blaðið - 17.11.2006, Side 28

blaðið - 17.11.2006, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 blaðið Afmælisborn dagsms ROCK HUDSON LEIKARI, 1925 MARTIN SCORSESE LEIKSTJÓRI, 1942 LEE STRASBERG LEIKSTJÓRI OG LEIKARI, 1901 kolbrun@bladid.net Leðurblökur í ævintýrum Græna húsið nefur sent frá sér barnabókina Sólvæng eftir Kan- adamanninn Kenneth Oppel. Bókin fjallar um leður- blökurnar Skugga og Marínu sem leggja upp í mikið ferðalag um hávetur til þess að leita að föður Skugga. Á leiðinni finna þau dularfulla byggingu og inni (henni risastóran skóg þar sem þúsundir leðurblakna láta fara vel um sig í notalegu umhverfi því að nóg er af æti og engir óvinir sjáanlegir. Er þetta Paradís? En af hverju hverfa þá sumar leðurblökurnar sporlaust? Bókin er sjálfstætt framhald af Silfurvæng sem kom út í fyrra. Kápu hannaði Finnur Malm- quist, Rúnar Helgi Vignisson Ástir riddara og hirðmeyja Háskólaútgáfan hefur gefið út Strengleika, safn smásagna um ástir og ævintýri riddara og hirðmeyja. Sögurnar, sem eru 21 að tölu, voru upphaflega skrifaðar fyrir franskt hirðfólk á 12. öld, en þó að efnið sé gamalt fjalla þær um sams konar vandamál og fólk glímir við á okkar dögum og varða ást og hatur, hjónaband, framhjáhald, ófrjósemi, ofríki og ofbeldi. Sögurnar voru þýddar úr frönsku yfir á nor- rænu á 13. öld og Islendingar, sem ávallt hafa kunnað að meta góðar bókmenntir, lásu þær og lögðu út af þeim í eigin verkum. Útgáfan er ætluð al- menningi og henni fylgja bæði ítarlegar skýringar og fróðlegur inngangur eftir dr. Aðalheiði Guðmundsdóttur sem bjó text- ana til prentunar. Ritstjóri er Sveinn Yngvi Egilsson. Ástin og tíminn Ástm og tíminn, tvö sterkustu öflin í mannlegri tilveru, eru meginstefin í Aldingarðinum, nýrri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem inni- heldu>- tólf smásögur. Hún fylgir árs- hríngnum, hver frásögn ber nafn eins mán- aðanna og fléttast þær þannig saman bæði í efni og byggingu. Hulda Vilhjálmsdóttir „Mér finnst ég vera; byggja upp grasrót sem er sífellt að mótast. Upp á yfirborðið er að koma fastur og kröftug- ur stíll - eða ég vona það.“ að Sífelldar tilraunir etta eru tíu stórar mynd- ir og svo fjölmargar litl- ar myndir, yfirlit frá tíu ára ferli,“ segir Hulda Vil- hjálmsdóttir en á morg- un, laugardag, verður opnuð sýning á verkum hennar í Nýlistasafninu. „Það er mjög gaman að fá að sýna stór verk í stórum sal því venjulega hefur maður ekki tækifæri til þess og reyndar hefur maður ekki oft tækifæri til að vinna þau. Mér finnst mjög gaman að vinna stór verk. Það er vissulega erfitt og reynir á mann, er örugglega ekki ólíkt því að skrifa stóra bók. Eg nýt þess að fást við það sem er ögrandi og krefjandi.“ Konan í víðáttunni Þegar Hulda er spurð um við- fangsefni sín í myndlistinni segir hún: „Kvenleg staða í víðáttunni er mér hugleikin. Það má kannski halda því fram að karlmaðurinn sé meiri víðátta en konan og konan sé meira í því að góðursetja. Samt finn ég mig í víðáttunni og í kraftin- um. Þegar ég var sextán ára gömul fór ég í vinnubuxurnar hans pabba, sem var iðnaðarmaður, og það hent- aði mér sem konu að vera í þeim. Þannig vildi ég fara í skólann í stað þess að vera í tískufötum. í vinnu- búningi fnnst mér ég blómstra sem kona.“ í hlutverki vfsindamanns Hulda Vilhjálmsdóttir útskrifað- ist frá málaradeild MHl 2000 og hefur síðan fengist við málaralist. „Ég er alltaf að rannska möguleika málaralistar,“ segir hún. „Mér finnst gaman að vinna með liti og Þráinn Bertelsson í sýningarskrá form og reyni áð þróa mig áfram. Mér finnst ég alltaf vera opin. Þema sýningarinnar er: Grasrót- in er villt og undirheimur málara- listar minnar er villt grasrót. Mér finnst ég vera að byggja upp grasrót sem er sífellt að mótast. Upp á yfir- borðið er að koma fastur og kröft- ugur stíll - eða ég vona það. Ég nýt þess að mála. Þetta er ástríða. Ég þorði ekki að taka ákvörðun um að verða starfandi listamaður fyrr en 1997 þegar ég var 24 ára gömul. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera erfiður heimur. Þetta er erf- ið vinna en ég get ekkert annað. Ég trúi á vinnusemina. Þetta er eins og að vera vísindamaður, maður þarf sífellt að gera tilraunir til að komast að niðurstöðu. Þetta þarf maður að gera alla ævi.“ Þráinn um Huldu Kjarkur, forvitni, einlægni, dulúð, kraftur, vægðarleysi, seigla, kímni, angurværð, innsæi - þetta eru fyrstu tíu ástæðurnar sem mér detta i hug þegar ég velti því fyrir mér hvers vegna ég er svo hrifinn af mál- verkunum hennar Huldu. menningarmolinn tekur við ríki Á þessum degi árið 1558 lést Mar- ía Englandsdrottning og hin 25 ára gamla hálfsystir hennar, Elísabet, tókvið ríkinu. María og Elísabet voru dætur Hin- riks 8. María var kölluð Blóð-María vegna ofsókna hennar gegn mót- mælendum. Á fimm ára valdatíma Maríu var samband systranna afar stormasamt og Elísabet sat um tíma í Tower of London sökuð um þátt- töku í samsæri mótmælenda gegn drottningu. Elísabet ríkti vel og lengi og Eng- land varð stórveldi undir hennar stjórn. Hún gekk aldrei í hjónaband og var kölluð meydrottningin. Hún lést árið 1603 og er minnst í sögunni sem eins merkasta þjóðhöfðingja Englands. Elísabet 1

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.