Bændablaðið - 12.04.2005, Side 6

Bændablaðið - 12.04.2005, Side 6
6 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Í Noregi hafa mjólkurframleiðendur til skamms tíma verið sameinaðir í einu samvinnufyrirtæki um vinnslu mjólkur og framleiðslu mjólkurafurða. Fyrirtæk- ið nefnist Tine. Samkvæmt búnaðar- samningi ríkis og bænda í Noregi var Tine skylt að taka við mjólk frá öllum bændum í Noregi á sama verði og selja öllum fyrirtækjum, sem þess óskuðu, mjólk, auk þess sem Tine bjó eitt að ferskvörumarkaði fyrir mjólk og var yf- irgnæfandi stærst á markaði fyrir unnar mjólkurvörur. Fyrir nokkrum árum var stofnað ann- að fyrirtæki í Noregi um móttöku mjólkur og sölu ferskvara, Q-meierier, sem rekið er sem hlutafélag. Þetta fyrir- tæki nýtur stuðnings hins opinbera, á grundvelli þess að æskilegt er talið að samkeppni ríki í framleiðslu og sölu mjólkur og mjólkurafurða eins og í öðr- um viðskiptum. Í samræmi við það njóta Q-meierier árlegs opinbers fjár- stuðnings. Markaðshlutur fyrirtækisins á ferskvörumarkaði er nú um 15-20%. Til að afla sér viðskipta meðal mjólk- urframleiðenda býður fyrirtækið þeim um tveimur íkr. meira á lítra mjólkur en Tine, auk þess sem þeir fá nýjan mjólk- urtank með þvottakerfi í fjósið. Þá setur fyrirtækið þau skilyrði að mjólkin sé af hæsta gæðaflokki. Q-meierier hafa haslað sér völl þar sem mjólkurframleiðsla stendur styrk- um fótum, kúabú eru stór og unnt að ná mikilli mjólk af tiltölulega litlu svæði. Það velur sjálft þá bændur sem það vill skipta við og hafnar viðskiptum þegar því finnast flutningsvegalengdir of langar eða framleiðslumagn of lítið. Á sama hátt velur fyrirtækið sér stóra kaupendur af afurðum sín- um og dæmi eru um að það hafi hafnað viðskiptum við litla kaupendur. Ýmislegt er í óvissu á íslenskum mjólkurmarkaði um þessar mundir. Stofnað hefur verið fyrirtæki um fram- leiðslu og vinnslu mjólkur utan þess framleiðslukerfis sem fyrir er í landinu og vænst er breytinga á styrkjakerfi mjólkurframleiðslunnar með nýjum al- þjóðasamningi um búvöruframleiðslu sem stefnt er að því að afgreiða um nk. ára- mót. Óhætt er að segja að þessi staða hvetji íslenska bænd- ur, og þá einkum kúa- bændur, til að standa þétt saman um hagsmunamál sín. Smátt og stórt Upplag: 14.141 eintök Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Næsta blað Næsta blað kemur út 26. apríl Frestur til að panta stærri auglýsingar er á hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smá- auglýsingar þurfa að að berast í síðasta lagi fyrir fimmtudag fyrir útkomu. Verður þróunin á íslenskum mjólkur- markaði hin sama og í Noregi? Leiðarinn Lífríki jarðar Óneitanlega setti hroll að fólki sem heyrði á dögunum fréttir af nýrri, alþjóðlegri skýrslu um nátt- úruspjöll. Í raun og veru var sagt: Ef mannkynið fer ekki að hysja upp um sig í þessu efni verður jörðin okkar nánast óbyggileg þegar fram líða stundir. Það voru ekki neinir aukvisar sem komust að þessari niðurstöðu, en skýrslan var unnin með aðstoð sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Stöðugt er gengið á auðlindir jarðar og ef fram heldur sem horf- ir fjölgar þeim sem ekki hafa að- gang að hreinu vatni - eða mat- vælum yfirleitt. Margar dýrateg- undir heyra nú sögunni til og aðr- ar eru í bráðri útrýmingarhættu. Tilbúinn áburður skolast af rækt- arlandi í sjó og vötn og veldur þörungablóma sem kæfir fisk eða veldur súrefnisskorti við strendur. Skógarhögg leiðir oft til skorts á úrkomu - og bregðist hún ógnar það skógum og öðrum gróðri. Þurrkun mýra spillir vatnsupp- sprettum og geymslu á vatni, segir í skýrslunni. Svört framtíð Mannskepnan er einkennilega samsett. Ef hún óttast eitthvað á hún það til að sjá ekki hættuna. Talinu er beint í aðrar áttir og já- kvæðari og menn bíða þess sem verða vill. Sendiboðar eru skotnir en það bætir ekki ástandið. Nú er ekki svo að fólk geti ekki gripið til aðgerða til að stemma stigu við þeirri biksvörtu framtíð sem skýrsluhöfundar boða - ef ekkert verður að gert. Gallinn er bara sá að lífsmynstur heilla þjóða verður að taka breytingum. Sóun verður að ljúka og samstarf þjóða verður að taka miklum breytingum frá því sem nú er. Stjórnmálamaður sem vill ná frama í pólitík ræðir ekki við kjósendur sína á þeim nótum sem sjá má í títtnefndri skýrslu. Hann sneiðir samviskusamlega fram hjá