Bændablaðið - 12.04.2005, Side 20

Bændablaðið - 12.04.2005, Side 20
20 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Uppsprettulindir þekkingarinnar sem fjarnámið sækir í eru fjölmargar og af ýmsu tagi. Formlegt nám sem veitir ákveðin réttindi er tvenns konar: á háskóla- og framhaldsskólastigi. Auk þess eru fjöl- margir aðilar sem bjóða upp á styttra og lengra nám í formi námskeiða. Háskólarnir sem hafa opnað nám sitt fyrir fjarnemum eru þessir: Háskólinn á Akureyri Háskóli Íslands Háskólinn í Reykjavík Kennaraháskóli Íslands Tækniháskólinn Viðskiptaháskólinn á Bifröst Landbúnaðarháskóli Íslands (þar með talinn Garðyrkjuskólinn á Reykjum) Hólaskóli Við þetta má bæta að ýmsir bjóða upp á diplóma- nám og aðrar styttri námsbrautir sem hægt er að fá metnar sem hluta af háskólanámi. Framhaldsskólar sem bjóða upp á fjarnám eru eftirtaldir: Verkmenntaskólinn á Akureyri Fjölbrautaskólinn við Ármúla Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Iðnskólinn í Reykjavík Borgarholtsskóli Fjölbrautaskólinn á Húsavík Menntaskólinn í Kópavogi Kvennaskólinn í Reykjavík Fjölbrautaskóli Suðurnesja Námsflokkar Reykjavíkur Háskólinn á Akureyri segist vera háskóli landsbyggðarinnar og virðist hafa rétt fyrir sér í því. Langflestir nemendur skól- ans eru búsettir á landsbyggðinni og skól- inn leggur mikla áherslu á að þjóna fjar- nemum um allt land. Í skólanum eru nær 1.500 nemendur sem skiptast þannig að 53% eru í staðarnámi og 47% í fjarnámi. Af þeim tæplega 300 fjarnemum sem út- skrifast hafa frá skólanum búa um 80% utanhöfuðborgarsvæðisins. Sá sem hefur umsjón með fjarnáminu í Háskólanum á Akureyri heitir Erlendur Steinar Friðriksson og hann segir að það sé hluti af hugmyndafræði skólans að halda uppi lifandi og virku sambandi við símennt- unarstöðvarnar á landsbyggðinni. „Við erum með samninga við allar stöðvarnar og náum í nemendur okkar þar. Við teljum betra að fólk sé ekki að stunda sitt nám aleitt heldur sé gott að það njóti stuðnings á heimaslóð. Þess vegna leggjum við áherslu á að sí- menntunarstöðvarnar safni nemendum sam- an í hópa sem fylgjast að í námi. Í símenntunarstöðvunum geta nemendur fengið aðstöðu til að tengjast okkur og það sem er ekki minna um vert tækifæri til að hittast. Næsta skref er að þeir geti haft að- gang að kennurum eða leiðbeinendum í hér- aði en það er að hefjast á Egilsstöðum og Ísafirði,“ segir Erlendur Steinar. - Hvaða nám býður skólinn upp á í fjar- námi? „Við bjóðum upp á námi við fjórar deild- ir: heilbrigðis-, kennara-, viðskipta- og auð- lindadeild. Nám í hjúkrunarfræði er boðið á einum stað á hverju ári og gerum kröfu um að nemendur séu ekki færri en tíu á hverjum stað. Nú er hópur nemenda í hjúkrunarfræði á fyrsta ári á Ísafirði, annar hópur á 2. ári í Vestmannaeyjum og svo framvegis. Kennsl- an fer fram hér á Akureyri en er send með fjarfundarbúnaði til nemenda. Kennaranámið er í boði á nokkrum stöð- um og byggist meira á beinu hópstarfi. Nem- endur eru mjög háðir því að hafa tölvur til að vinna við og vissa færni á þær en í hópi flæðir þekkingin á milli nemenda og þeir að- stoða hver annan. Þetta hefur gefist vel en fyrirkomulagið er alltaf til endurskoðunar. Í viðskiptadeildinni stunda nemendur