Bændablaðið - 12.04.2005, Síða 8

Bændablaðið - 12.04.2005, Síða 8
8 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Margir komu að Stóra-Ármóti til að hlusta á ráðunauta og sérfræðinga í landbúnaði. Þarna fjallaði Torfi Jóhannesson um samstarf Landbúnaðarháskól- ans og Stóra-Ármóts, Grétar Hrafn Harðarson kynnti fyrir mönnum kosti og galla heilfóðrunar mjólkurkúa og Jóhannes Hr. Símonarson spáði í gróffóð- uröflun á Íslandi. Hér má sjá valinkunna, sunnlenska sómamenn skoða heilfóðrunartækina á Stóra-Ármóti. Mjólkurframleiðslan á Suður- landi hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Á síðasta ári var mjólkurinnlegg í Árnessýslu rétt röskar 22 milljónir lítra, tæpar 16 milljónir í Rangárvallasýslu og 4 milljónir í Vestur-Skafta- fellssýslu. Hlutdeild Sunnlend- inga í heildarframleiðslu mjólk- ur er um 38-39%. Á liðnu ári voru rétt rúmlega 9 þúsund kýr á Suðurlandi. Þetta kom fram í erindi sem Guðmundur Jóhannesson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suð- urlands, flutti á „Opnu fjósi“ á til- raunabúinu á Stóra-Ármóti. Hátt á annað hundrað gestir komu í heimsókn að tilraunabúinu og skoðuðu m.a. heilfóðurkerfið sem tekið var í notkun síðastliðið haust. Guðmundur sagði að um þess- ar mundir væru um 280 fjós í framleiðslu á Suðurlandi en þeim fækkar ört. Um 75% eru hefð- bundin básafjós en 25% eru legu- básafjós. „Afurðaaukning undan- farin ár hefur verið mjög mikil, um 20-28% eftir sýslum, eða um 1,8% á ári,“ sagði Guðmundur og gat þess að á árunum 1997 til 2004 væri landsmeðaltalið 36 kg í mjólkurprótíni en á Suðurlandi væri það 42 kg sem er jafnmikið og í Danmörku. Þorfinnur Þórarinsson, formað- ur Búnaðarsambands Suður- lands, sagði að búnaðarsam- bandið héldi öðru hvoru opin hús enda hefði það sýnt sig að slíkar samkomur gerðu mikið gagn. Bændur vildu fá að vita hvað væri að gerast á Stóra-Ár- móti og best væri að bjóða mönnum í heimsókn. Þá gerðist það oftar en ekki að bændur bæru fram óskir um hvað til- raunageirinn ætti að taka sér fyrir hendur. Þorfinnur sagði að mikil end- urnýjun hefði átt sér stað á sunn- lenskum bændabýlum. „Það er mikill hugur í mörgum að búa í haginn - og aðrir búnir að því og standa vel að vígi. Aðrir eru að velta því fyrir sér hvort heilfóðrun eða rúlluvæðing sé framtíðin. Hvað varðar heilfóðrunina þá finnst mér mest spennandi ef heilsufar kúnna er mun betra. Við höfum fengið vísbendingar þar að lútandi. Heilfóðrunin sparar vinnu en þetta er töluverð fjárfesting og rekstrarkostnaður sömuleiðis. Varðandi flatgryfjur þá eru nokkrir bændur að skoða málið, enda hækkar verð á plasti. Auk þess eru margir óánægðir með það hvað heyið geymist illa í rúllunum og er misjafnt. Í heystæðum er þetta ein- sleitara fóður,“ sagði Þorfinnur. Þegar litið er til baka sést að fóðrunarað- ferðir mjólkurkúa hafa í raun ekki breyst undanfarin 20 ár, þ.e. flestir stunda aðskilda fóðrun, þar sem kýrnar hafa nokkuð frjáls- an aðgang að gróffóðri en kjarnfóður er skammtað. Á sama tíma hefur fóðrið og fóð- ursamsetning breyst mikið. Kjarnfóðurgjöf á Íslandi hefur aukist mikið, líklega um 100% á þessum árum og nú liggur hámarks kjarnfóðurgjöf hjá framsæknum bændum á bilinu 10-12 kg/dag. Þannig er hlutfall kjarnfóðurs nú um 20-30 kg fyrir hverja 100 lítra af mjólk. Með öðrum orðum þá hefur tréni minnkað í fóðri mjólkurkúa, en auðg- erjanleg kolvetni hafa aukist. Þessi þróun er samfara aukinni kornrækt sem er nú um 8- 10 þús tonn á ári. Fóðrun hámjólka mjólkurkúa snýst um að tryggja hámarksát! Margir þættir hafa áhrif á átgetu kúnna og má þar nefna stærð þeirra, holdafar, nyt, framleiðsluskeið og ekki síst eig- inleika fóðursins sem vega mjög þungt. Fóður fyrir hámjólka kýr þarf að innihalda lágmarks tréni og mikið magn auðgerjanlegra kolvetna, en jafnframt skapa aðstæður fyrir jafna gerjun án sýrustigssveiflna í vömb (~pH6,0). Heilfóðrun, þar sem gróffóður og kjarnfóð- ur er blandað saman í réttum hlutföllum að teknu tilliti til áætlaðs áts og fóðurþarfa, er sú fóðrunaraðferð sem tryggir hámarksát grip- anna. Spurningin er hvaða