Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20071 Bifrestingar í Bakkakoti Góður hópur viðskipta­ og lögfræðinema frá Háskólanum á Bifröst heim­ sótti Bakkakot í Stafholtstungum á dögunum. Tilgangurinn var að kynna sér íslenska sauðfjárrækt og því lá í augum uppi að halda fræðslukvöldið í fjárhúsunum. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi og háskólanemi hélt erindi um fjárbúskapinn í Bakkakoti og almenna stöðu sauðfjárræktarinnar í landinu. Á eftir ræddi Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna við hópinn og fór vítt og breitt í umfjöllun um landsins gagn og nauðsynjar. Ekki var annað að merkja af hópnum en hann hefði bæði gagn og gaman af á meðan hann gæddi sér á heimareyktu hangikjöti og öðru góðgæti. Umræður voru líflegar eins og tíðkast á stundum sem þessum og ekki spillti fyrir nærvera jarmandi kvikfjárins í hlýjum húsunum. Að sjálfsögðu var annar hver gestur í lopapeysu eða með tignarlegt háls- skraut úr lopa. Hér eru þau Elfa Gunnarsdóttir, Arnar Þór Óskarsson og Lína Móey Bjarnadóttir. Sigurgeir Sindri bóndi útskýrði muninn á „fallþunga“ og „fallhraða“ með tilbrigðum auk þess að rekja sögu búsins í Bakkakoti og stöðu íslenskrar sauðfjárræktar. Eftir að fræðslukvöldinu lauk náði ljósmyndari Bændablaðsins hópmynd af húsráðendum ásamt nokkrum eftirlegukindum. Frá vinstri: Kristján F. Axelsson, Kristín Kristjánsdóttir, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Eiríkur Blöndal, Haraldur Benediktsson og Sigurður Eyþórsson. Þórir Páll Guðjónsson kennari á Bifröst var mættur í fjárhúsin og sést hér ásamt námsmeyj- unum Söru Björg Ágústsdóttur, Hafrúnu Pálsdóttur og Svanfríði Kristjánsdóttur. Stofna samtökin Vinir Kvennaskólans á Blönduósi Skólahúsið verði sannköll- uð staðarprýði Stofnuð hafa verið samtök- in „Vinir Kvennaskólans á Blönduósi“ en það voru konur sem eitt sinn voru nemendur eða kennarar í Kvennaskólanum á Blönduósi eða tengjast honum á annan hátt sem stofnuðu samtök- in. Markmið þeirra er að stuðla að endurbyggingu Kvennaskólahússins, standa vörð um eignir og minjar skólans, sögu hans og mennt- unar kvenna sem og að efla og styrkja starfsemi sem teng- ist menntun og menningu í Kvennaskólahúsinu og loks að kynna verkefnið og vekja áhuga almennings á því. Nú á haustdögum er að ljúka fyrsta áfanga endurbóta á Kvennaskólahúsinu. Skipt var um þak á aðalbyggingu og frárennslislagnir endurnýj­ aðar. Áfram verður haldið á næsta ári ef fjárveitingar fást til verksins en mikill hugur er í Húnvetningum að gera skóla­ húsið svo úr garði, að það verði sannkölluð staðarprýði. Ljóst er að verkefnið er kostnaðarsamt en leggist margir á árar færist fleyið hratt áfram. Í húsinu verður síðan vafa­ lítið komið á starfsemi sem hæfir þessum aldna skóla og menningarsetri byggðalaginu til heilla og menningarauka. Þarna á eftir að verða líf og fjör eins og forðum daga . Aðalbjörg Ingvarsdóttir er formaður samtakanna en aðrir í stjórn eru Kristín Ágústsdóttir, Kolbrún Zophoníasdóttir, Sig­ rún Kristófersdóttir, Hlíf Sig­ urðardóttir, Kristín Jónsdóttir og Stefanía Garðarsdóttir. Hvetja samtökin Húnvetninga, búsetta í héraði eða brottflutta sem og námsmeyjar, að styðja við samtökin. Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 25/2007 um útnefningu fjarskiptafyrirtækja með skyldu til að veita alþjón- ustu en þau eru Síminn, Míla og Já upplýsingaveitur. Stofnunin birti þann 16. maí síðastliðinn samráðsskjal þar sem öllum hagsmunaaðilum var boðið að tjá sig um atriði er lúta að alþjón- ustu. Athugasemdir bárust frá Símanum, Félagi heyrnarlausra og Bændasamtökunum. Í ákvörðuninni er þeim skyldum sem falla undir alþjónustu í lögum um fjarskipti skipt upp á milli Mílu ehf., sem hefur skyldu til að veita aðgang að almenna fjarskiptanet­ inu; Símans hf., sem hefur skyldu til að veita talsímaþjónustu, gagna­ flutningsþjónustu með 128 kb/s flutningsgetu og reka almennings­ síma um land allt, og Já upplýs­ ingaveitna ehf., sem hefur skyldu til að gefa út símaskrá og reka upplýs­ ingaþjónustu um símanúmer í núm­ erinu 118. Þá er einnig kveðið á um að Síminn og Já upplýsingaveitur skuli verða við öllum sanngjörnum kröfum hagsmunasamtaka öryrkja sem leitast við að jafna aðgang félagsmanna sinna að þeirri þjón­ ustu sem fellur undir alþjónustu. Þak á kostnað alþjónustuhafa 650 þúsund Athygli vekur að engar af þeim athugasemdum sem komu frá Bændasamtökunum voru teknar til greina, það er, að samtökin voru alfarið á móti því að þak yrði sett á kostnað alþjónustuhafa við lagn­ ingu nýrra tenginga og/eða við­ hald á einstökum tengingum og að samtökin telja að þær áskrift­ arleiðir sem Síminn býður þeim sem eingöngu eiga kost á tengingu með 128 kb/s gagnaflutningshraða hvorki mæta þörfum notenda né uppfylli þær skyldur stjórnvalda til að bjóða fjarskiptaþjónustu á sama verði um allt land. Niðurstaða Póst­ og fjarskipta­ stofnunar er sú að nauðsynlegt sé að setja ákveðin viðmiðunarmörk varðandi þann kostnað sem rétt þykir að alþjónustuveitandi beri að jafnaði við lagningu nýrra teng­ inga og/eða viðhalds á einstökum tengingum líkt og sett hafa verið í Bretlandi og á Írlandi. Kvöð um að alþjónustuveitandi eigi að tengja alla án tillits til kostnaðar er einnig ósanngjörn gagnvart meiri­ hluta notenda þar sem hún getur orðið þess valdandi að gjöld hækki umfram það sem eðlilegt mætti teljast. Hvað varðar sjónarmið BÍ að setning viðmiðunarmarka muni hafa áhrif á byggðaþróun, þá getur stofnunin ekki tekið undir það. Umsækjendur verða því að taka þátt í hluta af kostnaði við að koma á tengingu þar sem kostnaður við hverja tengingu verður umfram sett viðmiðunarmörk. Að ofansögðu og vegna fleiri þátta sem stofnunin taldi til þykir rétt að miða við að sá kostnaður sem alþjónustuveitandi hefur af hverri heimtaug sé allt að 650.000 kr. án vsk. Áskriftarleiðum Símans ekki breytt Einnig gagnrýndu Bændasamtökin að þær áskriftarleiðir sem Síminn býður í dag mæti ekki þörfum not­ enda og stangist á við vilja stjórn­ valda um að sama gjald skuli greitt fyrir alþjónustu alls staðar á landinu og kemur m.a. fram í 3. mgr. 20. gr. fjarskiptalaga. Jafnframt var vísað í 3. gr. reglugerðar um alþjónustu nr. 641/2000 í þessu sambandi: „Þó segja megi að verð á ISDN­ þjónustu sé alls staðar það sama þá er hvergi minnst á ISDN í fjar­ skiptalögum né í reglum um alþjón­ ustu. Samkvæmt áskriftarleið sem Síminn býður í dag ISDN­notend­ um greiða þeir 62 sinnum hærra verð pr. bita gagnaflutnings en ADSL­notandi í þéttbýli. Þá er rétt að halda til haga að íbúi í dreifbýli sem aðeins á kost á ISDN­þjónustu alþjónustuveitanda (Símans) býr við 100 sinnum lélegra gagnaflutn­ ingssamband en venjulegur ADSL­ notandi. Það er þannig ljóst að þeir íbúar landsins sem hafa einungis aðgang að ISDN­tengingum (um 40% íbúa allra lögbýla landsins) greiða umtalsvert hærra gjald að netinu þrátt fyrir að þessi þjónusta sé hluti af alþjónustu.