yf- irleitt nám meðfram vinnu. Þar gerum við kröfu um að nemendur séu ekki færri en sjö á hverjum stað. Við erum hins vegar ekki með marga fjarfundi með þeim heldur sækja þeir námsefnið á netið. Fjarnemarnir fylgjast með kennslustundum staðarnema á netinu og geta látið í sér heyra. Með þessu móti get- um við samþætt dagskólann og fjarnámið og þetta nýtur vinsælda meðal staðarnema. Nám við auðlindadeild er með svipuðum hætti og í viðskiptadeild en þar gerum við ekki skilyrði um hópa. Við erum með tölvu- fundi þar sem allt að 25 manns geta tekið þátt samtímis. Tækninni fleygir fram og nú er kominn búnaður sem gerir nemendum kleift að sækja tölvufundina heiman frá sér ef þeir hafa sæmilegar tengingar. Sú tækni nefnist WebDemo en stór hluti af náminu fer fram í kerfi sem nefnist Webct og hefur reynst mjög vel. Sem dæmi um það má nefna að staðarnemar notfæra sér það mikið, ekki af illri nauðsyn heldur vegna þess hve vel það virkar. Það byggist á því að nemend- ur geri námsáætlanir og geta svo átt sam- skipti við kennara og aðra nemendur yfir netið en kennarar setja bæði fyrirlestra og próf inn í kerfið.“ - Þurfa fjarnemar þá aldrei að mæta í skólann? „Jú, við leggjum áherslu á að þeir komi til okkar, fyrst í upphafi náms svo þeir geti kynnst kennurunum og öðrum nemendum. Á hverri önn eru svo 1-2 námslotur á staðn- um þar sem eru verklegar æfingar og fleira. Þessar námslotur eru mislangar eftir deild- um, allt frá 4 dögum upp í nokkrar vikur.“ - Vitið þið hverjir eru í fjarnámi hjá ykkur? „Já, við vitum að „vísitölufjarneminn“ er tæplega fertug tveggja barna móðir af lands- byggðinni. Konur eru í töluverðum meiri- hluta í heilbrigðis- og kennaranáminu en í viðskiptadeild er kynjaskiptingin nokkuð jöfn og í auðlindadeild eru karlar fleiri með- al fjarnema en þar eru nemendur reyndar fæstir.“ Eins og áður segir er mikill meirihluti fjarnema af landsbyggðinni og það er reynsla skólans að mun stærri hluti þeirra sem útskrifast frá Háskólanum á Akureyri skila sér í störf á landsbyggðinni en raunin er um nemendur háskólanna á höfuðborgar- svæðinu. „Það hlýtur að vera hagur sveitar- félaganna að fjárfesta í þessari þróun og styðja fólk við að stunda nám heima hjá sér. Sé þeim gert það kleift aukast líkurnar á að þeir haldist í heimabyggð að loknu námi,“ segir Erlendur Steinar. Hann bætir því við að kostnaður við fjar- nám sé ekki minni fyrir skólann en við stað- arnám. „Það fer mikill tími í að halda utan um það og standa í sambandi við nemendur. Það skortir ekki áhugann á því að þróa fjar- námið, hvorki hjá okkur né nemendum en við erum algerlega háð fjárveitingum. Við gerum okkur vonir um að geta boðið upp á nám við félagsvísinda- og lagadeildina á næsta eða þarnæsta ári, en það mun ráðast af fjáveitingum,“ segir Erlendur Steinar Frið- riksson. Háskólinn á Akureyri Háskóli landsbyggðarinnar Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur tekið tölvutæknina í þjón- ustu sína og býður ýmis nám- skeið og allt upp í fullbúið meist- aranám í fjarkennslu. Þeir sem ekki þess kost að dvelja á ein- hverjum fegursta skólastað landsins þurfa því ekki að fara á mis við það sem þar fer fram. Þrenns konar diplómanám stendur nemendum til boða í fjar- námi og er það