blaðið

Ulloq

blaðið - 17.11.2006, Qupperneq 21

blaðið - 17.11.2006, Qupperneq 21
Jodi Picoult hefur á síðustu árum slegið í gegn með hverri metsölubókinni á fætur annarri og er nú einn umtalaðasti rithöfundur í Bandaríkjunum. Bækur hennar sitja mánuðum saman á metsölulistum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Norðurlöndum og víðar. í þessari bók tekst henni að fjalla um fjölskylduharmleik af nærgætni og visku, varpa fram ótal siðferðilegum spurningum sem snúa að læknisfræði, lögfræði og mannlegum samskiptum en jafnframt skrifa æsispennandi sögu. Anna er ekki veik, en hún gæti allt eins verið það. Aðeins þrettán ára að aldri hefur hún gengist undir ótal skurðaðgerðir, blóðtökur og sprautur svo að eldri systir hennar, Kate, geti tekist á við hvítblæði sem hefur herjað á hana frá barnæsku. Hún hefur aldrei sett spurningarmerki við þetta hlutverk sitt... þar til nú að hún tekur ákvörðun sem mun splundra fjölskyldu hennar og líklega verða systurinni sem hún elskar að íjörtjóni. Frábær spennutryllir um áleitin siðferðileg málefni. Á metsölulistum um allan heim frá því hún kom út 2004. Á ég að gceta systur minnar? er falleg, hjartnæm, áleitin og heiðarleg saga. - Booklist Picoult hefur náð meistaralegum tökum - næstum yfirnáttúrlegum - á því að íjalla um áleitin málefni jafnframt því að skrifa ákaflega læsilega og spennandi sögu ... - Washington Post Persónur Picoult eru svo áhrifamiklar að lesandinn vonar að hann eigi eftir að hitta þær aftur síðar. - USA Today Ein besta bók ársins! Eyjarslóð 9 -101 Reykjavík skrudda@skrudda.is www.skrudda.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.