Tónlistin - 01.06.1946, Qupperneq 9

Tónlistin - 01.06.1946, Qupperneq 9
TÓNLISTIN 7 staklingsbundinnar skynjunar, létt á persónulegu hugsæi tónvitundar sinnar, þá staldrar liann ögn við, ihugar farna leið og sér, að hann á ógoldinn skatt til forfeðranna; þeirra andi vaknar með honum. Og liann knýr á luktar dyr fornhvggj- unnar og leysir úr álagaham hina steinrunnu söngvabrúði Breiða- fjarðar, sem síðast hafði tjaldað hekk Eggerts Ólafssonar í votri vör hinnar hinztu siglingar. Hér verða þáttaskipti í lifi Sigvalda. Hann kveður sér hljóðs á sérstæðu tón- máli, sem bærist af hjartaslögum þess, sem hezt hefir verið hugsað á íslandi. Slik verðmæti verða aldr- ei metin til fulls. Þau eru hrot af okkar eigin lifsþrá og leyndustu til- finningu, þau leiða okkur fyrir hug- arsjónir, í hverju það sé fólgið að vera íslendingur og eru því sann- kölluð leiðarljós á hættunnar tim- um, er þjóðerni okkar stafar ógn af aðsteðjandi upplausnaráhrifum, allskonar eftiröpunarsýki og útlend- ingadekri. Og i beinu framhaldi af nýrri dögun og áskorun til á- taka hljómar enn í eyrum okkar: Vek-at eg yður at víni né at vifs rúnum, heldr vek eg yður at hörðum Hildar leiki! Sigvalda Kaldalóns var tónlist annað en innantómt eyrnagaman; því að hlutverk hennar er ekki fal- ið í ærslafullum drykkjuvisum og innihaldssnauðum mansöngvum. Hún er tákn þess æðsta og bezta, er með manninum býr, sett fram á sérstæðan hátt þjóðbundinnar hugsunar. Það er ekki nóg að glingra við tóna, sem af tilviljun berast eyra okkar eða fingurgóm í sumbli eða svanna hóp, heldur verður eðlisgró- in tilfinning, studd af skynsamlegri íhugun, að visa okkur á rétta leið, svo að hinn „harði [Hildar]leikur“ skili okkur skírðum og endurnærð- um í höfn sigurvissu og sjálfstæðis. Að loknu ævistarfi Sigvalda Kalda- lóns, þökkum við honum þann ríkulega skerf, sem hann hefir fram borið þjóð sinni til handa; og fram- tíðin mun hefja nafn hans til þess staðar, þar sem saman standa allir þeir synir íslenzkrar alþýðu, er heil- ir voru í hugsun og hreinir i hjarta. Hallgrimur Helgason. Slæm meðferð Einhverju sinni var efnt til Schu- b e r t-hljómleika i smábæ einum i Aust- ur-Prússlandi, Schirwindt. Allt x einu birtist á söngpallinum lögregluþjónn með hund í bandi. Skelfing grípur um sig nxeðal áhorfenda, Hástöfum er spurt: „Hvað er á seiði? Hverju sætir þetta?“ — „No-ja, — mér hefir verið sagt, að hér væri verið að misþyrma einhverjum Schubert ...." Symfónían og steinseljan Á hljómleikum i gömlu konserthöll- inni Gewandhaus í Leipzig sátu tvær rosknar konur og töluðu ákaft saman um matartilbúing meðan verið var að flytja symfóníu Haydns í G-dúr með trumbu- slögunum, sem þær ótal sinnum höfðu hlustað á. Mitt inn í hina skyndilegu þögn á eftir gabbendi'num bárust um all- an salinn þessi skáldlegu vísdómsorð: „Ég sýð hana með steinselju." Spilaðu ávallt eins og hlýddi meistari á þig. Schumann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.