“ Bændasamtökin töldu þann­ ig mikilvægt að Póst­ og fjar­ skiptastofnun tryggði með öllum ráðum að sama gjald væri greitt fyrir alþjónustu alls staðar á land­ inu eða að sett yrði þak á gjald til notenda fyrir gagnaflutnings­ þjónustu. Núverandi fyrirkomulag stangaðist á við stefnu stjórnvalda (og Evrópusambandsins) um jafnt aðgengi að upplýsingasamfélaginu. „Póst- og fjarskiptastofnun dregur pólitískar línur“ Niðurstaða Póst­ og fjarskipta­ stofnunar er að Síminn hafi, að því er varðar verðlagningu á þjónust­ unni, komið eins langt til móts við þann hóp notenda sem einungis á kost á gagnaflutningi með 128 kb/s flutningsgetu. Sérstaklega ef litið er til þess hvað uppbyggingin kost­ aði og þeirrar greiðsluskyldu sem nú hefur verið lögð á fjarskipta­ fyrirtæki í landinu með úrskurði nefndarinnar. Ekki eru því rök til þess að hægt sé að hlutast til um á grundvelli reglna um alþjónustu að gerð sé breyting á núgildandi áskriftarleiðum Símans sem í gildi eru fyrir þessa þjónustu. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, forstöðumanns tölvudeildar BÍ, veldur þessi niðurstaða Póst­ og fjarskiptastofnunar töluverðum vonbrigðum þótt hún komi í sjálfu sér ekki á óvart því það er við ramman reip að draga. „Það er þó rétt í ljósi þessarar niðurstöðu að velta fyrir sér alvarlega hver á að verja hagsmuni hinna dreifðu byggða til að tryggja jafnræði á við þéttbýlisstaðina sem njóta ávinn­ ings af samkeppninni á fjarskipta­ markaði með tilheyrandi uppbygg­ ingu og hagstæðs verðs. Með sölu Símans settu stjórnvöld ýmsa var­ nagla í fjarskiptalög og reglugerðir til að tryggja jafnræði alla lands­ manna og síðan taldi ég að Póst­ og fjarskiptastofnun ætti að hafa eftir­ lit fyrir hönd stjórnvalda með því að þeim ágætu lögum yrði fram­ fylgt. Það kann að vera misskiln­ ingur hjá mér. Staðan er allavega sú í dag, eftir þennan úrskurð Póst­ og fjarskiptastofnunar, að íbúar í dreifbýli geta átt von á að þurfa að greiða háar upphæðir í endurnýj­ un á tengingum við almenna fjar­ skiptanetið til að njóta alþjónustu, sem og að stór hluti íbúa á lögbýl­ um býr við alls óviðunandi aðgang að upplýsingahraðbrautinni. Með þessum úrskurði er einnig dreg­ ið úr samtryggingarþættinum þar sem umframkostnaður er lagður á notendur á erfiðum svæðum til að draga úr hlutverki jöfnunarsjóðs alþjónustu sem hafði það hlutverk að jafna þessa byrði á alla notend­ ur fjarskiptaþjónustunnar. Póst­ og fjarskiptastofnun er þannig einnig að draga pólitískar línur sem ég hélt að væri ekki hennar hlutverk. Ég tek fram að ég gleymi ekki mik­ ilvægu hlutverki Fjarskiptasjóðs í að byggja upp fjarskiptaþjónustu þar sem er markaðsbrestur en það er, vel að merkja, átaksverkefni stjórnvalda.“ Notendur þurfa að greiða Símanum umframkostnað ­ Mikil vonbrigði segja Bændasamtökin Næsta Bændablað kemur út 15. janúar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.