Bændablaðið - 12.04.2005, Síða 25

Bændablaðið - 12.04.2005, Síða 25
Þriðjudagur 12. apríl 2005 25 Á síðustu árum hefur ríkt til- hneiging til þess að leggja niður fámenna skóla víða um land. Umræða um lokum Húsa- bakkaskóla í Svarfaðardal er tilefni þessara skrifa. Svo virðist sem ákvarðanir um lokun fámennra skóla séu teknar með fjárhagsleg sjónarmið að leiðarljósi en hvorki hvað nem- endum sé fyrir bestu né samfélagi í lítilli byggð. Með slíkum að- gerðum er tekin áhætta. Með breytingunum á skipan skólamála árið 1996 var stjórn skólamála færð til sveitarfélaga. Rök voru færð fyrir því að þá gætu heima- menn haft áhrif á sinn skóla. Samt sem áður virðist raunin sú að for- eldrar, þ.e. fólkið sem á börnin í skólunum, hafi lítil áhrif. Ákvarð- anir um lokun fámennra skóla virðast teknar af sveitarstjórnar- mönnum sem láta fjárhagsleg sjónarmið stjórna gerðum sínum. Fjárhagslegar ástæður réðu sam- einingu fámennra skóla í Eyjafirði fyrir nokkrum árum. Oddviti sveitarfélagsins sagði í erindi á uppeldismálþingi fyrir nokkrum árum að sameiningin hefði ekki haft þann fjárhagslega ávinning í för með sér sem vonast var til. Fjárhagslegar ástæður stríða oft gegn faglegum sjónarmiðum og taka ekki mið af þörfum nem- enda. Í öðrum löndum hafa fámenn- ir skólar verið lagðir niður og af- leiðingar þess verið rannsakaðar. Ein slík rannsókn var gerð í Bret- landi í héraði þar sem margir fá- mennir skólar höfðu verið lagðir niður á hálfum öðrum áratug. Í ljós kom að lokun skólanna hafði veruleg félagsleg áhrif, bæði á börnin og samfélagið í heild. Langar og tímafrekar rútuferðir höfðu mikil áhrif á nemendur. Þeir þoldu illa þessar löngu ferðir og komu afleiðingarnar fram í árásargirnd og öðrum erfiðleik- um. Foreldrum fannst ekki tekið tillit til þeirra eigin óska og voru þess ekki megnug að hreyfa mót- mælum. Og hér er sagan ekki öll sögð. Lokun skólanna leiddi til þess að tengsl á milli íbúanna í byggðarlaginu breyttust og urðu minni. Í Noregi hafa rannsóknir einnig sýnt að löng skólaferðalög leiða bæði til sálrænna og líkam- legara erfiðleika meðal barnanna. Árið 1975 kenndi ég við grunn- skóla í Austurdal í Noregi og ferðaðist þá með skólabíl daglega. Það var í skólabílnum sem ég í fyrsta sinn varð vitni að einelti sem erfitt reyndist að fást við. Leiða má að því líkur að nemend- ur, foreldrar og kennarar eigi þá hættu yfir höfði sér, verði skólum þeirra lokað, að breytingin geti haft víðtæk áhrif á nemendur og samskipti fólks í byggðarlaginu. Að mínu mati er staða fá- mennra skóla sérstök. Í rannsókn sem ég gerði árið 1988 komst ég að þeirri niðurstöðu að möguleik- ar fámennra skóla til að koma á móts við námsþarfir nemenda væru einstakir. Ég tel enn að svo sé. Önnur rannsókn, nokkuð viða- mikil, sem ég hef gert á fámenn- um skólum sýndi að aðstæður í þessum skólum eru þess eðlis að þær gefa kennurum aukið svig- rúm og tækifæri til að beita kennsluaðferðum sem stuðla að skilvirku námi, tilfinningaþroska nemenda, markvissri þjálfun vinnubragða og samvinnu. Ég á við kennsluaðferðir eins og sam- vinnunám, aðferðir sem byggja á áhuga og reynslu nemenda og samþætt nám af ýmsum toga. Einnig má gera ráð fyrir að auð- veldara sé að koma til móts við nemendur og fylgjast með fram- förum hvers og eins. Í rannsókn minni sagði kennari: „Í fámenn- um skólum er andrúmsloftið mannlegra og það er mögulegt að taka tillit til hvers og eins.