Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 2007 Það er notalegt að setjast niður á aðventunni eftir að fjósverkum er lokið og skrifa niður hugleiðingar um stöðu íslensku kýrinnar, þess­ arar eðalskepnu sem við erum svo lánsöm að fá að búa með. Ég er lengi búin að fylgjast með og taka þátt í umræðunni um innflutning nýs kúakyns. Ég tel mig hafa með eins opnum hug og mér er unnt hlustað á rök þeirra sem vilja nýtt kúakyn. En mér tekst ekki að sannfærast. Mér finnst málflutningur þeirra beinast að því að kenna kúnni sjálfri um allt sem miður hefur farið. Það er aldrei tekið mið af aðstæðum eins og þær hafa verið á hverjum tíma. Það virðist þurfa ákveðinn hvata til að bændur láti kýr sínar mjólka eins og þær geta. Á tímum offramleiðslu er þessi hvati ekki til staðar. Þar sem hús­ pláss var nægt og hey nóg þótti það góð búmennska að vera með fleiri kýr og kaupa minni fóður­ bæti til að fylla upp í kvótann. Kúnum er líka fundið allt til foráttu varðandi júgur og spena­ gerð og langan mjaltatíma. Það er ekki fyrr en nú að kröf­ ur um hraðar mjaltir eru að koma fram. Er það kúnni að kenna? Nei þessar kröfur eru aðallega tækni­ legs eðlis. Allt í einu eru þessar kýr, sem bændur vildu ekki sjá á básum sínum fyrir stuttu, vegna þess að þeim var hættara við að leka og básarnir urðu þessa vegna blautir og skítugir, orðnar þær heppilegustu í mjaltaþjónana. Sem betur fer eigum við þessa eiginleika ennþá í stofninum og upplýsingar um mjaltahraða liggja fyrir í fjósum með þessa nýju tækni. Það þarf að finna leið til að koma þessum upplýsingum inn í kynbótamatið. Og þá kemur að bóndanum sjálfum. Hann verður að gera sér grein fyrir hvernig kýr hann vill og að það er hann sjálfur sem þarf að rækta upp eigin hjörð. Undir­ staðan er auðvitað vandað skýrslu­ hald. Séu heimanaut notuð þarf að senda inn ætternisupplýsingar um nautið og fá fyrir það númer og er gripurinn þá fullgildur í rækt­ uninni. Við höfum síðan aðgang að góðum upplýsingum um sæð­ inganautin og mæður þeirra. Það er alveg óþarfi að kenna ráðunautunum okkar um léleg­ ar kýr. Nýtum frekar þekkingu þeirra okkur til framdráttar. Ég tók því sem gefnu að allir skiluðu inn efnamælingum úr sín­ um kúm. Ég gæti ekki staðið í ræktun nema að hafa þessar upp­ lýsingar við höndina. Ég veit að ég fer ekki fram á lítið en ég bið ykkur alla kúa­ bændur að skila inn sýnum einu sinni í mánuði og leggja ykkar af mörkum til sameiginlegs rækt­ unarstarfs. Það er og verður okkar hlutverk að varðveita þennan stofn og við gerum það best með því að hafa kýrnar í framleiðslu. Það er staðreynd að erlend kúakyn mörg hver mjólka meira en okkar kýr. En er allt fengið með því? Það er okkar hagur að hafa eitt kúakyn. Tvöfalt kerfi er einfaldlega of dýrt. Kröfur um hagræðingu minnka ekki. Og nú erum við hver og einn bóndi að hagræða á okkar búum. Sú hag­ ræðing er ekki enn farin að skila sér að fullu. Þó eru að koma fram vísbendingar um að við séum á réttri leið. Með betri aðbúnaði, betri fóðrun og að sjálfsögðu markvissari ræktun er nyt kúnna sífellt að aukast og ending þeirra að lengjast. Milljarður á ári í vasa bænda er há upphæð eins og lesa má út úr skýrslu þeirri sem birt var nú á haustmánuðum. En verður þessi milljarður ekki fljótur að hverfa þegar kostnaður við skiptingu á kynjum verður reiknaður út. Og er einhver trygging yfir höfuð að þessir aurar myndu lenda í