skipulagt sem tveggja ára nám með vinnu. Diplómanám í verslunarstjórn- un er starfstengt nám sem hefur þann tilgang að auka hæfni og þekkingu starfsfólks í verslunum. Námið skiptist í bóklegan hluta sem fram fer á fjarnámsvef skólans og verklegan hluta sem stundaður er á vinnustað nemandans. Einnig verja nemendur tveimur helgum á hverri önn við verkefnavinnu á Bifröst og í Reykjavík. Að þessu námi loknu á nem- andinn að vera hæfur um að starfa sem verslunarstjóri, vinna með rekstrarlegar upplýsingar úr tölvu- kerfi verslana, gera framlegðarút- reikninga, fást við innkaup og vörustjórnun, stjórna verkum, kenna nýliðum góð vinnubrögð, miðla vöruþekkingu til starfs- manna, taka starfsmannaviðtöl og stjórna öryggismálum á vinnustað. Diplómanám í fjármálum og stjórnun er skipulagt þannig að nemandi lærir eitt fag í einu og lýkur því með prófi eða raunhæfu verkefni áður en hann snýr sér að næsta fagi. Eftir tveggja ára nám hefur hann lokið 30 einingum á háskólastigi. Diplómanám í rekstri og stjórnun er sérstaklega sniðið fyrir sjómenn en það er einnig metið sem 30 einingar á háskólastigi. Hugmyndin er að gefa skipstjór- um, stýrimönnum og vélstjórum kost á að afla sér viðbótarmennt- unar en það eflir þá í starfi og gerir þeim kleift að víkka starfssvið sitt. Það auðveldar þeim einnig að koma í land og finna sér starf sem hæfir reynslu þeirra, þekkingu og þroska. Þeir sem ljúka þessum þremur námsbrautum geta svo haldið áfram í fjarnámi og lokið BS- gráðu í viðskiptafræði sem tekur tvö ár til viðbótar. Sú kennsla fer að mestu fram á netinu þar sem nemendur hlusta á fyrirlestra, spyrja spurninga, sækja gögn og skila verkefnum. Tvær til þrjár helgar á hverri önn koma allir fjar- nemendur saman á Bifröst í verk- efna- og hópvinnu. Við Bifröst er hægt að leggja stund á meistaranám í fjórum greinum: viðskiptafræði, við- skiptalögfræði, hagnýtum hagvís- indum og lögfræði og standa þrjár fyrsttöldu greinarnar fjarnemum til boða. Meistaranám í viðskipta- fræðum veitir möguleika á sérhæf- ingu á sviði fjármála, nýsköpunar- og frumkvöðlafræða og stjórnunar. Í hagnýtum hagvísindum geta menn sérhæft sig í hagfræði, Evr- ópufræðum og stjórnsýslufræðum. Einnig er hægt að leggja stund á svæðafræði og umhverfis- og auð- lindahagfræði sem kennd er í sam- vinnu við Landbúnaðarháskólann og í samvinnu við Reykjavíkur- akademíuna er boðið upp á nám í mennta- og menningarstjórnun. Rekstrarnám fyrir konur Til viðbótar þessu formlega námi verður í haust boðið upp á ellefu vikna rekstrarnám fyrir konur í at- vinnurekstri. Kennt verður um net- ið og geta nemendur hlustað á fyr- irlestra hvenær sem þeim hentar. Námið er skipulagt í samvinnu við símenntunarstöðvarnar, viðskipta- ráðuneytið og Byggðastofnun. Markmiðið með náminu er að gera konur í atvinnurekstri hæfari um að reka fyrirtæki sín og þar með efla arðsemi þeirra, skapa fleiri störf á landsbyggðinni og efla þar með atvinnulífið á þeim sviðum sem líklegust eru til að stuðla að vexti og uppbyggingu. Námsgreinar eru bókhald, upplýs- ingatækni, markaðs- og sölumál, fjármál og áætlanagerð. Viðskiptanám á Bifröst Erlendur Steinar Friðriksson Bifrestingar á góðri stund.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.