“ Þessi orð lýsa í raun samfélagi sem mörg okkar dreymir um daglega. Kristín Aðalsteinsdóttir Höfundur er dósent við Háskólann á Akureyri Fámennir skólar Það tóks að ná starfsliði skólans saman í hádeginu. talið frá vinstri Ólafur Sindrason, Sara Valdimarsdóttir, Íris Olga Lúðvíksdóttir, Hulda Sigurðar- dóttir, Sigríður Garðarsdóttir, Margrét Óladóttir og Lovísa Sveinsdóttir. Íris Olga með Katarínu Ingimarsdóttur tv. og Jórunni Rögnvaldsdóttur th. sem báðar unnu til verðlauna í myndasamkeppni Bændasamtakanna. „Þótt ég kenni krökkunum myndmennt er engin ástæða að þakka mér þennan árangur sem þau náðu í keppni Bændasam- takanna. Það er fyrst og fremst áhugi þeirra á verkefninu en við hvöttum þau að sjálfsögðu til að taka þátt í þessari keppni eins og við gerum yfirleitt þegar ein- hver keppni er í gangi sem fellur að starfsemi skólans,“ sagði Íris Olga Lúðvíksdóttir, sem kennir í hlutastarfi við Akraskóla. Íris Olga býr í Flatatungu í Akra- hreppi, en hefur kennt við skól- ann í tæp sex ár. Auk mynd- menntar kennir hún ensku, lífs- leikni og á tölvur. Í Skagafjörðinn flutti hún frá Bandaríkjunum en fór svo suður í Háskóla Íslands og náði sér kennsluréttindi. Sem barn hafði hún kynnst skólastarfi í Reykja- vík, Keflavík, á Sauðárkróki og í Bandaríkjunum. Hún segist ekkert viss um að hún gæti kennt í stærri skólum eins og hún kynntist í upp- vextinum. Í Akraskóla sé allt ann- að umhverfi, allt svo sveigjanlegt og nær allt hægt að gera. Ef manni detti eitthvað í hug í dag er oft hægt að framkvæma það á morg- un. Þegar hugmyndin er góð geti allir hliðrað til. ,,Einn stærsti kosturinn við þennan skóla er að hann elur af sér sjálfstæða einstaklinga. Mér finnst börnin mjög dugleg og opin fyrir öllu. Ég hef t.d. í myndmennt tek- ið fyrir einhverja ákveðna lista- menn s.s. Picasso, Van Gogh og Kjarval og mér finnst oft koma mjög skemmtilegt og áhugavert út úr þessu. Þarna eru þau tekin úr sínu hefðbundna mynstri og látin fást við eitthvað nýtt. Þetta gefur krökkunum möguleika á að nýta hugmyndaflugið, það virkar hvetj- andi á krakkana,“ sagði Íris Olga að lokum. /ÖÞ Læt krakkana nýta hugmyndaflugið Katarína Leifsdóttir, Inga Björk Matthíasdóttir og Guðrún Björg Egilsdóttir sem stunda nám í Varmahlíðarskóla Skagafirði unnu einnig til verðlauna í myndlistar- keppni grunnskólabarna. VORVERKIN Afgreiðslustaðir sáðvöru og girðingarefnis: Korngarðar 12, Reykjavík sími 570-9800 Austurvegi 69, Selfossi sími 482-3767 Hlíðarvegi 2- 4, Hvolsvelli sími 487-8413 Góð vara á góðu verði. Bjóðum upp á einkorna áburð frá Yara á afgreiðslustöðvum okkar á Selfossi og Hvolsvelli. Fóðurblandan hf. Reykjavík Selfossi Hvolsvelli Sími 570-9800 www.fodur.is Þjónusta við íslenskan landbúnað í 45 ár. 1960-2005

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.