okkar vasa? Við vitum hvað við höfum. Um leið og ég býð nýjan land­ búnaðarráðherra Einar K. Guð­ finnsson velkominn til starfa fyrir okkur bændur þá vil ég þakka fyrrum landbúnaðarráð­ herra Guðna Ágústssyni fyrir hans mikla vinnuframlag á liðn­ um árum, það hefur munað um minna. Mér sýnist á öllu að við höfum haft og höfum fengið víðsýna menn til starfa sem líta á málin í víðu samhengi. Við megum heldur ekki vera svo sjálfhverf að geta ekki litið út fyrir eigin raðir, heldur ber okkur að hlusta á fólkið í landinu sem að stórum hluta er velviljað okkar störfum og vill halda í íslenska kúastofninn. Erum við ekki að framleiða mjólk fyrir okkar fólk fyrst og fremst? Öll samkeppni er og verður erfið héðan frá okkar ágætu eyju í Norður­Atlandshafi. Nýtt kúakyn breytir þar engu um nema síður sé. Á þessum tímum alþjóðarvæð­ ingar verður það sérstaðan sem stendur upp úr. Og hana höfum við. Við finnum hvergi annars staðar íslenskar kýr. Með ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Hugleiðing á aðventu Íslenska kýrin Ásthildur Skjaldardóttir bóndi á Bakka, Kjalarnesi bakkabuid@simnet.is nautgriparækt Sjálfsagt þykir mörgum að það liggi í augum uppi hvað íslenskt kúakyn er. Mér sýnist hins vegar að í umræðunni um íslenska kúa­ kynið og hugsanlega notkun af­ kastameira kúakyns, megi í vaxandi mæli greina tvö meginsjónarmið í afstöðunni til íslenska kúakynsins. Líklega eiga þessi tvö sjónarmið einnig við um fleiri búfjártegundir. Fyrra sjónarmiðið byggir á þeirri grundvallarhugsun að kýrin sé fyrst og síðast framleiðslutæki kúabóndans. Hún breyti fóðri í verðmæta afurð og sé eign bóndans í öllum skilningi. Hann leggi á ráðin um hvaða einstaklingum sé æxlað saman þegar nýr gripur verður til, og það séu sameiginlegir hagsmun­ ir bóndans og kýrinnar að henni líði vel í uppeldi og á æviskeiði öllu. Í fyllingu tímans taki bóndinn síðan ákvörðun um að farga gripn­ um. Í þessu ferli þurfi bóndinn að sjálfsögðu að virða stjórnvaldsfyr­ irmæli um meðferð og aðbúnað kýrinnar, en að öðru leyti sé tilvist kýrinnar alfarið háð ákvörðunum bóndans. Í þessu felst almennt að bóndinn vilji hafa fullt og óskert frelsi til að rækta gripi með þeim eiginleikum sem hann telur henta á hverjum tíma og margir vilja þá einnig geta notað það kúakyn sem þeir telji best henta hverju sinni. Það má kalla þetta nytjahyggju. Síðara sjónarmiðið virðist mér byggja á því að líta á kúakynið (og líklega búfjárkyn almennt) sem ákveðna náttúruauðlind og gjarnan hluta af stærri heild. Í því felist að sá arður sem kynið skili á hverjum tíma sé aðeins hluti af verðgildi þess. Hvaða atriði hafi einnig verð­ gildi fer nokkuð eftir einstakling­ um, en sem dæmi má nefna að nú mun Landbúnaðarháskóli Íslands væntanlega reyna að leggja mat á virði íslenska kúastofnsins sem erfðahóps út frá erfðafræðileg­ um og ræktunarlegum forsendum. Forvitnilegt viðfangsefni, en óvíst að það reiknaða virði hafi gildi fyrir eigendur þeirra gripa sem mynda kynið. Mér virðist að þeir sem aðhyllast þessa sýn á íslenska kúa­ kynið séu frekar tilbúnir að ganga nokkuð langt í að þrengja frelsi einstakra búfjáreigenda til sjálf­ stæðrar ákvarðanatöku við ræktun og kynbætur en þeir sem aðhyllast nytjahyggjuna. Þetta síðara sjón­ armið má kalla heildarhyggju. Ef þessi skipting er nærri lagi vakna ýmsar spurningar. Það liggur í loftinu að á næstu mánuðum geti komið