Harpan


Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 20

Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 20
H A R A N um án dauða“, sagði önnur. Hún var víst hrædd við dauðann. „Nei“, sagði hin, „við viljum bæði fá ljós og dauða“. Og það varð svo, sem hún hafði óskað. Það er sagt, að þegar fyrsta mannveran dó, hafi líkið verið hulið grjóti. En hún kunni víst ekki sem bezt að deyja, stakk höfðinu upp úr dysinni og ætlaði að standa á fætur. En gamall karl barði það niður aftur og sagði: „Við höfum samt nóg að draga, og sleðarnir okkar eru litl- ir“. Þeir voru nefnilega í þann veginn að fara í veiðiferð. — Og hinn dauði varð aftur að hverfa í steindysina sína. Þegar maðurinn fafði fengið ljósið, gat hann farið í veiði ferð- ir og þurfti ekki lengur að lifa af jörðinni. Og með dauðanum kornu sól- in, tunglið og stjörnurnar. Því að þegar einhver deyr, hverfur hann til himins og verður lýs- andi. Lóan Ég heyrði, litla lóan mín, þín Ijóð í morgun fyrst, — Þú flaugst svo létt á himin hátt við holtið þarna nyrzt. Ég þekkti lagið undir eins, já, áður en þig ég sá; það gleymast seint þau ljúfu lög, sem lýsa hjarans þrá. P Tryggur hundur. Einu sinni var hundur á sama heimili og ég. Var hann kallað- ur Liddi og fylgdi alltaf manni, er kallaður var Steini. Var hann svo elskur að honum, að hann mátti ekki af honum sjá. En svo veiktist Steini og dó. Meðan hann lá, sat Liddi alltaf við rúm- ið hans. Og þegar iíkið var tek- ið úr rúminu og lagt til, lagðist Liddi upp í rúmið og þáði hvorki vott né þurt, en tárin runnu af augum hans. Gat ég þá ekki annað en grátið líka, tók hann í fangið og fór að gæla við hann, því að mér þótti mjög vænt um hann, eins og allar skepnur. Dag- inn, sem Steini var jarðsunginn, var Liddi lokaður inni. En ein- hvernveginn komst hann út, án þess nokkur vissi. Og er komið var að gröfinni, sat Liddi þar og bar sig mjög illa. Var hann þá tekinn og farið með hann heirn. Daginn eftir var honum sleppt út, og hvarf hann þá og fannst eigi, þótt leitað væri — hvorki heima né í kirkjugarðinum — fyr en fjórum dögum seinna. Þá fannst hann dauður á leiði vinar síns. Mér fannst ég hafa mikið misst, er Liddi var dauður, og leiddist. Lýkur hér sögunni af Lidda — en ég gleymi honum — aldrei. Verið góð við dýrin! Þóra Sveinsdóttir, 11 ára, 82 G. G,

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.