afurðastig bóndinn velur. Kýs hann meðalafurðir á grip eins og t.d. Nýsjálendingar sem setja mælikvarðann á hámarksafurðir á hvern hektara eða kýs hann hámarksafurðir á grip eða m2 fjóss eins og ætti að vera markmið hér á okkar norðlægu slóðum þar sem kýrnar eru hýstar mestan hluta ársins. Hámarksafurðir á grip krefjast hás kjarn- fóðurhlutfalls. Á Norðurlöndum er afurðastig hæst í Svíþjóð með meðalafurðir yfir 9 þús lítra á kú og 65% kjarnfóðurhlutfall. Með aukinni kornrækt og lágu verði á kjarnfóðri getur aukið kjarnfóðurhlutfall í heildarfóðri mjólkurkúa verið hagkvæmt. Heilfóðrun mjólkurkúa er mjög almenn hjá helstu mjólkurframleiðsluþjóðum heims. Enn sem komið er hefur þessi tækni vart náð fót- festu hérlendis enda þótt tækjabúnaður hafi verið keyptur á nokkur bú. Hægt er að hugsa sér heilfóðrun með tilliti til fjölda blandna samkvæmt eftirfarandi skipu- lagi: Heilfóðrun með 1 blöndu: • Efnasamsetning miðast við hóp mjólkandi kúa og á að vera um 30% yfir þörfum hjá meðaltali hópsins • Geldkýr 8-3 vikum fyrir burð fá þurrlegt hey • Geldkýr komnar að burði og lágmjólka kýr fá að hluta heilfóður og að hluta annað gróf- fóður • Nýbærur fá heilfóður og 2 kg af þurrheyi í 1- 2 vikur eftir burð • Hámjólka kýr fá aukaskammt af kjarnfóðri Heilfóðrun með 2 blöndum: • Ein blanda ætluð hámjólka kúm • Ein blanda ætluð lágmjólka kúm • Geldkýr fá að hluta heilfóður og að hluta gróffóður • Nýbærur fá heilfóður lágmjólka kúa fyrstu 1 - 2 vikurnar eftir burð Heilfóðrun með 3 blöndum: • Ein blanda ætluð hámjólka kúm • Ein blanda ætluð lágmjólka kúm og nýbær- um • Ein blanda ætluð geldkúm 3-0 vikum fyrir burð EÐA • Ein blanda ætluð kúm í meðalnyt Útdráttur úr erindi Grétars Hrafns Harðar- sonar á „Opnu fjósi“. Munu bændur framtíðarinnar taka upp heilfóðrun? Helstu kostir heilfóðrunar • Heilfóðrun eykur át mjólkurkúa (3-25%), sérstaklega á þetta við þegar kjarnfóðurhlutfall er hátt og á fyrstu vikum mjaltaskeiðsins einmitt þegar átgetan er mjög takmörkuð og nytin hæst. • Með heilfóðrun er hægt að hafa orkustyrk hærri þ.e. hærra hlutfall auðmeltra kolvetna (kjarn- fóðurs). • Aukin átgeta styður hærri nyt og að jafnaði má búast við 10% hærri nyt, 13% hærra fituhlutfall og 3% hærra prótínhlutfall. • Skýringuna fyrir auknu áti og afurðum er að finna í betra jafnvægi vambarstarfseminnar. Hver tugga er í jafnvægi og sýrustigssveiflur í vömb eru litlar. • Aukin nákvæmni í fóðrun - lágmarkar mun á áætlun og því fóðri, sem kýrin étur. • Heilfóðrun almennt talin skila vandamálaminni og heilbrigðari kúm. • Aukin fjölbreytni og sveigjanleiki í vali fóðurtegunda. • Auðveldara að koma bragðvondum en jafnframt æskilegum fóðurefnun í kýrnar. • Möguleikar á sérhönnuðu fóðri fyrir hvert aldursskeið og hvert framleiðsluskeið. • Möguleikar á sjálfvirkni og vinnusparnaði. Helstu gallar heilfóðrunar eru: • Til heilfóðurgerðar þarf sérstakan búnað. • Blöndun þarf að vera innandyra, sem kallar á meira húsnæði. • Gróffóður þarf að vera saxað. • Á litlum búum getur mismunun einstakra framleiðsluskeiða verið erfið. • Hætta á lækkun í nyt þegar kýr skipta um hóp. • Hætta á skekkju við blöndun sérstaklega er þurrefni gróffóðurs mikilvægt. • Fóðurleifar innihalda verðmæt fóðurefni. Nauðsynlegt er að skipta kúnum í hópa eftir framleiðsluskeiði og afurðastigi og haga fóðrun eftir því. Lágmarksskipting er í fimm hópa: • Geldkýr á fyrri hluta geldstöðunnar, 8-3 vikum fyrir burð • Geldkýr seinni hluta geldstöðunnar, 3-0 vikum fyrir burð • Nýbærur • Hámjólka kýr • Kýr á seinni hluta mjaltaskeiðsins Æskilegast væri að vera með sérstaka heilfóðurblöndu fyrir hvern hóp til að auka nákvæmni fóðrunar og nýtingu á fóðurefnum. Mögulegur fjöldi blandna er háður hvaða búnaður til heilfóð- urgerðar er valinn. Hægt er að stunda heilfóðrun með „undantekningum“ þ.e. ýmist gefa auka- skammt af kjarnfóðri eða gróffóðri til að mismuna hópunum. Helsti gallinn hér er að nýting fóður- efna er ekki góð þar sem styrkur blöndunnar þarf að vera um 30% yfir þörfum hjá meðaltali kúnna.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.