blaðið - 13.10.2006, Síða 29

blaðið - 13.10.2006, Síða 29
blaðið Um helgina... Það er ætið gaman að lesa um ástir fræga fólksins og þá er ekki síðra að horfa til fortíðar en til Hollywood. Nýlega kom út bókin Love and Louis XIV: The Women in the Life of the Sun King en þar segir frá einvaldskonung- inum Lúðvík XIV og konunum í lífi hans. Prýðileg skemmtun á svölu haustkvöldi. Málverkið eftir 1980 er ný sýn- ing sem opnuð var um síðustu helgi. Tilvalið er að gera sér ferð þangað og kynna sér ís- lenska myndlist síðasta aldar- fjórðung. Það er skemmtilegt, fræðandi og kostar ekki krónu. Þessa dagana er enginn maður með mönnum nema hann hafi kynnt sér verk hinnar indversk- ættuðu Kiran Desai sem hlaut hin virtu Man Booker-verðlaun [ vikunni. Dóm- nefndin hélt ekki vatni yfir skáld- sögu hennar The Inheritance of Loss en sagan þykir skrifuð af hlýju og mann- legu innsæi. Tékkneski leikstjórinn Milos Forman er kvikmyndaáhuga- mönnum að góðu kunnur. Árið 1984 gerði hann hina frábæru mynd Amadeus sem fjallar um skrautlegt líf Wolfgangs Amadeus Mozarts. Kvikmyndin er mikið augna- og eyrnakon- fekt enda vandað til allra bún- inga og um tónlistina þarf ekki að fjölyrða. Þetta er mynd sem ætti að setja reglulega í tækið. I? Blóðhola og Halkíon Laugardaginn 14. október klukkan 15.00 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Eirún Sigurðardóttir sýnir í Ásmundarsal. Sýningin nefnist Blóðhola. Eirún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Islands 1996 og Hochschule der Kunste Berlin 1998. Hún er stofnandi og 1/3 Gjörninga- klúbbsins og hefur sýnt víða undir hans nafni frá 1996. I tengslum við sýninguna verður gefin út bók með myndum og teikningum eftir Eirúnu og textum eftir leikhúsfræðinginn Unu Þorleifsdóttur og mynd- listarkonuna Gunnhildi Hauks- dóttur. Pétur örn Friðriksson sýnir í Gryfju og Arinstofu. Á sýning- unni, sem nefnist Halkíon, eru ný og eldri verk; farartæki, fyrirbæramódel og landhermar. Elstu verkin eru 15 ára og þau sem eru ný eru byggð á eldri verkum og sýningum. Þetta er níunda einkasýning Péturs. Hann útskrifaðist frá Myndlista- og handfðaskóla íslands 1990 og AKI, Akademie voor Kunst en Industrie 1994. Hann hefur tekið þátt í um það bil hundrað sýningum. )N!N9I.U A HEILSARSDEKKJUM oa óneqldum vetrardekkium Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík www.gvs.is Hjólbar&ahöllin Fellsmúla 24, 108 Reykjavík www.hollin.is Delckiö Reykjavíkurvegi 56, 221 Hafnarfjöði Bæjardekk Langatanga la, 270 Mosfellsbær mán.-fös. 8-18:30 laugardaga. 9-15 man. -tös. 8-18 laugardaga. 10-14 Hjólbaröaviögeröin Dalbraut 14, 300 Akranesi Þjónustustöö Esso Geirsgötu 19, 101 Reykjavík HjólVest Ægisíðu 102, 107 Reykjavík 551 1968 431 1777 552 3470 Forftumst bi&ra&ir

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.