blaðið - 17.11.2006, Page 33

blaðið - 17.11.2006, Page 33
blaðió FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 33 er sjúkdómurinn læknanlegur með skurðaðgerð. Ef við leitum með þessu móti að sjúkdómnum hjá ein- kennalausu fólki, þá finnum við hann á stigi eitt hjá 8o prósentum þeirra sem hafa lungnakrabbamein,“ segir Halla sem bindur miklar vonir við þessar rannsóknir. Sjálf hefur hún setið í stýrihópi rannsóknar í Danmörku þar sem sneiðmyndatæknin er notuð til að fylgjast með hópi reykingamanna. „Þetta er slembirannsókn, það er helmingur þátttakanda fer í sneið- myndarannsókn einu sinni á ári í fimm ár en hinn helmingúrinn aðeins í byrjun rannsóknarinnar. Síðan verður fylgst með hvort það komi lungnakrabbi eða ekki og þá á hvaða stigi og hvort við náum að finna hann nógu snemma til að geta læknað hann,“ segir Halla sem telur að ef aðferðin gefi góða raun verði í framtíðinni hugsanlega hægt að boða fólk sem er í áhættuhópi reglulega í eftirlit eins og gert er með brjóstakrabbameinseftirlit nú á dögum. „Það er líka hluti af þessari dönsku rannsókn að kanna hvaða áhrif það hefði á reykingavenjur fólks að taka þátt í svona rannsókn og grein- ast með breytingu þó að hún hafi kannski ekki verið illkynja. Hvort það hvetti fólk til að hætta reyk- ingum. Við búumst frekar við því en það er rannsókn í gangi sem mun leiða það í ljós hvort það hafi áhrif,“ segir Halla. Má gera betur í tóbaksvörnum Reykingar eru helsta orsök lungna- krabbameins i heiminum auk þess sem efni á borð við þungmálma og asbest geta verið krabbameinsvald- andi. Betur er þó hugað að vinnu- verndarmálum og heilsusamlegum aðstæðum nú en áður og því ætti vægi þeirra þátta að fara minnkandi. Óbeinar reykingar eru einnig stór áhættuþáttur en þær auka áhættuna á að fá sjúkdóminn um 20 prósent. „Það er núna fyrst sem við erum að banna reykingar á börum og veitingastöðum. Skaðinn er skeður þannig að við sjáum ekki minnkun á lungnakrabbameini fyrr en eftir tíu til tuttugu ár meðal fólks sem vinnur á þessum stöðum. Við erum sem betur fer mjög fram- arlega í tóbaksvörnum en það má alltaf gera betur. 1 Danmörku þar sem ég var að vinna eru menn langt á eftir. Það er að breytast hröðum skrefum til hins betra. Þegar ég byrjaði að vinna á spítalanum í Dan- mörku máttu sjúklingar reykja inni á stofum ef stofufélagar voru sam- þykkir og starfsfólkið reykti líka inni á vaktinni þar sem við vorum að vinna," segir Halla og bætir við að þetta heyri sem betur fer fortíð- inni til. Fólk misnæmt fyrir krabba- meinsvaldandi efnum Því fyrr sem maður hættir að reykja, þeim mun minni líkur eru á að maður fái lungnakrabbamein að sögn Höllu. „Efmaðurhættiraðreykjasextugur þá minnkar maður áhættuna um 40 prósent. Ef maður hættir að reykja fimmtugur þá minnkar maður hana um 50 prósent og svo koll af kolli. Ef maður hættir þrítugur þá er maður nánast án aukinnar áhættu. Maður getur því helmingað áhættuna ef maður hættir á miðjum aldri og það er talsvert mikið,“ segir Halla. Meðalaldur þeirra sem greinast með lungnakrabbamein er 62 ár og Halla segir að gamla mýtan sé sú að lungnakrabbameinssjúklingar séu sjötugir menn sem hafi reykt alla ævi. Þeir sem reykja í hófi geta einnig fengið sjúkdóminn og 10 prósent sjúklinga hafa aldrei reykt. Rannsóknir benda til þess að fólk sé misnæmt fyrir krabbameinsvald- andi efnum í tóbaksreyk. „Það eru ensfm í líkamanum sem sjá um að losa okkur við krabba- meinsvaldandi efni og sumir hafa ensím sem eru mjög lengi að vinna þannig að krabbameinsvaldandi efni eru mjög lengi að skolast út úr líkamanum. Þessu fólki er hættara við að fá krabbamein," segir Halla og bætir við að í framtíðinni verði hægt að greina fólk fyrirfram í áhættuhópa. „Við erum einmitt að vinna að því í sumum þessara rannsókna að reyna að finna hvaða fólk er í áhættu. Við þekkjum líka fólk sem hefur reykt frá fermingu og er langt yfir nírætt og aldrei fengið kvef í nös. Okkur langar til að finna út hverjir eru í áhættu og beina sjónum okkar að þeim og hjálpa þeim við að hætta að stunda þennan áhættuþátt sem reyk- ingarnar eru,“ segir Halla. Tóbaksfyrirtækin ýta undir fíknina Halla segir rétt að fólk velji sjálft að byrja að reykja en oft sé það gert undir þrýstingi. Þannig eru ung- Reykingar eru helsta orsök lungnakrabba- meins