Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 1
20-23 Tíðindi og kaflar úr jólabókaflóðinu 40 Björn Ingólfsson Endurminningar Sveins í Kálfsskinni Hvað verður í matinn á jólunum í Grillinu? 22. tölublað 2007 l Þriðjudagur 18. desember l Blað nr. 273 l Upplag 17.000 14 Hvernig voru hestar járnaðir á miðöldum? Kleppjárnsreykir Um 300 fermetrar af gleri brotnuðu Í fárviðrinu sem gekk yfir Suður- og Vesturland í vikunni varð mik- ill skaði hjá Degi Andréssyni, garð- yrkjubóna á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Dagur sagði í samtali við Bændablaðið að rúmlega 300 fermetrar af gleri hafi brotnað í nýju hollensku gróðurhúsi sem hann byggði síðastliðinn vetur, í veðurofsanum sem varð aðfara- nótt þriðjudagsins í vikunni. Litlar eða engar skemmdir urðu hins vegar í fárviðrinu aðfaranótt fimmtudagsins. Dagur ræktar paprikur og sem betur fer var engin ræktun í gangi þegar þetta óhapp varð. Af þessum rúmlega 300 fermetr­ um af gleri sem brotnaði voru um 80 fermetrar í gömlu gróðurhús­ unum en 230 til 240 fermetrar í nýja húsinu. Um er að ræða hert gler sem verður að mylsnu þegar það brotnar líkt og bílrúður. Dagur segir að smávægilegar skemmdir hafi orðið á gróðurhúsum nágranna hans en hvergi verulegt tjón. Nýja hollenska gróðurhúsið er 4,50 metrar að hæð og svo merki­ legt sem það nú er þá sluppu vegg­ irnir að mestu en þakmænarnir hrundu að mestu. Dagur sagði þetta vera tryggt hjá sér þannig að hann fær skaðann bættan. Þórhallur Bjarnason á Lauga­ landi sagði að hjá sér hefði ekki rúða brotnað enda væru veður ekki skæð á sínu svæði í þeirri átt sem vind­ urinn geisaði þessar tvær nætur. Sömu sögu er að segja frá Flúðum, þar urðu engar skemmdir. Helga Karlsdóttir, garðyrkjubóndi að Melum á Flúðum, sagði að hjá þeim hefði engin rúða farið og hún sagðist ekki hafa heyrt af neinum skaða á gróðurhúsum á Flúðum og þakkaði það meðal annars hve mik­ ill skógur er vaxinn upp á svæð­ inu en hann hlífir húsunum mjög í hvassviðrum. S.dór Með þessari teikningu Þorsteins Davíðssonar óskar Bændablaðið lesendum sínum árs og friðar. Erfitt að fá sviðalappir Allir vita hve svið eru vinsæll matur á Íslandi en sviðalappir eru líka vinsælar þótt þær séu ef til vill ekki jafn vinsælar og sviðin. Hins vegar er afar erfitt að fá sviðalappir nú til dags enda eru dýralæknar því andvígir að þær séu flutt- ar á milli svæða vegna ótta við riðusmit. Eitt sláturhús og kjötvinnsla getur þó selt sviðalappir hvert sem er en það er Fjallalamb á Kópaskeri. Svæðið norðan og austan við Kópasker er alger­ lega hreint af kindasjúkdóm­ um. Hjá Fjallalambi fékk Bænda­ blaðið þær upplýsingar að sviðalappir frá því í haust séu uppseldar en strax eftir áramót­ in verður haldið áfram að svíða og verður þá nóg til af þessu góðgæti allt árið. S.dór Hrikalegar verðhækkanir blasa við bændum bæði á tilbúnum áburði og kjarnfóðri á næst- unni. Vanalega liggur verð fyrir á áburði í nóvember eða jafnvel fyrr en nú eru engir áburðasalar hér á landi tilbúnir til að gefa upp verð á þeim áburði sem bændur þurfa að fá fljótlega eftir áramót- in. Sigurður Jarlsson, héraðsráðu­ nautur hjá Búnaðarsamtökum Vest­ urlands, sagði í samtali við Bænda­ blaðið að hann hefði sent öllum áburðarsölum tölvupóst fimmtudag­ inn 13. desember sl. og hvatt þá til að setja allar áburðategundirnar inn á forritið NPK en þar er gátt sem heitir Kjarni sem áburðasal­ arnir hafa aðgang að og hver um sig getur tengt sig við og gefið upp áburðategundir og verð. Fyrr en þeir hafa gert þetta er ekki hægt að hefja vinnu við áburðaáætlanir og bændur geta síðan valið áburð eftir því sem kemur fram hjá áburð­ arsölunum. Einnig á áburðarverðið að vera þar líka. Áburðaráætlun er ekki hægt að vinna fyrr en efn­ isbreytingar hafa komið fram hjá áburðarsölunum. Sigurður segist hafa fengið bréf frá Skeljungi hf um að þeir væru búnir að setja áburðartegundirnar inn í Kjarna en verðið væri núll og engin leið að ákveða það eins og staðan á heimsmarkaði væri núna. Sigurður sagðist hafa rætt við áburðarsalana og spurt þá hvort sá orðrómur væri réttur að von væri á allt að 45% hækkun á áburðarverði og þeir sögu að þetta væri rétt. Fyrir bragðið er enginn farinn að selja áburð ennþá vegna óvissunnar á erlendum markaði sem er í full­ komnu uppnámi. Þá hefur það komið fram í Bændablaðinu að svína­ og kjúk­ lingabændur búast við 30% hækk­ un á kjarnfóðri eða jafnvel enn meiri hækkun á næstu vikum. Ástæðurnar fyrir þessum hækk­ unum á áburði og kjarnfóðri eru nokkrar. Í fyrsta lagi hefur fjöl­ mörgum áburðarverksmiðjum ver­ ið lokað undanfarin ár vega sam­ dráttar í áburðasölu. Svo þegar Bandaríkjamenn fóru að vinna eldsneyti úr maís margfaldaðist þörfin fyrir tilbúinn áburð og verð­ ið þaut upp úr öllu valdi. Og vegna þess að maísinn í Bandaríkjunum fór nær allur í eldsneytisframleiðslu hækkaði verð á öðrum kjarnfóð­ urstegundum. Þannig að þarna eltir Einbjörn Tvíbjörn. S.dór Áburðarsalar spá 45% verðhækkun – Engir þeirra fást til að gefa upp verðið eins og er Næsta Bændablað kemur út þriðjudag- inn 15. janúar Eyjafjörður Byggingaverk- fræðingur frá Selfossi kaupir Grund I og II Guðjón Sigfússon, byggingaverk- fræðingur á Selfossi, hefur keypt Grund I og II í Eyjafirði en ekki Grund II A. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að hann hefði þegar ráðið til sín búfræðing sem sjá mun um búið ásamt aðstoð- armanni. Samtals eru þessar tvær jarðir um 340 hektarar þegar allt er talið og framleiðslu- rétturinn er 370 þúsund lítrar af mjólk. Hann segir að í fjósi séu 90 kýr og kvígur. Guðjón segist ekki hafa komið að kaupunum á jörðunum fyrr en nokkrum vikum eftir að þær voru fyrst auglýstar til sölu. Frændi Guðjóns býr á Hrafnagili en jarð­ irnar liggja saman og hvatti hann Guðjón til slá til og kaupa Grund I og II. Á Hrafnagili er mjög stórt mjólkurbú með rúmlega 900 þús­ und lítra framleiðslurétt þannig að saman verða þessi bú með 1,3 milljón lítra framleiðslurétt. Býlin munu hafa margháttaða samvinnu á sem flestum sviðum til að auka hagkvæmnina. Guðjón segir að í því sambandi komi mjög margt til vegna samlegðaráhrifanna. Ljóst er að vegna þeirrar sam­ vinnu sem á að taka upp milli bæjanna verður þarna um að ræða einhverja stærstu mjólkurframleið­ endur á landinu. S.dór

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.