Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 2007 Í byrjun desember var Ferguson- félagið formlega stofnað og ljóst er að mikill áhugi er fyrir framtakinu því 30 manns sóttu stofnfundinn og nú hafa um 50 manns skráð sig í félagið. Ragnar Jónasson, kenn- ari og áhugamaður um gamlar Fergusonvélar, á veg og vanda að stofnun félagsins . „Ástæðan fyrir því að ég réðst í að láta gera heimasíðu og stofna þetta félag er sú að ég er orðinn sextugur og er einn af þeim sem var í sveit í gamla daga og þar keyrði ég Ferguson­traktor. Síðan líður tíminn, maður horfir á þessar vélar, þeim fækkar og þær fara illa en þegar ég fékk land fyrir nokkr­ um árum ákvað ég að drífa í þessu og fékk mér sjálfur vélar,“ útskýrir Ragnar. Markmiðið að ná til sem flestra Ragnar er nú með tvær ógangfær­ ar Ferguson­vélar í biðstöðu í bíl­ skúrnum hjá sér, bensínvél frá árinu 1955 sem stutt er í að kom­ ist í gagnið en díselvélin frá 1953 á lengra í land. „Það mættu 30 á stofnfundinn og síðan er skráning inni á heima­ síðunni www.ferguson­felagid.tk en þar eru komnir yfir 20 þannig að ég segi að það séu komnir um 50 félagar. Það eru margir bænd­ ur eða fólk utan af landi sem hafa komið inn í gegnum Netið. Þetta eru vélakarlar og hinir sem hafa gaman af Íslandssögunni. Þessar vélar tengjast náttúrlega byltingu í landbúnaði þegar vélaöldin kom og leysti Skjóna gamla af hólmi,“ segir Ragnar og bætir því við að á stofnfundinum hafi verið fólk á öllum aldri, frá þrítugu og uppundir sjötugt þó að flestir í félaginu séu á aldrinum 45­60 ára. Á stofnfundinum skiptist fólk á reynslusögum sínum og áhuga á Ferguson­dráttarvélum en stutt er í að annar fundur verði haldinn. „Við vorum þrír settir í und­ irbúningsnefnd til að ganga end­ anlega frá lögum en við stefnum að framhaldsfundi og það verður að sjálfsögðu fyrir sauðburð,“ segir Ragnar og hlær! „Markmiðið er að ná til sem flestra, reyna að fá skemmtilegar sögur sem tengjast Ferguson, reyna að fá upplýsingar frá mönnum sem voru að gera við þessar vélar, hvernig björguðu þeir sér? Safna myndum af vélum og sögu þeirra. Á heimasíðunni undir liðnum Fergusoninn minn gæti orðið vísir að skráningu því hver vél á sér sögu. Hugsunin er að inni á síðunni verði til safn upplýsinga ef menn eru að gera við vélar þar sem þeir geta sótt leiðbeiningar um viðgerðir. Það eru ýmsar hugmynd­ ir í kollinum en það borgar sig ekki að fara hlaupa áður en maður getur gengið, það er best að leyfa svona félagsskap að þróast í rólegheitum og hafa bara gaman af þessu.“ ehg Gamli Gráni, eða Ferguson með bensínvél var fluttur inn til Vopnafjarðar árið 1949. Fyrsti eigandi vélarinnar var Friðrik Sigurjónsson bóndi og hreppstjóri í Ytri-Hlíð. Hann seldi vélina í Rauðhóla í sömu sveit árið 1958 og þar eru hún enn. Núverandi eigandi er Trausti Gunnsteinsson bóndi í Rauðhólum. Vélin hefur alltaf verið í lagi og notuð eitthvað, að vísu mismikið. Hún var yfirfarin og sprautuð síðastliðinn vetur og er að heita má eins og ný. Ef minni blaðamanns bregst ekki voru þó hvorki öryggisgrind né ámoksturstæki á Gamla Grána þegar hann var upp á sitt besta. En lengi geta góðir á sig blómum bætt. Ólafur Reykdal hélt áhugavert erindi á haustráðstefnu Matís á dögunum undir yfirskriftinni „Af hverju að borða íslenskt grænmeti? – Samanburður á efnainnihaldi íslensks og inn- flutts grænmetis“. Í erindi hans kom meðal annars fram að ríf- leg neysla grænmetis og ávaxta minnkar líkur á alvarlegum sjúkdómum og að Íslendingar borða einungis 99 grömm af grænmeti og 77 grömm af kart- öflum á dag að meðaltali, sam- kvæmt nýjustu neyslurannsókn- um. Góðar aðstæður til ræktunar Í erindi sínu bar Ólafur saman íslenskt og erlent grænmeti bæði hvað varðar gæði og efnainnihald og einnig aðgang að mörkuðum. „Aðstæður á Íslandi hvað varð­ ar ræktun grænmetis eru þær að við höfum svalt loftslag, ræktun fer fram í gróðurhúsum, við höfum jarðhita en erfið birtuskilyrði og því er notast við raflýsingu. Íslensku