fram umsókn um heimild til innflutnings á afkastameira kúa­ kyni. Eflaust aðhyllist meirihluti þeirra sem að þeirri umsókn standa, nytjahyggjuna, og telur sig sig vera á réttri braut út frá sínum forsend­ um. Þeir sem vilji taka í notkun afkastameira kúakyn taki sjálfir þá áhættu sem því kunni að fylgja, ef einhver sé. Einstakir kúabændur eigi í því efni að standa og falla með sínum ákvörðunum og enginn sé með neinum hætti neyddur til þátttöku í ræktun hins afkastameira kúakyns. Þá munu þeir benda á þá almennu þróun sem nú er í gangi til aukins frelsis í milliríkjaviðskiptum með búvörur sem óhjákvæmilega kalli á að lækka þurfi framleiðslu­ kostnað nautgripaafurða á Íslandi, m.a. með notkun afkastameira kúa­ kyns. Það er líklegt að einhverjir, sem koma þá væntanlega úr hópi þeirra sem aðhyllast heildarhyggjuna, muni telja innflutning afkastameira kúakyns óskynsamlega ráðstöfun. Með því móti minnki stofn þeirra kúa sem fyrir sé í landinu og rækt­ un hans verði erfiðari. Líklegt er að einnig verði bent á sérstöðu í mörgu tilliti, allt frá sögu stofns­ ins yfir í litafjölbreytni og hugs­ anlega sérstöðu afurðanna. Einnig verður hugsanlega bent á að sam­ keppnisstaða núverandi kúakyns verði erfið gagnvart afkastameira og þar með hagkvæmara kúakyni. Varðandi aukin viðskipti með búvörur milli landa er líklegt að einhverjir úr þessum hóp telji sér­ stöðuna í víðum skilningi skipta meira máli en verðið. Þá kemur lík­ lega fram það sjónarmið að betra sé að flytja inn mjólkurvörur en fram­ leiða hér hráefni í þær með afkast­ ameira kúakyni. Eflaust eru bæði nytjahyggj­ an og heildarhyggjan komin til að vera. Hver sem framvindan verður finnst mér skipta máli að gera til­ raun til að skilgreina stöðuna. Því eru þessi orð sett á blað. Gleðileg jól! Þórólfur Sveinsson bóndi Ferjukoti II thorolfu@centrum.is nautgriparækt Íslenskt kúakyn, hvað er það? Hér er um að ræða mikla tjónvalda fyrir fjárbændur. Tjónið virðast hafa farið í aukana á síðustu árum. Þessi fyrirbrigði þarfnast rannsókna til að finna megi orsakirnar, sem ennþá eru ekki nógu vel þekktar og trú­ lega fjölþættar. Fram undan er und­ irbúningur að rannsóknarverkefn­ um, sem gerð verður nánari grein fyrir í Bændablaðinu síðar. 1. Í fyrsta lagi er um að ræða fóst­ urdauða snemma á meðgöngu helst í gemlingum. 2. Í öðru lagi er um að ræða dauða ærfóstra og lamba um burð þ.e. rétt fyrir burð, í burði og rétt eftir burð án þess að sýklar virð­ ist koma við sögu. 3. Í þriðja lagi er svo lambalát af völdum smitefna, oftast nokkru fyrir tal á seinni hluta með­ göngu (Toxoplasma, Listeria, Campylobacter). Fósturdauði í gemlingum Það uppgötvaðist af alvöru, þegar farið var að telja fóstur eða fóst­ urvísa í ánum snemma á með­ göngutíma þ.e. snemma í febrúar og fram eftir mars með svoköll­ uðum ómtækjum. Það er gert svo að fóðrun þeirra og meðferð geti orðið markvissari og hagkvæmari. Þeir talningamenn, sem glögg­ ir voru sáu fljótlega að ekki var allt með felldu. Á einstöku bæjum var greinilegt að dauð fóstur voru í mörgum gemlingunum, jafnvel meiri hluti fóstranna dauður, ýmist annað fóstur eða bæði. Á öðrum bæjum ber minna á þessu og ekkert á þeim flestum. Sama vandamálið getur valdið tjóni fleiri en eitt ár Þar sem talið var seint eða ef talið var oftar en einu sinni, sást að fóstr­ in eyddust í mörgum tilfellum, og soguðust upp, ekkert eiginlegt fóst­ urlát