Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 200733 Áhættumat í ferðaiðnaði Borið hefur á kröfum um gerð skriflegs áhættumats frá erlendum ferðaskrifstofum í hinum ýmsum geirum ferðamála sem selja ferðir hingað til lands eins og t.d. vegna hestaferða, skotveiða, flúðasiglinga og fleira. Þessi gerð af áhættumati fellur ekki undir vinnuverndarlög­ in og er ekki krafist samkvæmt íslenskum lögum. Aðferðafræðin er hinsvegar sú sama og þess vegna enn ríkari ástæða að kynna sér aðferð Vinnueftirlitsins. Tilkynning slysa Að lokum vill ég minna bændur á skráningu slysa, en samkvæmt lögum nr. 46/1980 skal atvinnu­ rekandi án ástæðulausrar tafar tilkynna Vinnueftirlitinu um öll slys þar sem starfsmaður verð­ ur óvinnufær í a.m.k. einn dag auk slysdagsins. Því miður er allt of algengt að atvinnurekendur og starfsfólk ekki viti af þessari skráningaskyldu eða einfaldlega sleppi því að tilkynna slysin. Talið er að einungis fjórðungur allra tilkynningaskyldra slysa berist Vinnueftirlitinu. Slysaskráningin hefur fyrst og fremst forvarn­ argildi fyrir vinnumarkaðinn. Vinnueftirlitið fær þarna mik­ ilvægar upplýsingar um mögulegar hættur út á vinnustöðunum og getur brugðist við með breytt­ um áherslum í eftirlitinu, átaks­ verkefnum og fræðslu. Eyðublöð og leiðbeiningar um tilkynningu vinnuslysa til Vinnueftirlitsins er að finna á heimsíðu stofnunarinnar www.vinnueftirlit.is Samvinnuverkefni Gerð skriflegs áhættumats er nýtt hér á landi og hvet ég ykkur bænd­ ur til að taka vel á móti eftirlits­ mönnum okkar þegar þeir koma í heimsókn. Saman klárum við þetta verkefni eins og öll önnur. Það er um að gera að mikla þetta ekki fyrir sér. Aðgerðin er tiltölulega einföld en árangursrík. Áhættumatið hefur skilað góðum árangri í Evrópu og á án vafa eftir að gera slíkt hið sama hérlendis. Til að undirstrika mik­ ilvægi áhættumats þá má nefna að Evrópska vinnuverndarstofn­ unin í Bilbao á Spáni hefur ákveð­ ið að áhættumat (risk assessment) fyrir vinnustaði verði þema næstu tveggja vinnuverndarvika sem haldin eru í október árlega. Að lokum vill ég minna á að Vinnueftirlitið verður með fræðslu og upplýsingar á vormánuðum á fræðslu­ eða búnaðarþingi. Loðdýrabúið Ásgerði 2 í Hruna- mannahreppi fagnar 20 ára af- mæli sínu um þessar mundir en starfsemin hófst 10. desember 1987 með kaupum á 300 læðum. Nú er búið með 2800 læður og hefur verið að ná gríðarlega góðum árangri, m.a. hvað varðar frjósemi og feldgæði. Fóðurþörf búsins er um 600 tonn á ári. Eftir að uppbyggingu á loðdýra­ húsum og aðstöðu lauk, sem eru samtals um 6000 fermetrar, var farið í að vélvæða fóðurgerð og skinnaverkun búsins og er það nú mjög vel tækjum búið; til dæmis eru notaðir róbótar sem hafa tekið yfir mestu handavinnuna og erf­ iðið. Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsótti loðdýrabúið í Ásgerði í tilefni af 20 ára afmælinu og tók meðfylgjandi myndir. Fjölskyldan í Ásgerði: Hjónin Sig- urður Jónsson og Guðrún Guð- mundsdóttir ásamt syni sínum Þor- birni sem er yfir búinu. Eiginkona hans, Jóna Guðmundsdóttir, er einnig eigandi. Loðdýrabúið Ásgerði fagnar 20 ára afmæli: Byrjaði með 300 læður en þær eru orðnar 2800 Skinnin frá Ásgerði eru boðin upp fimm sinnum á ári á uppboðsmörk- uðum í Kaupmannahöfn og Hels- inki. Búið hefur fengið mjög gott verð fyrir skinn sín á síðustu árum. Þorbjörn með eitt dýrið á búinu. Loðdýrabúið í Ásgerði hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars fyrir bestu skinnin og frjósemina.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.