Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20073 Líf og starf Það eru engir eins lánsamir og við Íslendingar þegar kemur að húshitun, enda erum við dugleg- ir að beisla endurnýjanlegan og ódýran jarðvarma. Hitaveitur færa um 90% landsmanna ódýra og hreina orku sem er oft vanmetin. Sá hópur sem eftir situr býr á svokölluðum köld- um svæðum þar sem jarðhita nýtur ekki við eða er ófundinn enn. Langstærsti hluti þessa hóps býr við rafhitun meðan enn aðrir nota olíu til hitunar. Báðir kostirnir eru talsvert dýrari en sú orka sem heita vatnið býður. Til að jafna búsetuskilyrði hefur hefur rafmagn og olía verið greidd niður síðan 1982. Þann 24. nóvember 2005 hófst formlega rekstur Orkuseturs, sem staðsett er að Borgum á Akureyri. Hlutverk setursins er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyr­ irtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar en verkefnin eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðslu­ efnis. Það er því sjálfgefið að eitt af meginmarkmiðum Orkuseturs er að vinna með þennan hóp not­ enda sem býr í raf­ og olíuhituðu húsnæði. Niðurgreiðslur Niðurgreiðslur ríkisins eru umtals­ verðar og nemur upphæðin árlega um milljarði króna. Niðurgreiðslan er um um þrjár krónur á kWh á allri hitun upp að fjörtíu þúsund kWh. Þá má segja að þeir sem njóta niðurgreiðslna séu í raun að hita híbýli sín í samvinnu við ríkið. Það er því sameiginlegt hags­ munamál ríkis og íbúa að ná niður kostnaði við rafhitun. Út frá hreinni orkunýtni er ljóst að nið­ urgreiðslur minnka áhuga á orku­ sparnaði og draga úr hagkvæmni ýmissa orkusparandi aðgerða. Niðurgreiðslukerfið býður hins­ vegar líka upp á ýmsa möguleika t.d. eingreiðslu sem gæti orðið veruleg hvatning til aðgerða. En hvað er til ráða? Til einföldunar má skipta mögu­ leikunum á lækkun kostnaðar við rafhitun í þrennt: • Aukin vitund um orkunýtni • Aðrir orkugjafar • Bætt einangrun Aukin vitund Með aukinni vitund notenda um bætta orkunýtni má ná fram umtalsverðum sparnaði með litlum sem engum tilkostnaði. Til dæmis er vitað að orkunotkun minnk­ ar um 7% ef innihiti er lækkaður um 1°C. Ef við gerum ráð fyrir að helmingur notenda hafi örlítið of heitt inni, þá er fræðilega hægt að minnka orkunotkun á ári um 12 GWh og spara ríkinu um 35 m.kr. Rétt hitastýring á ofnum og skyn­ samlegri loftun eru önnur dæmi um ódýrar leiðir til að draga úr hitatapi. Orkusetur hefur þegar sett upp heimasíðu þar sem finna má ýmsar ráðleggingar um orkusparnað við húshitun. Aðrir orkugjafar Gnægð hreinnar og ódýrrar orku hefur þrengt sjóndeildarhring okkar talsvert og fjölbreytni orkugjafa á Íslandi er því minni en gengur og gerist annars staðar. Fáir kostir eru samkeppnishæfir við jarðhitann en varmadælur og viðarkynding þykja víða vænlegir kostir erlendis til að draga úr rafhitun. Niðurgreiðslan tryggir oftast að aðrir kostir stand­ ast illa arðsemiskröfur en það gæti breyst í ákveðnum tilvikum ef þær væru greiddar út í einu lagi sem eingreiðsla líkt og átta ára nið­ urgreiðsla er greidd út til að liðka fyrir hitveituvæðingu. Dæmi um lausn sem fræðilega gæti sparað umtalsverða orku eru varmadælur. Varmadælur eru af ýmsum gerðum en samanstanda venjulega af dælu­ búnaði og leiðslum sem mynda lokað gas/vökvakerfi. Varmadæla skilar frá sér varmaorku til upp­ hitunar. Til þess þarf hún raforku til að knýja dælukerfið en sú raf­ orka er þó mun minni en þyrfti við hefðbundna rafhitun. Íslenskar aðstæður eru að mörgu leyti sérstæðar t.d. með tilltiti til loftslags og berggerðar og brýnt er að kanna áhrif þess á hinar ýmsu gerðir varmadæla. Orkusetur hefur komið að nokkrum verkefnum þar sem markmiðið er að greina tækni­ lega frammistöðu varmadæla en einnig finna þætti sem hafa úrslita­ áhrif á hagvæmni slíkra verkefna. Viðarkynding er annar mögu­ leiki og töluverður hluti skóg­ arbænda er á niðurgreiddri rafhit­ un. Kanna þarf möguleikann á því að nýta grisjunarvið til kyndingar á einstökum bæjum. Verkefni á þessu sviði er þegar hafið í sam­ vinnu við Norðurlandsskóga og stefnt er á að setja upp einn til­ raunaofn á skógarbýli. Bætt einangrun Með því að draga úr hitatapi húsa má oft minnka kostnað við kynd­ ingu. Einangrun húsa er mismun­ andi og varmatap í eldri húsum er oft á tíðum mikið, enda voru lág­ markskröfur til einangrunargilda byggingarhluta mun minni á árum áður. Endurglerjun og ný klæðning geta dregið verulega úr orkutapi húsa en orkusparnaðurinn einn og sér dugir þó sjaldnast til að borga upp endurbæturnar. Viðhald er þó alltaf nauðsynlegt og húseigendur eru ekki alltaf meðvitaðir um þann orkusparnað sem slíkum aðgerðum fylgir. Upplýsingar um orkuhag­ kvæmni einangrandi aðgerða ættu að vera hvetjandi og flýta fyrir því að húseigendur fari í endurbætur á eldra húsnæði. Orkusetur hefur sett upp tvær gagnvirkar reiknvélar sem aðstoða húseigendur við að átta sig á þeim orkusparnaði sem fylgir slíkum framkvæmdum. Önnur reiknivélin reiknar út orkusparnað og kostnað við endurglerjun. Notendur velja fyrst veðurstöð næst þeim og síðan stærð gluggaflatar, óskainnihita og glergerð fyrir og eftir breytingar. Reiknivélin gefur upp orkusparn­ að, efniskostnað og endurgreiðslu­ tíma. Efniskostnaður felur í sér gler og ísetningarefni en mjög auðvelt er að bæta við vinnukostn­ aði með því að hækka handvirkt kostnað í reiknivélinni. Dæmi um niðurstöður: Það er athyglisvert að skoða sparnað ríkis miðað við þetta dæmi. Ef við gerum ráð fyrir að heildarhitun sé undir 40 þús. kWh og niðurgreiðslan 3 kr/ kWh þá má áætla að 8 ára sparnaður ríkis nemi um 134 þús. kr. Ef þessi sparn­ aður væri greiddur út í einu lagi myndi það lækka efniskostnað um meira en þriðjung og stytta end­ urgreiðslutímann verulega. Slíkar eingreiðslur væru mikil hvatning til framkvæmda. Önnur reiknivél metur orku­ sparnað vegna nýrrar klæðningar. Virknin er svipuð, notendur velja fyrst veðurstöð næst þeim og síðan flöt útveggja, óskainnihita, bygg­ ingartímabil og að lokum þykkt nýrrar einangrunar. Reiknivélin gefur síðan upp orkusparnað