Harpan

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Harpan - 01.06.1937, Qupperneq 7

Harpan - 01.06.1937, Qupperneq 7
N A R unum, er vita að torginu, veitum við athygli, meðal hvítra marm- arasúlnanna, tveim rauðum — „porfyr" eða purpurasteinssúlum. Milli þeirra stóð sá, er kunn- gjörði dauðadóma, en aftökstað- urinn var milli tveggja stórra súlna á þessu undurfagra torgi — og þeir voru margir, er þar létu líf sitt. íhöllinnieru 11 feykistórir salir- í einum þeirra er málverk Tizians,* Paradís. Það er 30 fet á hæð og 74 á lengd, og er enda taliö stærsta málverk, sem til er. 4f því getið þið markað stærð sals- ins. En hertogahöllin er fyrir fleira fræg en glæsileika sinn og fegurð. í henni eru einhver illræmdustu fangelsi, blýklefarnir — piornbí — uppundir þaki og niðri í grunnhýsum hallarinnar — brunn- arnir. Fangelsi þessi eru sem betur fer ekki lengur notuð. En bakvið höllina er fangelsi frá 1500, sem enn er notað. milli þess og hallarinnar er „Andvarpa- brúin“. Nafn sitt hefir hún að sjálfsögðu ekki hlotið að ófyrir- synju. — Hún er frægust allra brúa Feneyja. Rétt utan við Fen- eyjar er frægasti baðstaður ít- alíu — Lido —. Þar eru mörg * Tizian (1477—1576), einn af mestu málurum endurreisnartímans. Hann ól að mestu aldur sinn í Feneyjum og var par einn áhrifamestur málara. Mesta frægð hlaut hann fyrir mannamyndir sínar. P A N hótel, sem full eru af fólki, sér- staklega í júlí og ágúst, sér til skemmtunar og heilsubóta. Mörgu er enn eftir að kynnast af fornum minjum ásamt siðum og háttum fólksins, er nú byggir þessa borg fornrar frægðar, auðs og valda. En að þessu sinni vinnst okkur ekki til þess tími. Við stígum því aftur á bak Hugs, okkar fótfráa fáks, og höldum af stað heim. Skínandi marmara- hallirnar með turnum sínum og spírum, reyfast rökkurmóðu fjar- lægðarinnar. Aður en varir er „Drottning hafsins" horfin að baki. En i svölu norðri blasa við sjónum fannhvítir, íslenzkir jöklar í allri sinni lokkandi ægi- tign og veldi, er varir meðan snær fellur á íslenzka grund. — Við erum aftur heima. Marl. Magnússon. Barnamál. „Meittari Jakob hefur hú. Fadd dló klukkan? Hún dló pú.“ Meistari Jakob, sefur pú. Hvað sló klukkan? Hún sló prjú. „Hé hef ég köddinn hyngja ábók, helinn binna höj á ogg, götuna ella ginn í gók, gúminn bóna mákaogg“. Sendið Hörpu „barnamál" og Skrítlur í sambandi við börn. 69

x

Harpan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.