Harpan

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Harpan - 01.06.1937, Qupperneq 15

Harpan - 01.06.1937, Qupperneq 15
H B R P N „Fjórði hlutinn ai mér er búinn!“ A næsta augnabliki kallaði hann: „Hvað — ég er búinn hálfur!" Og á næsta augnabliki hrópaði hann í örvæntingu: „Hamingjan góða hjálpi mér, þrír fjórðu af mér eru búnir!“ A næsta augna- bliki var litli hunangsköku-dreng- urinn- allur kominn ofan í tæfu — og sagði aldrei eitt orð framar. Lauslega pýtt Mart. Magnússon. Hver bjó til hunangsköku- drenginn ? Hvernig var hann klæddur? Hvað gerði hann, er hann kom út úr ofninum? Hver byrjaði fyrst að elta hann? Hvað sagði hann við þau? Nefndu í röð þá, sem eltu hann. Af hverju var hann eltur? Af hverju var hann montinn? Hvað sagði hann við tófujia? Hvert^þeirra, er elti hann, var hyggnast? Hvað sagði tófan við hann á sundinu? Hversvegna bauðst tófan ti! að synda með hann yfir? Hvernig lauk æfi hunangsköku- drengsins? Hvað má læra af sögunni? Reyndu að endursegja söguna með eigin orðum. A Kisa mín Elsku, kæra kisa mín komdu upp í rúm til mín. Ég skal strjúka hægt og hljótt, hárið þitt — í alla nótt. Færðu þig undir feldinn. Flónið litla á kveldin. Ekkert vita mamma má, mikið reið hún yrði þá, vel því skal ég verja þig, vermdu þig nú upp við mig. Mala skalt þú meira. Mig langar að heyra. En hvað þú ert alltaf fín, elskulega kisa mín. Ekki þarftu að þvo þér neitt, þó er hárið eins og greitt- Alltaf þæg og þrifin. Þú ert aldrei rifin. En ég græt og óþægast, ef að mamma strýkur fast votri ríu um vanga minn, veð í læknum hvert eitt sinn. Það er þörf að læra þrifnað af þér, kæra. Ég vil breyta eftir þér. Elsku vina, kenndu mér að hafa alltaf fötin fín, forðast lækinn, kisa mín. Aldrei mun hún mamma mig þá skamma. Síðast skal ég signa þig, svona, elskan, kystu mig. Gefi þér nú góða nótt. Góða reyndu að sofna fljótt. Guð mun okkur geyma- Gott er að sofa heima! H. J. 77

x

Harpan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.