blaðið - 17.08.2006, Side 16

blaðið - 17.08.2006, Side 16
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árog dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Fangar eru líka fólk Blaðið hefur sagt fréttir af yfirfullum fangelsum. Þar hefur komið fram að fangelsin eru ekki bara yfirfull, sum standast ekki kröfur og við þau hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir. Svo bág er staðan að fangelsismála- stjóri, sem virðist vera hinn vænsti embættismaður, hefur sagt að hann vilji ekki bera ábyrgð á því hvernig komið er og hyggist láta af embætti. Ábyrgðin er ekki bara fangelsismálastjóra. í áraraðir hefur verið beðið eftir nýju fangelsi. Það hefur hins vegar verið sett til hliðar af nokkrum dómsmálaráðherrum. Þeir virðast eiga það sameiginlegt að hafa sett lausnir á bráðum vanda í bið, kannski þar sem fangar eru ekki í uppáhaldi hjá okkur hinum og mæta ekki sama skilningi og aðrir. Það er samt skylda samfélagsins að búa að öllum með sæmilegum hætti, líka þeim sem hafa brotið gegn okkur hinum. Öllum samfélögum fylgir margbreytileiki, jafnt jákvæður sem neikvæður. Það er hrein og klár skylda okkar að búa betur að refsiföngum en við gerum nú. Dómsmálaráðherra verður að láta til sín taka og þoka brýnu máli áfram. Sú staðreynd ein, að ekki er pláss í fangelsum fyrir fleiri, dugar til að viðurkenna neyðarástand. Við bætist að þau okkar sem brjóta af sér verða að bíða mánuðum saman frá því að dómur er kveð- inn þar til unnt er að hefja afplánun. Það er ósanngjarnt og eykur jafnvel á refsinguna, langt umfram það sem dómarar hafa ákveðið. Svo margir eru vistaðir í gæsluvarðhaldi að ekki er unnt að koma fleiri föngum að. Það er afleitt og ekki síður sú staðreynd að við beitum gæslu- varðhaldi af meiri hörku en flestar nálægar þjóðir. Það er ekki bara að við höfum þröng og yfirfull fangelsi, sem jafnvel eru ekki samboðin einum né neinum, heldur höfum við farið þá leið að beita einangrun af meiri fanta- skap en aðrar þjóðir. Það er ekki til sóma að bæta ekki úr og það er ekki hægt að ár eftir ár sé jafn sjálfsagt mál og nýtt fangelsi látið mæta afgangi. Auk þess hefur verið bent á að það kostar mikið að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi á Litla-Hrauni, fjarri lögreglu, fjarri dómsölum og fjarri lögmönnum. Ferðir fram og til baka kosta peninga og tíma. Rök um peninga eru oftast einföldust og mæta mestum skilningi, jafnvel þau duga ekki hér. Erfiðara er að beita rökum um heill og hag fárra, ekki síst þegar talað er um fanga. Vissulega er staða þeirra slæm og á kannski að vera það. Það er slæmt að vera sviptur frelsi og bara þess vegna er hægt að segja að staða fang- ans sé slæm, en það er ekki okkar að auka á raunir þeirra og aðstandenda með því að búa að föngum einsog við gerum. Hver og einn sem kemur úr af- plánun sem betri maður, tekur virkan þátt í samfélaginu, snýst frá fyrri nið- urlægingu, öðlast frið og hamingu er meira virði fyrir okkur öll en svo að við getum sæst á að aðbúnaður fanga sé með þeim hætti að úr fangelsum sé nánast engin von að komi betri einstaklingar en fóru inn. Ef í útreikningana sem ráða frestun úrlausna ár eftir ár hefur gleymst að setja inn sálarheill, lífsgleði og það að gera vafasaman mann góðan, er best að reikna upp á nýtt. Fangar eru nefnilega líka fólk. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Slmbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiöja Morgunblaösins Dreifing: (slandspóstur SKOTVEIÐI MIÐVIKUDAGINN 23. ÁGÚST blaðió Auglýsendur, upplýsingar veita: Katrín L. Rúnarsdóttir • Sími 510 3727 • Gsm 856 4250 • kata@bladid.net Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 6912209 • maggi@bladid.net 16 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaðið írtEMM...FVWiefi!FFfí>í AvM 06 T\VfíM. ÉO Vtvp ftGr tllT>F£Í íflTC Á s ap &nm 5WW. jf Oryggisæði Mér skilst að ég fái ekki hafa með mér bók að lesa í flugvélinni næst þegar ég heimsæki Bandaríkin, hvað þá fartölvuna eða iPod spil- arann minn. Og ekki heldur vatn að drekka. En fæ þó blessunarlega að bera peningana mína í glærum plastpoka og hugsanlega lyf líka ef mikið liggur við. Mögulega fæ ég eitthvað að lesa um borð. Breska lögreglan kom að sögn í veg fyrir að hryðjuverkamenn myndu sprengja tug flugvéla yfir Atlantshafi nú á dögunum og það hefur haft þessi áhrif á flugsamgöngur. Eftir hryðju- verkaárásirnar n. september 2001 var verulega hert á öryggiskröfum á flugvöllum með tilheyrandi óhag- ræði, en eftir að fréttirnar bárust frá Englandi í síðustu viku hefur öryggisviðbúnaðurinn verið aukinn svo mjög að flugsamgöngur á Vestur- löndum eru við það að lamast. I Eng- landi hefur þriðja hverju flugi verið frestað