vegna klæðningarinnar og hægt er að reikna fyrir eitt ár eða fleiri. Niðurlag Niðurgreiðslur eru góðar og gildar sem jöfnunarstyrkur og nauðsyn­ legar til að jafna aðstöðumun íbúa á landinu. Það er þó íhugunarefni hvort ekki megi útvíkka þennan styrk og huga meira að verkefn­ um sem draga úr orkunotkun og minnka þannig niðurgreiðslur til lengri tíma litið. Árið 2005 var nið­ urgreiðsluþakið hækkað í 40 þús. kWh. Ætla má að kostnaðurinn við þá aðgerð hafi kostað ríkið um 40 milljónir króna. Fyrir þá upphæð hefði t.d. verið hægt að styrkja gluggaskipti að hálfu sem spara myndu 1.7 GWh á ári og ríkinu allt að 5 milljónir árlega. Þannig hefði líklega verið hægt að aðstoða stóran hluta þeirra sem notuðu meira en 40 þús. kWh til að kom­ ast niður fyrir niðurgreiðsluþakið. Þá má einnig færa rök fyrir því að slíkir styrkir væru atvinnuskapandi og ykju verðmæti eigna á köldum svæðum. Forsendur Niðurstöður Meðalútihiti 2,1°C Orkusparnaður á ári 5.562 kWh Stærð glugga 28 m2 Lækkun kostnaðar á ári 27.814 kr. Óskainnihiti 21°C Efniskostnaður ca. 302.680 kr Glergerð fyrir breytingar Tvöfalt gler Endurgreiðslutími 10,9 ár Glergerð eftir breytingar Tvöfalt K-gler 8 ára sparnaður ríkis 133.510 kr. Raforkuverð 5 kr/kWh Gagnvirkar reiknivélar um bætta einangrun Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs sif@os.is Orkumál Svona lítur reiknivélin út á heima- síðu Orkuseturs: www.orkusetur. is Heilsa bænda Samkvæmt norrænni könnun eru minni líkur á því að bændur fái krabbamein en aðrar stéttir í land­ inu. Það má velta fyrir sér hvaða þættir séu frábrugðnir í lífi og umhverfi bænda annars vegar og annarra stétta hinsvegar. Það sem manni dettur í hug sem helstu áhrifaþættir geta m.a. verið hlutir eins og meiri útivera, betra/öðruvísi mataræði, minni mengun, minni streita, meiri hreyfing, sjálfræði og fjölbreytni í starfi. Margt er jákvætt í vinnuumhverfi bænda sem hægt er að draga lærdóm af. Bændur slasast Í landbúnaði verða fleiri slys en almennt gerist í öðrum starfsstéttum. Slysin eru einnig að jafnaði alvarlegri. Á síðustu árum hefur margt breyst til batnaðar í vinnuumhverfi bænda. Á sjöunda og áttunda áratugnum voru alvarleg slys mjög algeng. Þetta voru mikið til slys við aðstæður sem voru allt aðrar en eru í dag. Meðal annars var algengt að á dráttarvélar vant­ aði veltigrindur , brunnar voru víða óbyrgðir og hlífar vantaði á drifsköft svo eitthvað sé nefnt. Árið 2004 var gerð slysakönnun meðal bænda á Íslandi. Sendir voru 2000 spurningarlistar og var svar­ hlutfall 55%. Sjá töflu. Áberandi er hversu hátt hlut­ fall slysa verður við vinnu með og kringum dýr eða 48%. Þarna er meðal annars hægt að álykta að víða séu þrengsli of mikil. En ef litið er á vinnu við og með dýr, vinnu við viðhald á vélum og vinnu við viðhald og endurbygginu á hús­ næði þá sést að í þessum þrem flokkum verða um 76% af öllum slysum í landbúnaði. Áhættumat Með tilkomu Reglugerðar nr. 920 frá 2006 um skipulag og fram­ kvæmd vinnuverndarstarfs á vinnu­ stöðum, er öllum vinnustöðum nú skylt að gera skriflegt áhættumat. Landbúnaður er ekki undanskilinn. Í grófum dráttum gengur áhættu­ matið út á að greina hættur í vinnu­ umhverfinu, skrá þær niður og meta áhættuna sem þeim fylgir. Gera síðan áætlun þar sem úrbætur eru ákveðnar og tímasettar. Úrbótum er forgangsraðað eftir áhættustigi. Við framkvæmd áhættumats er tilvalið að hafa niðurstöðurnar úr könnuninni til hliðsjónar. Byrja að greina hætturnar í kringum störf tengd dýrunum, viðhaldsvinnu og endurbyggingum. Áhættumat krefst nýrrar hugs­ unar en aðferðafræðin hefur verið þekkt í þó nokkurn tíma. Frændur okkar Danir hafa framkvæmt áhættumat á vinnustöðum síðan 1993 og Þjóðverjar síðan 1995. Upphafið að gerð áhættumats er að í ljós kom að vinnutengdum vanda­ málum í Evrópu fækkaði ekki og það þurfti að leita nýrra leiða. Hugmyndafræðin er að fá starfs­ fólkið sjálft á vinnustöðunum til að hugsa um vinnuverndarmál. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er mikið efni sem hægt er að nýta sér við gerð áhættumatsins, m.a. bæk­ lingar og eyðublöð. Til eru vinnu­ umhverfisvísar/gátlistar fyrir 23 starfsgreinar og þar á meðal fyrir landbúnað. Sýnt er útfyllt dæmi fyrir skrifstofuumhverfi sem hægt er að nýta sér til að komast í gang. Dæmið kemur ekki inn á landbún­ aðarstörf en sýnir ágætlega aðferða­ fræðina við gerð áhættumats. Á bændabýlum fer fram fjöl­ breytt starfsemi. Þar getur auk hefð­ bundins landbúnaðar verðið stund­ aðar vélaviðgerðir, ýmsar smíðar, ferðaþjónusta, veiðar og fleira. Áhættumat bænda getur þess vegna verið viðamikið. Þeir geta þurft að styðjast við fleiri en einn vinnuumhverfisvísi. Auk vinnuum­ hverfisvísis fyrir landbúnað, geta bændur stuðst við vísa fyrir málm­ smíði, bifreiðaverkstæði og tré­ smíðaverkstæði. Við áhættumat þarf einnig að huga að starfsöryggi annarra sem koma inn á svæði bændabýla t.d starfsmenn frá mjólkurbúum, starfsmenn sláturhúsa og verktaka almennt. Vert er að benda á að áhættumat er ekki einungis gert til að fyr­ irbyggja slys og óhöpp heldur einnig til að koma í veg fyrir andlegt og lík­ amlegt álag, vanlíðan og heilsutjón. Púslmyndin minnir okkur á að við gerð áhættumats er mikilvægt að taka með alla þætti sem koma að vinnuum­ hverfinu og framkvæmd vinnunar. Áhættumat í landbúnaði Könnun á hlutföllum slysa meðal bænda eftir búformi og störfum Fjárbændur Kúabændur Blönduð bú fjár- og kúabænda Annað land- búnaðarform Meðaltal fyrir öll búform Viðhald á vélum 11,4% 10,3% 7,4% 16,1% 11,3% Þrif og hreinsunarstörf 3,0% 2,1% 1,7% 0,0% 1,7% Meðhöndlun á vörum og efnum 3,0% 4,1% 2,5% 3,2% 3,2% Á göngu um vinnusvæðið 5,1% 3,1% 5,0% 6,5% 4,9% Viðhald og endurbyggingar 15,7% 24,8% 15,7% 9,7% 16,5% Vinna með og í kringum dýr 39,8% 51,5% 59,5% 41,9% 48,2% Önnur vinna 22,0% 4,1% 8,2% 22,6% 14,2% Könnun á vegum Rannsóknarstofu í vinnuvernd, 2004 Leifur Gústafsson fagstjóri áhættumats, Vinnueftirliti ríkisins leifur@ver.is Vinnuvernd

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.