varð. Hefði ekki verið talin fóstur, hefði enginn vitað annað en að gemlingurinn var geldur. Menn hafa vitað af þessum vanda í nokkur ár sums staðar og ýmislegt hefur verið reynt til að draga úr tjóni. Lítt hefur miðað. Síðastliðið vor fór af stað for­ könnun á reynslu manna. Ólafur Vagnsson raðunautur í Eyjafirði náði sambandi um 35 fjárbændur, sem höfðu orðið fyrir veruegu tjóni. Spurt var um ýmsa þætti. Eini þátt­ urinn, sem virtist skipta sköpum var selengjöf. Einir 10 bændur höfðu prófað selengjöf sl. vetur, flestir með sprautum en einnig með því að gefa Tranol. Nánast allir losnuðu við fósturdauðann, sem þó hafði verið allverulegur árin á undan. Tranol virðist þurfa að gefa allan veturinn til vors, ef það á að hafa áhrif. Þá er spurningin, hvenær er best að sprauta og með hversu miklu magni. Rétt er að vekja athygli á því, að selengjöf dugar ekki, þegar selenskortur er ekki til staðar. Selengjöf í fóðri gagnast misvel og ekki má gleyma því, að of mikið af seleni er hættulegt. Allur vari er því góður. Hægt er að fá hugmynd um selen í líkama með óbeinni mæl­ ingu á blóðsýni. Dauðfædd lömb Það virðist fara vaxandi að fullburða lömb fæðist dauð eða líflítil, deyi í burði eða fljótlega eftir fæðingu. Orsakir slíkra dauðsfalla eru ekki að fullu þekktar, en oft er hægt er að komast nærri þeim með krufningu. Á síðasta vori var safnað lömbum til krufningar víða um land í því skyni að komast nær hinu sanna. Komið var til móts við bændur með því að bjóða ókeypis krufningu á lömbum nær fullburða dauðfæddum og allt að 2ja daga gömlum, hafa söfnunar­ staði fyrir lömb á ýmsum stöðum og fara um til að kryfja. Þurftu bænd­ ur að kæla dauðu lömbin strax og koma þeim í kælingu í ís eða snjó á krufnngarstað. Auk þess gátu menn eins og áður sent að Keldum. Í ljós kom, að væru fóstrin eða lömb­ in kæld strax, mátti geyma þau í ís (ekki í frosti) allt að 2 vikum. Varla voru undirtektirnar nógu góðar, þrátt fyrir þetta. Alls voru krufin 486 lömb. Algengasta einstök orsök dauða eða um 20% voru áverkar eða hnjask, sem valda innvortis blæðingum. Úr því dóu 104 lömb. Þeir áverkar geta orðið fyrir burð, þ.e. lambið verður fyrir höggi í móðurkviði, t,d, þegar kind ryðst út og inn um dyr, eða þá ef burður erfiður eða burðarhjálp er óvægin. Lifrin springur oftast og blæðingar verða innvortis og svo eftir burð, ef ær krafsar í lamb eða leggst á það. Af völdum sýkingar af ýmsu tagi dóu 103 eða önnur 20%. Grunur um selenskort eða E­vít­ amínskort sem dauðaorsök var 59 lömb, 46 lömb virtust hafa kafn­ að þ.e. lokast hafði á naflastreng í móðurkviði eða í burði eða lambið kafnað í hyldum við burð, 40 lamb­ anna virtust hafa dáið af þekkt­ um fósturlátsvöldum: kattasmiti svokölluðu (Toxoplasma)og af Hvanneyrarveiki og smitandi fóst­ urláti (Campylobacter) eða um 10 lömb. Úr hungri og króknun og kröm dóu um 20 lömb. Annað sem kom fyrir var m.a. Slefsýki, lamba­ blóðsótt, flosnýrnaveiki, joðskortur, garnaflækja, vansköpun o.fl. órann­ sóknarhæf með öllu vegna rotnunar eða vanþroska voru um 10 og orsök fannst ekki í 60 lambanna. Áhugi virðist vera á því að halda áfram þessum rannsóknum. Vekja þarf umræðu um það, hvernig best verður að standa að slíku. Dauðfædd lömb og fósturdauði Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Landbúnaðarstofnun ss@lbs.is Sjúkdómavarnir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.