Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 30
H A R P A N
Kurieis hundur
,Fjót að opna hurðina, Sybil.
Sérðu ekki, að ég er með báðar
hendur fullar? Skelfing ertu
heimsk! Þetta er nóg. Nú getur
þú lokað hurðinni á eftir mér“.
Archie gekk beint að borðinu,
par sem frænka hans sat. Hann
var með fullar hendurnar af
pangi, sem hann hafði fundið
niðri í fjöru og þurkað.
,Hvenær hefur: ,ef þú vilt
gjöra svo vel“ og „þakka þér
fyrir“ verið numið úr notkun?„
spurði frænka hans.
Drengurinn hló glaðlega — en
blóðroðnaði. „Ég ætlaði ekki að
vera ókurteis“, sagði hann. „En
Sybil erfir það ekki. Gerir þú
það, Sybil?“
„Nei“, svaraði litla stúlkan „en
sé held samt að miklu fallegra sé,
að menn tali kurteislega hver
til annars". „Ég veit, að ég átti
að vera kurteis“, svaraði Archie,
„en þú skilur, að ég gléymdi því.
Annars virðast þessar athuga-
semdir ekki ómaksins verðar“.
„Þetta minnir mig á dálítið
æfintýri, sem ég komst í“, sagði
frænka. „Ég var um daginn á
leið til einnar vinkonu minnar,
þegar lítill, óvenju snotur og vel
hirtur hundur vakti athygli mína.
Hann hljóp fram og aftur mjög
órór og var sýnilega í vandræð-
um. Hann kom hlaupandi til
mín, gelti vinalega og dinglaði
90
rófunni, leit á mig bænaraugum,
hljóp nokkur skref, stoppaði og
athugaði, hvort ég fylgdi honum
eftir. Það var eins greinilegt og
nokkur orð, að hann var að biðja
mig um að gera sér greiða. Ég
fylgdi honum niður götuna, fyrir
næsta götuhorn og að húsi, þar
sem hann stoppaði við dyrnar,
leit á mig og dinglaði skottinu.
Allir hefðu hlotið að skilja hann.
„Hér á ég heima, góða frú. Ég
hefi verið lokaður úti; gjörið svo
vel og hringið fyrir mig bjöllunni".
Auðvitað hringdi ég og dyrnar
voru opnaðar og héppi þaut inn.
Takið nú vel eftir. Ég var að
snúa brott. Fyrir innan hurðina
gelti héppi, vinur minn, og mót-
mælandi rödd sagði: „Hvað ætli
hann vanti?“ Síðan opnaðist hurð-
in, og hann kom hlaupandi út
aftur. Strax og hann sá mig, rak
hann upp snöggt, glaðlegt gelt,
dinglaði skottinu í ákafa, og með
öðru „vö-voff“ sneri hann sér
við og hljóp inn. Þetta var greini-
legasta „þakka yður fyrir hjálp-
ina“, sem mælt hefir verið á
hundamáli eða nokkurri annari
tungu. Kallið þið þetta ekki að
hegða sér prúðmannlega ?“ „Jú,
vissulega“, sögðu börnin og Ar-
chie sneri sér virðulega að Sybil
og sagði: „Sybil, opnaðu dyrn-
ar, ef þú vilt gjöra svo vel“.
Hún gerði sem hann bað, og hann