undanfarna viku, biðtími á flugvöllum hefur margfalldast og allt er gengið úr skorðum. Nú er sagt að þessi aukni viðbúnaður verði jafn- vel varanlegur. Sigur óttans Svo virðist því sem hryðjuverka- mönnunum þurfi ekki einu sinni að takast að fremja ódæðisverk sín til að lama jafnmikilvæga innviði Vesturlanda og flugsamgöngur eru. Óttinn einn hefur orðið til þess að öryggisæði hefur runnið á stjórn- völd á Vesturlöndum sem hafa upp á eigin spýtur heft ferðafrelsi borg- ara sinna með framangreindum aðgerðum. Ástæðan fyrir þessum óhemju öryggisviðbúnaði er að sögn sú að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk í flugi. Sem betur fer urðu hryðjuverkaárásirnar á lest- arstöðvum í Madríd 11. mars 2003 ekki til þess að komið væri á sein- virkri öryggisgæslu við alla braut- arpalla. Og enn geta menn ferðast með skipum og rútum án þess að fara í gegnum vopnaleit. Samt er hægt að vinna umtalsverð voða- verk með slíkum samgöngutækjum og mun auðveldara að koma því við enda öryggisgæsla lítil. Því hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna hryðjuverkamenn sprengja ekki lestar, strætisvagna og skip i meira mæli? Táknmynd á flugi Kannski erþað ekki eyðileggingin sjálf sem mestu skiptir fyrir hryðju- verkamenn heldur miklu frekar að geta sýnt fram á að þeir hafi mátt til að vinna bug á öryggisviðbúnaði Vesturlanda. Þannig er flugið orðið að táknmynd fyrir hryðjuverka- ógnina. Það er orðinn táknrænn sigur fyrir hryðjuverkamenn að geta grandað vestrænni flugvél. Ef enginn öryggisviðbúnaður væri, þá væri á engu að vinna bug. Einmitt þess vegna telja ógnarverkamenn svo miklu meiri ávinning í að sprengja upp flugvél heldur en lest eða strætisvagn. Upp úr miðri tuttugustu öld var í tisku meðal hryðjuverkamanna að ræna flugvélum og hóta að myrða bæði farþega og áhöfn yrði kröfum þeirra ekki mætt. Það var ekki fyrr en vestræn stjórnvöld tóku upp þá einörðu stefnu að neita alfarið að semja við hryðjuverkamenn að voða- verkamönnum lærðist að þýðing- arlaust er að ræna flugvélum. Það sama á við nú. Ef Vesturlandabúar eru staðfastir í að láta hryðjuverka- menn ekki breyta lifnaðarháttum sínum, líka hvað flugsamgöngur varðar, þá munu hryðjuverkamenn- irnir sjá að gagnslaust er að sprengja upp flugvélar. En láti menn hins vegar hryðjuverkaógnina verða til að hefta ferðafrelsi Vesturlandabúa er það eins og að semja við hryðju- verkamenn og verður aðeins til að magna ógnina enn frekar. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Klippt & skorið Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra hafa sent Þorgeiri Pálssyni, flug- málastjóra, bréf þar sem þau lýsa yfir áhyggjum vegna breytinga á vaktkerfum flugumferðarstjóra og vara sérstaklega við slæmum afleiðingum, sem þær geti haft á „heilsu og félagslíf starfsmanna." Nú skal ekki fullyrt hér hvort það er rétt athugað hjá þeim að félagslíf flugum- ferðarstjóra sé í stórhættu vegna þessa, enda sjálfsagt æskilegt að það sé ekki of fjörugt. En áhyggjur af heilsu flug- umferðarstjóra eru vissulega á rökum reistar í Ijósi þess dularfulla faraldurs, sem herjað hefur á flugumferðarstjóra að undanförnu. Er raunar með ólíkindum að Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin hafi ekki gert rannsókn á honum, en veikindin leggjast einungis á flugumferð- arstjóra og greinast ekki með hefðbundnum aðferðum læknisfræðínnar. Frá Kúbu berast þær fregnir að Fídel Kastró sé ódauður enn, en nokkur vafi lék á hvort hann væri enn þessa heims eftir óvænt veikindi. En varla kemur það mörgum á óvart að heilsan sé tekin að gefa sig hjá hinum áttræða einræðisherra, en enginn núlifandi einræðisherra heimsins hefur setið jafnlengi, í 46 ár. En Kastró þarf samt að sitja á valdastóli í þrjú ár enn til þess að slá við Kim II Sung i Norður-Kóreu, en hann lést árið 1994 ogerenndauður. # hætt er að segja að hann hafi vakið athygli, fréttaflutningur Berlingske Tidende um óvenjulegar hækkanir á gengi allra skráðra félaga sem FL Group hefur fjárfest í, kortéri fyrir hálfsársuppgjör FL Group, en gengið lækkaði lóðbeint aftur eftir uppgjör. Lét blaðið að því liggja að FL Group hafi hækkað gengið með handafli. Hér er um alvarlegar ásakanir að ræða, en þeim mun sérkennilegra er hvernig Fréttablaðið tekur á málinu. Þar mátti í gær lesa álit Hannesar Smárasonar á málinu, sem telur fréttina hið versta níð og rakti það helst til fyrirhugaðrar samkeppni Nyhedsavisen við Berling, en veruleg eignavensl eru á milli FL Group og Dagsbrúnar, sem á bæði Fréttablaðið og Nyheds- avisen. En hið merkilega er að hvergi er minnst á hina efnislegu umfjöllun, sem vekur þessi sterku viðbrögð. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.