Tónlistin - 01.06.1946, Síða 9
TÓNLISTIN
7
staklingsbundinnar skynjunar, létt
á persónulegu hugsæi tónvitundar
sinnar, þá staldrar liann ögn við,
ihugar farna leið og sér, að hann
á ógoldinn skatt til forfeðranna;
þeirra andi vaknar með honum. Og
liann knýr á luktar dyr fornhvggj-
unnar og leysir úr álagaham hina
steinrunnu söngvabrúði Breiða-
fjarðar, sem síðast hafði tjaldað
hekk Eggerts Ólafssonar í votri vör
hinnar hinztu siglingar. Hér verða
þáttaskipti í lifi Sigvalda. Hann
kveður sér hljóðs á sérstæðu tón-
máli, sem bærist af hjartaslögum
þess, sem hezt hefir verið hugsað
á íslandi. Slik verðmæti verða aldr-
ei metin til fulls. Þau eru hrot af
okkar eigin lifsþrá og leyndustu til-
finningu, þau leiða okkur fyrir hug-
arsjónir, í hverju það sé fólgið að
vera íslendingur og eru því sann-
kölluð leiðarljós á hættunnar tim-
um, er þjóðerni okkar stafar ógn
af aðsteðjandi upplausnaráhrifum,
allskonar eftiröpunarsýki og útlend-
ingadekri. Og i beinu framhaldi
af nýrri dögun og áskorun til á-
taka hljómar enn í eyrum okkar:
Vek-at eg yður at víni
né at vifs rúnum,
heldr vek eg yður at hörðum
Hildar leiki!
Sigvalda Kaldalóns var tónlist
annað en innantómt eyrnagaman;
því að hlutverk hennar er ekki fal-
ið í ærslafullum drykkjuvisum
og innihaldssnauðum mansöngvum.
Hún er tákn þess æðsta og bezta,
er með manninum býr, sett fram
á sérstæðan hátt þjóðbundinnar
hugsunar. Það er ekki nóg að glingra
við tóna, sem af tilviljun berast eyra
okkar eða fingurgóm í sumbli eða
svanna hóp, heldur verður eðlisgró-
in tilfinning, studd af skynsamlegri
íhugun, að visa okkur á rétta leið,
svo að hinn „harði [Hildar]leikur“
skili okkur skírðum og endurnærð-
um í höfn sigurvissu og sjálfstæðis.
Að loknu ævistarfi Sigvalda Kalda-
lóns, þökkum við honum þann
ríkulega skerf, sem hann hefir fram
borið þjóð sinni til handa; og fram-
tíðin mun hefja nafn hans til þess
staðar, þar sem saman standa allir
þeir synir íslenzkrar alþýðu, er heil-
ir voru í hugsun og hreinir i hjarta.
Hallgrimur Helgason.
Slæm meðferð
Einhverju sinni var efnt til Schu-
b e r t-hljómleika i smábæ einum i Aust-
ur-Prússlandi, Schirwindt. Allt x einu
birtist á söngpallinum lögregluþjónn með
hund í bandi. Skelfing grípur um sig
nxeðal áhorfenda, Hástöfum er spurt:
„Hvað er á seiði? Hverju sætir þetta?“
— „No-ja, — mér hefir verið sagt, að
hér væri verið að misþyrma einhverjum
Schubert ...."
Symfónían og steinseljan
Á hljómleikum i gömlu konserthöll-
inni Gewandhaus í Leipzig sátu tvær
rosknar konur og töluðu ákaft saman um
matartilbúing meðan verið var að flytja
symfóníu Haydns í G-dúr með trumbu-
slögunum, sem þær ótal sinnum höfðu
hlustað á. Mitt inn í hina skyndilegu
þögn á eftir gabbendi'num bárust um all-
an salinn þessi skáldlegu vísdómsorð:
„Ég sýð hana með steinselju."
Spilaðu ávallt eins og hlýddi meistari
á þig.
Schumann.