Bændablaðið - 12.04.2005, Side 22
22 Þriðjudagur 12. apríl 2005
Brautryðjandinn í fjarnámi hér á landi er án nokkurs
vafa Verkmenntaskólinn á Akureyri en þar var byrjað
að bjóða upp á fjarkennslu vorið 1994. Sá sem átti
heiðurinn af því að það hófst og fór farsællega af stað
var Haukur Ágústsson kennari við skólann en hann
var um skeið með hálfan togaraflotann í Smugunni í
fjarnámi.
Eins og fram kemur í þessum blaðauka um fjarnám er
nokkuð misjafnt hvernig því er háttað. Í Verkmenntaskól-
anum á Akureyri aðhyllast menn þá stefnu að vera ekki að
kalla fjarnemana til sín því þeir koma þangað yfirleitt ekki
nema til þess að taka próf. Nám þeirra fylgir sama skipu-
lagi og staðarnámið en er eins konar „tölvuvæddur bréfa-
skóli“ eins og núverandi umsjónarmaður fjarnámsins, Ingi-
mar Árnason, orðar það. Nemendur fá senda svonefnda
„viskupakka“ með námsefni og eiga að öllum jafnaði að
skila úrlausnum úr því að viku liðinni. Þeir fá svo svör
með athugasemdum og leiðréttingum. Þetta er því einskon-
ar einkakennsla í gegnum tölvu.
Prófin taka fjarnemar á heimaslóð og fá prófgögnin
ýmist send í pósti eða um tölvu á sérstaka prófstaði sem
eru yfirleitt skólar í heimabyggð þeirra.
Í vetur eru 785 nemendur skráðir í fjarnám við VMA
og skiptast þeir þannig að 68% þeirra eru konur en 32%
karlar. Meðalaldur nemendanna er tæplega 30 ár. Stór hluti
þeirra er á aldrinum 17-25 ára en einnig kemur alltaf stór
hópur fólks um fertugt sem vantar gjarnan nokkra áfanga
til að klára stúdentsprófið.
Ingimar segir að ásókn nemenda úr framhalds- og
grunnskólum fari vaxandi og stafar það oft af því að náms-
framboð í heimabyggð þeirra er ekki nægilegt. Þess eru
dæmi að kennarar VMA hafi bjargað framhaldsskólum á
landsbyggðinni sem ekki hefur tekist að fá kennara í
ákveðnum greinum. Þá er greinin kennd í fjarkennslu frá
Akureyri.
Að sögn Ingimars eru langflestir nemendur sem stunda
fjarnám við VMA búsettir á Norðurlandi eystra en þó eru
um 140 búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta kennslu-
ári var brottfall nemenda um 20 af hundraði en 58% þeirra
sem hófu nám náðu prófi í þeim greinum sem þeir stund-
uðu. Aðsókn í fjarnám hefur vaxið ár frá ári og segir Ingi-
mar að skólinn þurfi að vísa frá nemendum.
Fjölbrautaskólinn
við Ármúla
Prófað í
þremur
heims-
álfum
Fjölbrautaskólinn við Ármúla í
Reykjavík er næstfjölmennasti
fjarnámsskóli landsins á fram-
haldsstigi en þar stunda um 750
manns fjarnám. Skólinn er
mjög framarlega í tækniþróun-
inni enda var hann þróunar-
skóli í upplýsingatækni á árun-
um 1999-2002. Það hefur meðal
annars haft það í för með sér að
allir kennarar skólans hafa far-
tölvur og bæði í skólanum og
heima hjá kennurum er þráð-
laust samskiptanet.
Sigurlaug Kristmannsdóttir er
fjarnámsstjóri Fjölbrautaskólans
við Ármúla og hún segir að skól-
inn bjóði upp á námsumhverfi á
netinu með forritinu WebCT sem
nýtur vaxandi vinsælda sem fjar-
námsumhverfi. Það gerir kennur-
um kleift að hafa samskipti við
alla nemendur í viðkomandi kúrs
og auðveldar þeim að halda utan
um námið hjá þeim. Auk þess
geta nemendur átt samskipti yfir
netið. Þetta kerfi gerir hins vegar
þá kröfu til nemenda að þeir hafi
yfir að ráða tölvu og nettengingu
sem ræður við vefinn.
Fjarnemar við Fjölbrautaskól-
ann við Ármúla búa langflestir á
höfuðborgarsvæðinu og vaxandi
hluti þeirra eru á framhalds- eða
grunnskólaaldri. Sumir eru nem-
endur annarra skóla sem eru að
bæta við sig námi til þess að geta
útskrifast fyrr. Þá er líka töluvert
um nemendur sem horfið hafa frá
námi á síðustu árum, svonefndir
brottfallsnemendur, en vilja taka
upp þráðinn og ljúka stúdents-
prófi.
Raunar hafa fjarnemar komið
af öllu landinu og einnig utan
landsteinanna. Það sést best á því
að þótt flestir nemendur mæti í
skólann til að taka próf er hægt að
taka þau í flestum framhaldsskól-
um landsins og það nýta margir
sér. Sigurlaug segir að á þeim ár-
um sem fjarnámið hefur verið
stundað hafi prófin farið fram á
55 stöðum í 10 löndum og þremur
heimsálfum.
Fjarnámið fer algerlega fram á
netinu og er kennt allt árið á
þremur önnum. Alls eru um 100
áfangar í boði.
Kennaraháskóli Íslands hefur
um árabil boðið nemendum sín-
um að stunda nám með fjar-
námssniði og er skólinn nú í far-
arbroddi íslenskra háskóla í
fjarkennslu. Boðið er upp á fjar-
nám á öllum brautum grunn-
deildar, utan íþrótta- og
kennsluréttindabrauta, og allt
framhaldsnám við skólann er í
fjarnámi.
