blaðið - 17.11.2006, Page 51
blaðiö
-r
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 51
Queen setja met í Bretlandi
Safnplatan Greatest Hits með Queen er mest selda plata allra
tíma í Bretlandi samkvæmt nýrri samantekt. Platan hefur
selst 15.407.587 eintökum sem eru um 600.000 fleiri
eintök en platan Sgt. Peppers Lonely Heartsclub Band-
plata Bítlanna sem situr í öðru sæti.
¥
Pink Floyd hefur áhrif á Linkin Park
Hljómsveitin Linkin Park segist vera undir áhrifum frá Pink Floyd
á nýrri plötu sem þeir vinna nú að. Upptökustjórinn Rick Rubin,
sem vinnur að plötunni með sveitinni, kynnti þá fyrir tóniist Pink
Floyd, King Crimson og fleiri progg-sveita. Afraksturinn má
. MÁM heyra á næsta ári.
i®jn
Mest sel(
plötur allra tíma
Sumir listamenn falla betur j
kramið hjá földanum en aðrir.
Michael Jackson á heimsmetið í
plötusölu, en Thriller er langmest
selda plata allra tíma. Listi yfir
mest seldu plötur allra tíma er
svo hljóðandi:
Motörhead styrkir æskulýðsstarfsemi
Þungarokkshljómsveitin Mo-
törhead styður við bakið á Green-
bank F.C. sem er knattspyrnulið
tíu ára gamalla stráka í Lincoln á
Englandi. Drengirnir keppa í bún-
ingum sem bera nafn og einkennis-
tákn hljómsveitarinnar: Hauskúpu.
1 upphafi hvers leiks er svo hinn
kynngimagnaði slagari „Ace of Spa-
des” leikinn til þess að magna upp
keppnisskapið í strákunum.
Forsprakki sveitarinnar, Lemmy
Kilmister, er þekktur fyrir allt
annað en að vera æskulýðsmála-
frömuður og þvi hefur samstarf
hljómsveitarinnar og fótboltaliðs-
ins vakið töluverða athygli. Aðdrag-
andi málsins er að þjálfari liðsins,
Gary Wight, þekkir Lemmy frá
fornu fari en hann var rótari fyrir
The Stranglers á sínum sokkabands-
árum og hann viðraði hugmyndina
við hann.
Hann segir að Lemmy hafi þótt
tilhugsunin um drengi að spila fót-
bolta í Motörhead-búningum bráð-
fyndin og því slegið til.
Thriller
Michael Jackson
Back in Black
AC/DC
The Dark Side
of the Moon
Pink Floyd
' Um 41 milljón eintök seld
Saturday
t Fever
Um 40 milljón eintök seld