Bændablaðið - 12.04.2005, Side 17

Bændablaðið - 12.04.2005, Side 17
Þriðjudagur 12. apríl 2005 17 K annski eru íbúar lands- byggðarinnar orðnir leiðir á töfraorðum, svo mörg hafa þau komið og reynst inni- haldslítil. Fjarnám er kannski eitt þeirra orða en það hefur þó breytt tilveru fjölmargra íbúa hinna dreifðu byggða. Eða hver hefði getað ímyndað sér það fyrir nokkr- um árum að um 200 Austfirðingar litlu færri Vestfirðingar legðu stund á háskóla- nám án þess að þurfa að yfirgefa sína heimabyggð? Svipaða sögu má segja um aðra landshluta og nú hafa verið stofnuð námsver og háskólasetur víða um land. Um þetta er fjallað á næstu síðum Bænda- blaðsins. Kannski er gott að grípa til líkingamáls til að lýsa fyrirkomulagi fjarnáms. Þá gæti það verið eins og vatnsveita. Úti í hinum dreifðu byggðum eru kranarnir, námsverin þar sem áhugasamir nemendur fá ráðgjöf, aðgang að tölvum og neti og aðstöðu til náms. Þau eru flest til húsa í grunn- eða framhaldsskólum. Á hinum enda veitunnar eru upp- sprettulindirnar, skólarnir sem búa yfir þekkingunni. Þeir eru af ýmsum toga, há- skólar, framhaldsskólar, námskeiðshaldar- ar og endurmenntunarstofnanir. Í hverjum landshluta er símenntunar- miðstöð sem tengir lindirnar við kranana. Þær miðla námsframboði skólanna, finna heppilegt nám fyrir nemendur, safna fólki úr héraðinu saman í hópa ef skólarnir gera kröfu um slíkt og eru svona almennt í því að liðka fyrir. Sumar þessara stöðva eru sprottnar úr jarðvegi námsflokka sveitarfélaganna, aðrar hafa orðið til í því skyni að halda námskeið til endurmennt- unar og enn aðrar hafa beinlínis verið stofnaðar til þess að nýta þá nýju mögu- leika sem tölvu- og fjarskiptatæknin hefur opnað til að miðla þekkingu. Stundum er sagt að Íslendingar séu tækjaóðir. Þeir hafa tekið tölvutækninni opnum örmum og fjöldi fjarnema er góð vísbending um að þessi möguleiki hefur opnað mörgum leið til náms. Samkvæmt upplýsingum úr menntamálaráðuneytinu stunduðu liðlega 4.000 manns fjarnám skólaárið 2003-2004 og skiptust þeir nokk- urn veginn jafnt á milli háskóla- og fram- haldskólastigsins. Við þetta má eflaust bæta þeim sem stunda styttri námskeið með aðstoð netsins eða hafa sett sig í sam- band við erlenda skóla. Svo hefur eflaust orðið fjölgun frá því í fyrra því þessi kennslumáti er í mikilli sókn. Viðmælend- ur blaðsins eru sammála um að fjarnámið hafi gjörbylt möguleikum landsbyggðar- fólks á að auka þekkingu sína og færni án þess að þurfa að sækja menntun sína um langan veg. Það styrkir byggðina í landinu og bætir mannlífið. Fjarnám Teikning: Bjarni Guðmundsson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.