blaðið - 13.10.2006, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006
blaðið
Stjörnurnar eru
bara manneskj-
ur eins og við
hin,“ segir Karl
Berndsen hár-
greiðslumeistari,
förðunarmeist-
ari, búðareigandi og margt fleira.
Hann hefur unnið við það síðustu
mánuði að greiða stúlkunum í Sug-
ababes.
„Þetta eru bara ungar stúlkur
sem hafa heilan her af fólki til
að þjóna þeim, gera þær sætar og
vernda þær allan sólarhringinn.
Það er ótrúleg lífsreynsla að fá að
vera með í þessu liði og ég tel mig
vera mjög heppinn að fá að vinna
með þessum hæfileikaríku stúlk-
um,“ segir Karl.
„Ég lærði hárgreiðslu fyrir mörg-
um árum á Salon Veh, eftir það fór
ég til London og lærði förðun. Svo
kom ég heim og átti Kompaníið en
eftir að ég seldi það er ég búinn að
vera á milli íslands og London, og
það eru orðin nokkur ár sem ég hef
verið á þessu flakki. 1 dag er ég mik-
ið hérna heim því ég á verslunina
Næs Connection með systur minni
og mági en svo er ég líka mjög mik-
ið úti í London. Ég er með umboðs-
skrifstofu í London sem finnur
handa mér störf við hárgreiðslu úti,
hún kom mér einmitt í samband
við Sugababes," segir Karl.
Ofurskvísurog prímadonnur
„Þær eru frábærar, stelpurnar í Sug-
ababes, og ég er búinn að fá tækifæri
til þess að ferðast mikið með þeim.
Þetta eru auðvitað bara venjulegar
stelpur um tvítugt og þær vilja fá
að lifa sínu lífi. Ég man sérstaklega
eftir einu atviki þar sem við áttum
að mæta eitthvert klukkan fimm en
ein þeirra lét eitthvað bíða eftir sér.
Klukkan átta vorum við enn að bíða
en þá hafði stúlkan ákveðið að fara
í bíó og við þurftum bara að bíða á
meðan. Þegar hún loksins kom svo
út í bíl þurftum við að drífa okkur
alveg ótrúlega mikið og ég hafði
klukkutíma til þess að græja hárið
á þeim öllum og svo þurfti að gera
allt hitt líka, mála sig, klæða sig
og allt. Þetta var ekkert lítil pressa
því þær vilja að sjálfsögðu alltaf líta
óaðfinnanlega út og kröfurnar eru
ekkert minni þó að tíminn sé lítill,"
segir Karl.
Slúður úr bransanum
„Það er alltaf eitthvert slúður í
þessum bransa. Sugababes-stelp-
urnar eru samt tiltölulega stilltar
og svo lærir maður það líka að
þegja um þessi mál, svona til þess
að halda vinnunni. Ég get samt
sagt frá því að þessar tvær nýju,
Heidi Range og Amelle Berrabah,
sem hafa ekki verið frá byrjun í
bandinu eru báðar á föstu. Keisha
Buchanan sem er sú eina sem hefur
verið frá byrjun er ekki á föstu en
er að hitta þekktan tónlistarmann.
Meira má ég ekki segja, maður vill
ekki hætta á það að missa vinnuna,“
segir Karl.
Fullt af frægum gellum
„Ég hef aðvitað unnið við það að
greiða fleirum en Sugababes. Um
tíma vann ég mikið við það að
greiða á tískusýningum og þá vann
maður auðvitað með öllum þessum
frægu módelum, Kate Moss og fleir-
um. Svo hef ég haft hendur í hári
The Orson, Alice Evans, Gary Kemp,
Jerry Hall, Björk, Rupert Everett,
Martin Amis, Eagle Eye Cherry og
Elle Macpherson. Það merkilegasta
er nú samt að þetta er allt venjulegt
fólk og maður kemst ekkert áfram
nema koma fram við það eins og
manneskjur, þó þetta séu stórstjörn-
ur. Maður verður eiginlega svona
hálfdofinn fyrir því að þetta séu
stjörnur. Um leið og maður hefur
unnið með þessum eða hinum er
maður strax farinn að huga að þvi
að stíga næsta skref og mann lang-
ar að vinna með einhverjum sem er
enn stærri,“ segir Karl.
„Eina stjarnan sem ég hef unnið
með og mér hefur virkilega fund-
ið mikið til koma að fá að hitta er
Jerry Hall. Hún er eitthvað eldri en
ég og ég hef horft á hana síðan ég
var krakki. Ég var mjög stressaður
þegar ég var að fara að hitta hana
og sérstaklega kannski af því að
ég stama. Mér finnst oft erfitt að
kynna mig, en það gerði það bara
að verkum að ég kom eiginlega
betur út en ég átti von á. Ég varð
eiginlega bara að þöglu týpunni
og það kom kannski út eins og ég
væri pínulítið merkilegur með mig.
Þetta var samt alveg að hitta í mark-
ið hjá Jerry Hall og hún hrósaði mér
mikið þegar ég var búinn að greiða
henni. Aftur á móti rak hún förðun-
arfræðinginn sem var síblaðrandi
út, því hann var svo yfirgnæfandi,“
segir Karl.
Harður bransi og mikil samkeppni
„Ég er náttúrlega búinn að vera
mjög lengi í þessu harki en ég hef
þurft að leggja mjög hart að mér.
Það er ekkert sjálfsagt að fá tæki-
færi til að vinna með stjörnum á
borð við Sugababes. Það eru mörg
þúsund manns sem bíða eftir því
að þú klikkir svo að þeir geti fengið
starfið þitt. Flestir sem eru í þessum
bransa eiga þá ósk heitasta að fá að
vinna með fræga fólkinu og fá tæki-
færi til þess að greiða þeim á hverj-
um degi. Það eru margir sem bítast
um hverja stöðu og maður þarf að
leggja sig allan fram. Ég hef komist
áfram á einskærri þolinmæði og
eljusemi en ég mundi ekki mæla
með þessu við nokkurn mann svona
eftir á að hyggjasegir Karl.
Gott jafnvægi
„Það er frábært að geta verið í þess-
um harða bransa og geta svo skropp-
ið heim til íslands öðru hvoru og ve-
senast í búðinni minni. Við kaupum
fötin úti, þau eru flutt heim og ég
kem heim og mynda þau og sé um
markaðsmálin, auglýsingar og svona
en svo sér systir mín um að selja þau
í búðinni okkar í Hæðarsmára 4. Það
er gaman að vesenast í þessum tísku-
heimi og ég hef í raun komið að flest-
um hliðum þessa geira,“ segir Karl.
kristin@bladid.net
Karl Berndsen hefur greitf
Kate Mossr Elle Macpherson
og Sugababes:
viðtal