blaðið - 17.11.2006, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
blaðið
Trúnaðarskýrsla um störf rektors Háskólans á Bifröst:
Sakaður um hylmingar og hótanir
■ Rektor sagður hafa misnotað peninga skólans ■ Sagði af sér í gær ■ Nafnlausar ávirðingar
Sagður hafa sýnt
gerræðislega tilburði
og misnotað aðstöðu
sína Runólfur Ágústsson,
rektor Háskólans
á Bifröst
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
ars í veðmál og með því að bjóða út-
völdum nemendum til útlanda.
Guðjón segir stjórn skólans ekki
geta tekið mark á nafnlausri kæru.
„Það er ekki hægt fyrir stjórn Háskól-
ans á Bifröst eða nokkurn annan að
taka nafnlausar ávirðingar og kærur
á hendur nokkrum manni alvarlega.
Það hefði verið allt annað ef á bak
við þetta hefðu verið andlit og nöfn
sem hefðu þorað að staðfesta sínar
frásagnir."
Ófriður sem skaðar skólann
1 gær sendi Runólfur svo frá sér
yfirlýsingu þar sem hann segir starfi
sínu lausu og vill hann með því stilla
til friðar. I yfirlýsingunni segist Run-
ólfur hafa gefið skólanum allt sitt líf,
tíma og orku en hann sé ekki tilbú-
inn til að fórna einkalífi sínu. Sú per-
sónulega aðför sem að honum hafi
verið gerð hafi bitnað á fjölskyldu
hans og nánustu vinum og samstarfs-
mönnum. Ófriðurinn hafi skaðað
allan skólann og truflað bæði nem-
Alvarlegar ásakanir á hendur Run-
ólfi Ágústssyni, rektor Háskólans á
Bifröst, eru lagðar fram í trúnaðar-
skýrslu sem nemendur sendu stjórn
háskólans. Er Runólfur sakaður
um að hafa margítrekað brotið siða-
reglur skólans og jafnframt sínar
eigin umgengnisreglur. Höfundar
skýrslunnar vildu ekki koma fram
undir nafni af ótta við skólayfirvöld
og vissan hóp nemenda. Er talað um
hræðsluáróður og ítrekaðar hótanir.
Runólfur sagði af sér sem rektor skól-
ans í gær en í yfirlýsingu sem hann
sendi frá sér kemur fram að hann
vilji með uppsögn sinni stilla til
friðar innan háskólasamfélagsins.
Naut stuðnings stjórnar
„Þetta er algerlega að frumkvæði
Runólfs og ég harma það að þetta
skuli vera niðurstaðan," segir Guð-
jón Auðunsson, stjórnarformaður há-
skólastjórnar. Hann segir stjórnina
hafa staðið heilshugar að baki
Runólfi og að
hans hafi ekki
til komin vegna
þrýstings af hálfu
háskólayfirvalda.
Skólafélagið vonast til þess að afsögn rektors
verði til þess að friður og ró komist á skólastarfið
Háskólinn á Bifröst. Nemendur kærðu rektorinn.
„Runólfur naut stuðnings stjórnar en
við virðum ákvörðun hans.“
Kæra á hendur Runólfi fyrir meint
brot á siðareglum skólans barst
stjórninni á mánudaginn. Með kær-
unni fylgdi trúnaðarskýrsla til stjórn-
arinnar þar sem ásakanirnar eru
útlistaðar nákvæmlega með tilvitn-
unum í einstaka atburði.
Skýrslan líkt og kæran sjálf er
nafnlaus en í formála hennar kemur
fram að að henni standa nemendur
við skólann. Þar segir einnig að af
ótta við skólayfirvöld og vissan hóp
nemenda í kjölfar ítrekaðra hótana
og hræðsluáróðurs hafi skýrsluhöf-
undar kosið að halda nafnleynd.
Sagður hafa misnotað peninga
skýrslunni er samgangur Run-
ólfs við nemendur sagður hafa
farið margsinnis út fyrir
velsæmismörk
meðal annars
í tengslum
við drykkju
Harmar
niðurstöðuna
Guöjón Auðunsson,
stjórnarformaður Há-
skólans á Bifröst
og stanslausan gleðskap í bústað
rektors.
Er Runólfur sakaður um að hafa
stungið alvarlegum ásökunum um
upplýsingaleka um lokapróf undir
stól vegna ástarsambands sem hann
á að hafa átt við þann nemanda sem
lekanum olli.
Þá er hann gagnrýndur fyrir ein-
hliða hækkun skólagjalda án fulls
samráðs við fulltrúa nemenda og að
hafa sýnt gerræðislega tilburði í því
ferli. Einnig er hann sagður hafa sagt
upp kennara án haldbærra eða trú-
legra skýringa.
í skýrslunni er það ennfremur
gefið í skyn að Runólfur hafi mis-
notað peninga skólans meðal ann-
SIÐAREGLUR HÁSKÓLANS
Á BIFRÖST:
■ 1. grein. Öllum meðlimum háskólasam-
félagsins ber að standa vörð um heiöur
skólans og aðhafast ekkert það sem kynni
að verða til þess að rýra álit samfélagsins
á honum. Öllum ber að leggja sig fram um
aö skólinn sinni hlutverki sínu og siðareglur
þessar séu haldnar.
■ 2. grein Starfsfólki og nemendum er
frjálst að gagnrýna stefnu og starfshætti
skólans á málefnalegan hátt
■ 3. grein Kennarar, annað starfsfólk og
nemendur leggja sig fram um að efla frjáls
málefnaleg skoöanaskipti innan skólans
og i samfélaginu
■ 4. grein Einstaklingar innan háskóla-
samfélagsins skulu á ábyrgan hátt huga
að afleiðingum starfa sinna og gjörða fyrir
samfélagi, umhverfi og náttúru.
* 8. grein Starfsfólk og nemendur sýna
hvert öðru virðingu í framkomu, ræðu
og riti. Þau vinna saman af heilindum og
forðast að láta persónuleg tengsl eöa hags-
munl hafa þar áhrlf á.
endur sem og starfsfólk. Þegar blaða-
maður náði tali af Runólfi i gær vildi
hann ekki tjá sig um málið og vísaði
í yfirlýsingu sína.
Uppsögn Runólfs tekur gildi frá
og með næstu mánaðamótum og
mun Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoð-
arrektor skólans, taka tímabundið
við rektorsstöðunni þangað til eftir-
maður frnnst.
nininol
IKEA
minimal • miðhraun 14 • garðabær • sími 517 4008 • (við hliðina á sappos)
opnunartími:
virka daga 14.00-19.00
laugardaga 12.00-16.00
Hringstól! kr. 59.900
Ekta ítalskt leður - hátískuhúsgögn á miklu betra verði