reglulega ergi- legt“, sagði Ulrik gremjulega við þá Niels og Henning. „Ég gæti verið orðinn nýtur maður í þess- um heimi. Já, en þið trúið því e- t. v. ekki?“ „Ja, hvað áttu við?“ sagði Ní- els með mestu hægð. „Hann kærði sig ekkert um, að Ulrik héldi, að hann væri meiri maður en þeir hinir, að neinu leyti. „Hvað ég á við! Ef ég fengi ráðið gjörðum mínum sjálfur, þá fengjuð þið að heyra um hreysti- verk, sem um munaði. Nánar tiltekið, ég myndi standa í stafni á vel útbúnu víkingaskiþi og þar sem við færum yfir, myndum við skjóta Englendingana niður í hrönnum. Haldið þið, að það væri ekki eitthvað annað? Skyldu þeir þá ekki nefna okkur eitt- hvað annað en strákhvolþa?“. „Rétl er nú það, við erurn ekki í sérlega háu áliti hjá fullorðná fólkinu, en hvað sem þvi líður, þá væri óneitanlega gaman að vera með í slíkri ferð. „Oh, ég held eins og sakir standa, að okkur væri heillavæn- legast að sitja heima“, sagði Henning, sem var yngstur þeirra félaga, en vildi þó sjaldnast standa í vegi fyrir þeim hinum. 84 P _A^ „Já, þú þarft að hafa svo- lítið af metnaðargirni, en annars, ef þið viljið vera með, þá förum við, a. m. k. hér um byggðarlag- ið, og það má inerkilegt heita, ef við verðum einskis vísari eftir þá ferð. Hugsið ykkur, ef svo færi, að Englendingur, sem hefir leitað inn í skerjagarðinn, yrði á vegi okkar. Þetta gætum við gert, því að enginn getur bann- að okkur það“. Niels og Henning voru reiðu- búnir að láta til skarar skríða, og strax og þeir voru búnir í skólanum, gengu þeir vinirnir út- fyrir bæinn og sem leið lá með- fram slrandlengjunni. Þeir leit- uðu gaumgæfilega í hverri vík og skoru, og jafnframt skoðuðu þeir nákvæmlega hverja einustu gjótu, sem þeim var kunnugt um þar um slóðir, því að það var ómögulegt að vita, nema að Englendingar kynnu að hafast þar við. Þetta var annars mjög svo merkilegur staður, hugsuðu drengirnir. í einu af þessum fylgsnum hafði eitt sinn Ólafur hinn helgi leynzt ásaint mörgum manna sinna, þegar þeim var veitt eftirför, og þarna hafði Kristján IV leitað lands, vegna óhemju-mikilla storma. Þessi ferð þeirra virtist ekki ætla að bera neinn árangur: Ekkert markvert eða grunsam- legt var þar að sjá, og sízt af öllu Englendingar. Ulrik fór að gerast gramur í

x

Harpan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.