í heiminum auk þess sem efni á borð við þungmálma og asbest geta verið krabbameinsvaldandi lingar oft undir félagslegum þrýst- ingi sem geti verið erfitt að standast. „Það sama má segja um fullorðið fólk. Ef fólk reykir ekki á vinnustað er það sums staðar útilokað frá þeim hópi sem reykir. Oft eru þetta félagslegir þættir sem valda því að fólk heldur áfram að reykja þannig að það virðist ekki alltaf vera val að reykja,“ segir Halla og bætir við að tóbaksfyrirtækin hafi náttúrlega líka gert sitt til að gera sígaretturnar eins ánetjandi og hægt er. „Þau hafa bætt við bragðefnum og efnum sem gera það að verkum að nikótínið fer mjög hratt út í blóðrás- ina. Maður fær hratt vellíðunartil- finningu sem hverfur fljótt og þá fær rnaður löngun í næstu sígarettu. Þau eru búin að gera sígaretturnar þannig úr garði að þær ýta undir fíknina,“ segir hún. Þrátt fyrir aukna vitneskju um skaðsemi reykinga og áróður virð- ast reykingar sums staðar vera í tísku. Þær eru til dæmis meira áber- andi í dægurmenningu svo sem bíó- myndum og tónlistarmyndböndum nú en fyrir nokkrum árum og segir Halla að sú þróun sé slæm. Hún segir þó að margt gott hafi verið gert í tóbaksvarnarmálum hér á landi og útlendingar líti margir hverjir til þess með velþóknun. „Það er gaman að segja frá því að fyrir fimm árum stóð ég ásamt öðrum að ráðstefnu um hvernig við getum greint lungnakrabbamein snemma. Þar hitti ég meðal annars Bandaríkjamann sem hafði frétt af störfum Þorgríms Þráinssonar í tób- aksvörnum og hann var mjög hrifinn af hans störfum og hversu vel hefur tekist til við að fá Islendinga til að hætta að reykja. Það reykja þó enn 20-25 prósent af þjóðinni þannig að við eigum enn langt eftir en það er virkilega litið til þess sem gert hefur verið á íslandi. Við verðum bara að halda því áfram og mér finnst eins og þessi tóbaksvarnaumræða sé svo- lítið að deyja út. Það þarf að blása lífi í hana aftur,“ segir Halla Skúladóttir að lokum. Einar.jonsson@bladid.net Ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla íslands: Ný staða íslands í utanríkismálum: Tengsl víð önnur Evrópulönd Ráðstefnan verður haldin í fundarsal Þjóðminjasafns föstudaginn 24. nóvember frá 12:30 til 17:30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tekið er við skráningum á www.hi.is/ams DAGSKRÁ: Opnun - Valgerður Sverrisdóttir; utanríkisráðherra Inngangur Samningaferlið um þátttöku íslands í Evrópusamrunanum - Einar Benediktsson, fv. sendiherra Magn og umfang lagabreytinga vegna EES - Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild HÍ Hvalreki eða skipbrot? Örlög íslensks sjávarútvegs í ESB - Úlfar Hauksson, aðjúnkt við félagsvísindadeild HÍ Eftir i.bandarísku öldina:" Hlutverk annarra Evrópuþjóða í íslenskum utanríkis- og öryggismálum - Valur Ingimundarson, prófessor við hugvísindadeild HÍ Reynsla af fullri aðild að ESB Svíþjóð - Harry Flam, prófessorvið Stokkhólmsháskóla Finnland - Markus Lahtinen, prófessor við Háskólann ÍTampere Pallborðsumræður Kostír og gallar nánari tengsla víð ESB Frá sjónarhóli hagfræði: Landbúnaður og ESB - álitaefni við aðild - Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ Sjálfstæð peningamáiastefna og fákeppni - Gylfi Zoega, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ Evrópuvæðing íslenska vinnumarkaðarins - Lilja Mósesdóttir, prófessor við Háskólann á Bifröst Evra eða ekki evra - Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ Frá sjónarhóli stjórnmála- og sagnfræði: íslenskir stjórnmálamenn og aðild að ESB: Sérstaða eða sérviska - Baldur Þórhallsson, prófessor við félagsvísindadeild HÍ Missa íslendingar sjalfstæðið við inngöngu í ESB? - Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við hugvísindadeild HÍ Marel - Hörður Arnarson, forstjóri Alþýðusamband íslands - Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtök íslands - Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri Creiningardeild Landsbankans - Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur HB Grandi - Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri \iM | is. 0ta Fundarstjóri og %«; stjórnandi pallborðs: ? t Jóhanna Vilhjálmsdóttir Athugið: Takmarkað sætaframboð! Tekið er við skráningum á www.hi.is/ams

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.