Einn helsti kostur fjarnáms er
án efa að það getur farið fram hvar
sem er. Nemandinn er ekki bund-
inn við að sækja skóla á ákveðn-
um tíma og tilteknum stað. Hann
getur stundað námið heima hjá sér
eða annars staðar þar sem honum
hentar. Þessi kostur breytir svo um
munar allri aðstöðu til náms fyrir
þá sem hefðu annars þurft um
langan veg að fara til að sækja
sína menntun.
Auk alls þessa er nemandinn
ekki eins rígbundinn tíma og tíma-
sókn eins og í hefðbundnu dag-
skólanámi. Nemandinn getur valið
hvaða daga hann kýs að stunda sitt
nám og þar með sinnt öðru þegar
það á við og hann getur sjálfur
kosið hversu hratt er farið yfir
námsefni í hverju fagi.
Í Kennaraháskóla Íslands er
fjarnám skipulagt þannig að nem-
endur stunda nám sitt utan veggja
skólans en er þó gert að mæta í
svokallaðar staðlotur sem haldnar
eru nokkrum sinnum á vetri innan
veggja skólans.
Eiginlegt fjarnám hefur verið í
boði við Kennaraháskólann frá
1978. Árið 1993 urðu þáttaskil í
fjarkennslu við Kennaraháskólann
þegar samið var við Íslenska
menntanetið um afnot af tölvuneti.
Upplýsingatæknin hafði gríðarleg
áhrif á hugmyndir um fjarnám og
hafa möguleikar netsins til náms
og kennslu verið nýttir til hins ítr-
asta með vefsíðum, samskiptafor-
ritum og fjarkennsluumhverfi.
Kennaraháskólinn nýtir sér
nýjustu tækni hvers tíma til fjar-
kennslu og hafa netútvarp og net-
sjónvarp rutt sér til rúms á vef
skólans. Á vefsóðinni ut-
varp.khi.is er hægt að nálgast Net-
útvarp KHÍ þar sem boðið er upp
á fyrirlestra og námstengda við-
tals- og umræðuþætti. Samskonar
efni mun einnig verða að finna á
slóðinni sjonvarp.khi.is
En hver var kveikjan að því að
Kennaraháskólinn fór að bjóða
upp á fjarnám? Það sem hefur
meðal annars verið nefnt er sá
skortur sem var á leikskóla- og
grunnskólakennurum í dreifbýli
landsins. Nú á tímum er tækifæri
til fjarnáms talin sjálfsögð þjón-
usta við nemendur hvaðanæfa af
landinu.
Stefnt er að miklum breyting-
um á námi við Kennaraháskólann
frá og með árinu 2007. Allt
grunn- og framhaldsnám verður
þá endurskipulagt og starfsmennt-
un efld á þann veg að nemendur
eigi kost á að ljúka meistaragráðu
áður en þeir hefja störf. Með
breytingunum er stefnt að því að
litið verði á fimm ára nám við
skólann sem grunnnám. Eftir sem
áður verður fjarnám í boði á flest-
um námsbrautum enda mikil að-
sókn að því.
Um þessar mundir stundar
rúmlega helmingur nemenda
Kennaraháskóla Íslands nám með
fjarnámssniði svo það má ljóst
vera að fjarnám við Kennarahá-
skólann er góður og vel nýttur
kostur, bæði hjá þeim sem um
langan veg þurfa að fara til að
sækja nám við skólann og einnig
hinum sem búa í nágrenni skól-
ans.
Einkunnarorð Kennaraháskóla
Íslands eru „Alúð við fólk og
fræði“. Skólinn hefur - ekki síst
með því þróunarstarfi á sviði fjar-
náms sem þar hefur verið unnið -
opnað leiðir til grunn- og fram-
haldsmenntunar fyrir fólk hvaða-
næfa af landinu. Bent er á frekari
upplýsingar um starfsemi Kenn-
araháskólans á heimasíðu skólans
www.khi.is
VMA ruddi brautina
Fjarnám er öflugur kostur í kennaranámi
Rúmlega helmingur
nemenda Kennaraháskóla
Íslands eru fjarnemar
Í ágúst á liðnu ári var formlega
opnuð fjarnámsstofa að Höfðabraut 6
á Hvammstanga. Húnaþing vestra
leigir þar aðstöðu af Forsvari ehf.,
sem hefur búið stofuna góðum hús-
og tækjabúnaði. Gott rými er þar fyr-
ir 12-15 manns. Tvær fastar starfs-
stöðvar eru í stofunni, fjarfundarbún-
aður, myndvarpi og sjónvarp. Gert er
ráð fyrir að nemendur noti þráðlaus-
an búnað við fartölvur sínar. Stofan
er tengd ADSL símalínum (FS-net).
Sem dæmi um það nám sem hefur
farið fram í fjarnámsstofunni má
nefna námskeið og/eða kennslu fyrir
trúnaðarmenn, nám í sorgarvið-
brögðum, mastersnám, svokallað
pungaprófsnámskeið, próftaka og
kennsla fyrir háskóla- og framhalds-
skólanema, frumkvöðlanámskeið og
margt fleira.
Að sögn umsjónarmanns fjar-
kennslustofunnar, Gunnars Sveins-
sonar, tómstundafulltrúa Húnaþings
vestra, er nýting á stofunni með ágæt-
um, bæði til náms og annarra hluta.
Myndin er af Guðrúnu Láru
Magnúsdóttur, nemanda í leikskóla-
kennarafræðum við Háskólann á Ak-
ureyri, en hún er búsett á Melstað í
Miðfirði. Myndina tók Gunnar
Sveinsson.
Fjarnámsstofa á Hvammstanga
kemur næst út
þriðjudaginn 26. apríl.