óþægilegum staðreyndum - en veltir frekar upp stóriðju- möguleikum og öðru álíka. Kjósendur vilja ekki mann sem hvetur til þess að neyslubrjál- æðinu linni - að fólk noti almenn- ingsfarartæki, reiðhjól og flokki sorp og stoppi í sokka og geri við göt á buxum. Kjósendur vilja ei- lífan hagvöxt og þægileg líf. Þeir sem spá annarri framtíð eru á stundum afgreiddir sem sérvitr- ingar og rugludallar. Svartidauði Því verður ekki á móti mælt að sjúkdómsfaröldrum hefur fjölgað á liðnum árum og nú ræða menn um viðbrögð við farsóttum. Ís- lensk heilbrigðisyfirvöld hafa lát- ið málið til sín taka og hafa m.a. nefnt þann möguleika að landinu verði beinlínis lokað ef upp kemur faraldur á borð við Svartadauða - sem nú er kenndur við fiðurfé og heitir fuglaflensa. Það mun hrikta í stoðum sam- félaga ef farsótt á borð við fugla- flensu herjar á mannkynið. Har- aldur Briem sóttvarnarlæknir segir að það sé í mörg horn að líta ef kemur til ástands af þessu tagi. Hvað sem öðru líður þá verður landið að geta framleitt nóg af matvælum - a.m.k. til skamms tíma. Þar kæmi til kasta íslenskra bænda sem munu gera sitt til að axla það hlutverk. Um aldamótin 1900 komu út sveitablöð allvíða um landið. Eitt þessara blaða hét Gestur og gekk milli bæja í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu árin 1907 og 1908. Það var gefið út í Miðdalsgröf í Kirkjubólshreppi og ritstýrt af bóndanum þar, Halldóri Jóns- syni. Efni blaðsins var að veru- legu leyti um landbúnaðarmál og önnur hagsmunamál hreppsbúa. Í 8. og 9. tbl. Gests árið 1907 birtist í tveimur hlutum grein eftir Finn Jónsson, bónda í Vonarholti í Kirkjubólshreppi. Nefndist sú grein „Nokkrar athugasemdir um búnaðarástandið“. Hér á eftir fylgir lítillega stytt útgáfa af grein Finns. Þau viðhorf sem þar koma fram varpa ljósi á sýn íslensks bónda á framtíð landbúnaðarins og þróun atvinnumála í landinu við upphaf vélvæðingar í íslenskum sjávarút- vegi og landbúnaði. Seinni hluti greinarinnar birtist í næsta tölublaði Bændablaðsins. „Nokkrar athugasemdir um búnaðarástandið. Engum þeim, er alvarlega at- hugar búnaðarástandið eins og því er nú varið dylst það, að búnaðurinn hlýtur að taka allmiklum breyting- um í framtíðinni, frá því sem nú er. Samkeppnin á milli landbúnað- arins og sjáfarútvegsins er nú kom- inn á svo hátt stig, að lítil líkindi eru til annars en búnaðurinn verði að lúta í lægra haldi að minnsta kosti fyrst um sinn. Það má nú heita svo að hjer um pláss fáist varla lausbeislaður vinnumaður í vist nema helst ung- lingar sem eru að komast upp. Fleiriparturinn tínist smátt og smátt vestur að hinu gullauðga Ísafjarð- ardjúpi í glauminn og sollinn þar, og sem hefir sínar eðlilegu orsakir, en sem þó er til stórtjóns fyrir okk- ur bændur, þar sem vinnuhjúa- skorturinn er svo almennur að það eru örfá heimili, er hafa nógan vinnukraft árið um í kring. Að undanförnu hefir það verið almennt að fá kaupafólk frá Djúp- inu að sumrinu, en nú er einnig svo komið að varla er unt að fá kaupa- fólk þaðan, síst karlmenn, nema lít- ið eitt, og þá með uppskrúfuðu kaupi, sem bændur rísa naumast undir að borga nema þegar best lætur í ári með heyskapinn. Þetta stafar af fiskiveiða breytingunni: mótorbátaútvegnum þar, því nú er farið að halda þeim almennt úti að sumrinu og útheimtir það mikinn mannafla.“ Framtíð landbúnaðarins ... fyrir 100 árum Fyrri hluti Sagan... Bjartsýnir bændur Óhætt er að fullyrða að bjartsýni hafi einkennt aðalfundi kúa- og sauðfjárbænda í síðustu viku. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði á fundi Landssambands kúabænda að kvartandi atvinnugrein skapaði sér ekkert annað en ímynd stöðnunar, von- og tilgangsleysis. „Það er sannarlega ekki doði og drungi yfir kúabændum. Það er sannarlega ekki doði og drungi yfir sauðfjárbændum, sem í gær settu sinn aðalfund og þar lýsti formaður þeirra yfir að bjart væri yfir sauðfjárrækt, „sagði Haraldur og bætti við að það hefði ekki gerst lengi að sauðfjárbændur hefðu jafn miklar væntingar til framtíðarinnar og einmitt nú. „Það er sannarlega ekki doði og drungi yfir ferðaþjónustubændum sem á dögunum fengu merka viðurkenningu á ferðakaupstefnu í Þýskalandi. Ferðaþjónustubændur sem með markvissum aðgerðum hafa markað sér umhverfisstefnu og tekið á gæðamálum.“

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.