afurðirnar eru sérstakar á þann hátt að það er hægur vöxtur í útiræktun, sólarljós er af skornum skammti og hér eru fá meindýr,“ útskýrir Ólafur. Helstu framleiðslusvæði græn­ metis á Íslandi eru á Flúðum, í sveitum Suðurlands, í Borgarfirði og á Norðausturlandi. „Hér eru oft stuttar vegalengdir á markað og það leiðir af sér minni mengun við flutninga, meiri fersk­ leika og gæði. Íslenskt grænmeti kemur vel út hvað varðar útlit, ferskleika og bragðgæði. Seinni hluti vetrar er erfiður varðandi gæði en það á líka við um innflutt grænmeti. Nú eru hérlendis stærri og öflugri rekstrareiningar og til að tryggja gæðin þarf gæðakerfi, góða flokkun, pökkun og lág­ marksvinnslu,“ segir Ólafur og bætir við: „Matís er aðili að EuroFIR­ verkefninu sem felur í sér sam­ anburð á evrópskum gögnum og þar kemur í ljós að vítamín eru nokkuð svipuð í grænmeti á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd og steinefni eru mjög breytileg. Í heildina er næring­ argildið svipað milli landa en það sem er mikilvægast er að borða fjölbreytt úrval grænmetis því allt grænmeti er fullt af næringarefn­ um og hollustu.“ Mikilvæg efni í grænmeti Það er sennilega flestum ljóst að grænmeti veitir mikilvæg næring­ arefni eins og trefjar, vítamín og steinefni en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Í grænmeti eru einnig lífvirk efni sem eru okkur mann­ fólkinu mjög holl. „Lífvirk efni í grænmeti eru mörg, eins og ß­karótín og lýkó­ pen. Mikið mælist af ß­karótíni í gulrótum og af lýkópeni í tóm­ ötum, bæði íslensku og innfluttu grænmeti. Það sem meira er að það er mikið af lýkópeni í tóm­ ötum sem ræktaðir eru við raflýs­ ingu,“ útskýrir Ólafur. Í fyrirlestri sínum benti Ólafur á upplýsingaveitu Matís en hluti hennar er ÍSGEM­gagnagrunn­ urinn sem geymir upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði. Grunnurinn er birtur á net­ inu og eru fáanlegar upplýsingar um 45 efni í um 900 fæðutegundum. „Varnarefni eru notuð við ræktun grænmetis til að verjast skordýrum og illgresi. Matís sér nú um mælingar á þeim fyrir Umhverfisstofnun en mælingarnar fara fram á Akureyri. Það er stöð­ ugt unnið að sýnatöku og mæling­ um og tekin eru um 300 sýni á ári, bæði af grænmeti og ávöxtum, og leitað er 50 varnarefna. Yfirleitt greinast íslensk grænmetissýni ekki yfir hámarksgildum og flest sýnin eru án varnarefna. Almennt kemur íslenska grænmetið betur út en það innflutta,“ segir Ólafur. ehg Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís, hélt erindi á haustráðstefnu fyrirtækisins undir yfirskriftinni „Af hverju að borða íslenskt grænmeti?“ Íslenskt grænmeti kemur vel út Ólafur Reykdal flytur erindi sitt á ráðstefnu Matís á dögunum. Mikill áhugi á félagsskap Ferguson-dráttarvélaeigenda Fyrir skemmstu var haldið mat- arkvöld á Pottinum og pönn- unni á Blönduósi í tilefni af því að þriggja ára fjölþjóða strand- menningarverkefninu NORCE lauk fyrir skömmu. Húnaflóa- svæðið var meðal samstarfsaðil- anna í NORCE, undir forystu Byggðasafnsins á Reykjum. Eitt af markmiðum verkefnisins var að kynna matarmenningu svæð- anna og var því gefin út mat- reiðslubók til að kynna hana fyrir veitingamönnum og matráðum. Í bókinni, sem heitir Inspiration, eru fallegar ljósmyndir þar sem maturinn er á mjög smekklegan hátt sýndur í umhverfinu og eru m.a. fallegar ljósmyndir af Ströndum, ásamt uppskrift að lundabringum, marineruðum í aðalbláberjum. Á matarkvöldið mættu þeir sem tóku þátt í verkefninu, en ásamt stjórn Byggðasafnsins á Reykjum komu fjölmargir ferðaþjónustuaðilar að verkefninu. Meðal rétta sem boðið var upp á var selkjöt frá Höfnum á Skaga. Pétur Jónsson, fyrirverandi forstöðumaður Byggðasafnsins, var verkefnisstjóri Húnaflóasvæðisins. Hópurinn ferðaðist til landanna sem tóku þátt í verkefninu og sótti nám­ skeið. Nánar má fræðast um verk­ efnið á vefslóðinni www.norce.org. Húnaflóasvæðið Strandmenningarverk- efninu Norce lokið

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.