Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 2
Fréttir
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 2007
Þingmenn vilja bregðast við
fækkun í íslenska geitfjárstofn-
inum með því að aðstoða bænd-
ur sem vilja vinna og selja geit-
fjárafurðir, auka við erfðarann-
sóknir á stofninum og kanna
hvernig fjölga megi stöðum á
landinu þar sem geitfjárrækt
fer fram. Tillaga til þingsálykt-
unar var lögð fyrir Alþingi af
átta þingmönnum nú nýlega.
Í greinargerð er fullyrt að
íslenski geitfjárstofninn sé ein
stakur í sinni röð fyrir hreinleika
sakir og sé sá sami frá landnámsöld
að því er varðar blöndun við aðra
stofna. Nú er talið að rétt rúmlega
400 vetrarfóðraðar geitur séu hér
á landi í 45 hjörðum og að stofn
inn sé í útrýmingarhættu. Geitum
hefur fækkað mjög á síðustu árum,
einkum vegna þess að þær hafa
verið skornar niður á svæðum þar
sem greinst hefur riða í sauðfé,
þrátt fyrir að aldrei hafist greinst
riða í geitfé. Nú eru greiddar 5000
kr. með hverri skýrslufærðri geit á
ári til þeirra bænda sem þær halda.
Það hefur staðið í vegi fyrir því að
fleiri taki geitur að ekki hefur feng
ist leyfi til þess hjá yfirdýralækni
að flytja geitur á ný svæði vegna
sjúkdómavarna.
Með tillögunni vilja þingmenn
irnir að landbúnaðarráðherra beiti
sér fyrir því að styrkja geitfjár
stofninn með eftirfarandi hætti:
– Þeir bændur sem vilja vinna
afurðir til sölu fái til þess tíma
bundinn styrk og aðstoð til að
koma sér á stað.
– Þeir sem vilja halda geitur til
fjölgunar stofninum fái tíma
bundna hækkun á greiðslu fyrir
hverja skýrslufærða geit.
– Hafnar verði rannsóknir á erfða
mengi geitfjárstofnsins hér á
landi og það kortlagt, meðal
annars með tilliti til riðuarf
gerða, enda stofninn ekki stærri
en svo að slíkt á að vera auðvelt
í framkvæmd ásamt því að allur
stofninn er nú skýrslufærður.
– Yfirdýralæknir fái einnig heim
ild til að leyfa flutning á sæði
milli geitfjárhjarða hér á landi
milli sauðfjárveikivarnarsvæða
í meira mæli en nú er.
Bregðast við vanda íslenska geitfjárstofnsins
Nú er talið að rétt rúmlega 400 vetrarfóðraðar geitur séu hér á landi í 45
hjörðum og að stofninn sé í útrýmingarhættu.
Fólksfækkun á
Fljótsdalshéraði
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sér
fram á lækkandi útsvarstekjur
vegna minnkandi umsvifa í kring
um Kárahnjúkavirkjun. Í nýsam
þykktri fjárhagsáætlun bæjarfélags
ins er gert ráð fyrir samdrætti upp
á 200 milljónir kr. en heildarút
svarstekjur árið 2008 eru áætlaðar
um 1.200 milljónir. Reiknað er
með að íbúum fækki um tæplega
900 og verði um 3.750 í lok þessa
árs. Fyrir ári síðan var íbúafjöld
inn 4.644 og þýðir þetta um 20%
fækkun. Ástæða fækkunarinnar er
sú að nú er að mestu lokið fram
kvæmdum við Kárahnjúkavirkjun
þar sem vel á annað þúsund manns
hafa starfað undanfarin ár.
Engar breytingar á
lausagöngu hrossa
Sveitarstjórn Strandabyggðar
barst á dögunum erindi frá Hrólfi
Guðmundssyni vegna lausagöngu
hrossa í byggðarlaginu. Fer hann
fram á við sveitarstjórn að hún
aflétti banni við lausagöngu
hrossa þar sem búið sé að girða
af veginn frá Grjótá að Miðdalsá.
Sveitarstjórn Strandabyggðar telur
engar forsendur fyrir því að breyta
reglum um lausagöngu hrossa í
Strandabyggð.
Innflutningur á notuðum vinnu-
vélum, og þá ekki síst vélum í
landbúnaði, hefur farið mjög
vaxandi síðustu misserin. Guð-
mundur Guðmundsson, bóndi í
Holtaseli í Eyjafirði, hefur verið
milligöngumaður um innflutning
á þreskivélum frá Danmörku og
segist hann hafa haft milligöngu
um innflutning á sex þreski-
vélum. Þetta byrjaði með því
að hann fékk sér vél og síðan
komu menn og báðu hann um
aðstoð við að útvega svona vélar.
Verðmunurinn á notuðum þreski-
vélum og nýjum er gríðarlega
mikill og sagði Guðmundur að
þessar sex þreskivélar hefðu kost-
að samtals eins og ein ný.
Strangt eftirlit
Guðmundur segir að vélarnar séu
teknar inn á verkstæði í Danmörku
og nánast rifnar í stykki til sótthreins
unar og viðgerðar, ef með þarf, og
settar svo saman aftur. Guðmundur
segir að auðvitað sé smithætta af
svona vélum en þeir fari nákvæmlega
eftir þeim reglum sem settar eru hér á
landi fyrir innflutningi á vinnuvélum.
Vélarnar fá ekki að fara úr landi í
Danmörku fyrr en eftirlitsmenn þar í
landi hafa farið yfir þær og samþykkt
sótthreinsunina.
Risatraktorar
Jötunn Vélar á Selfossi hafa farið
út í að flytja inn notaða risatraktora.
Finnbogi Magnússon framkvæmda
stjóri sagði að svona stóra traktora,
150 til 200 hestöfl, hafi vantað á
markaðinn hér en þeir eru mjög
dýrir nýir, kosta á bilinu 10 til 15
milljónir króna. Sams konar not
aður traktor fæst fyrir um það bil
helming af þessu verði.
Finnbogi segir að innflutningur
á notuðum traktorum sé undir eftir
liti Landbúnaðarstofnunar og mjög
strangt eftirlit sé með sótthreinsun
þeirra sem fram fer erlendis. Hún
fer fram samkvæmt fyrirmælum
frá Landbúnaðarstofnun undir
eftirliti dýralækna erlendis. Þegar
svo traktorarnir koma til landsins
eru þeir yfirfarnir af starfsmanni
Landbúnaðarstofnunar.
Fjósin líka
Á vef Landssambands kúabænda
kemur fram að landbúnaðarráðu
neytið hafi heimilað innflutning á
notuðum fjósbúnaði, innréttingum
og mjaltakerfi, frá Danmörku til
nota í fjósi sem er í byggingu hér
á landi. Ráðuneytið heimilar inn
flutninginn að fenginni umsögn
Landbúnaðarstofnunar.
Í stuttu máli er ferillinn þannig
að umsókn um slíkan innflutning
er send til ráðuneytis landbúnaðar
mála sem biður LBS um umsögn.
Krafist er sótthreinsunar búnaðar
ins í upprunalandinu, sem tekin er
út og vottuð af opinberum dýra
lækni þar í landi. Dýralæknir sem
vottar hreinsun sendir ljósmyndir
til LBS af búnaðinum og sé stofn
unin sátt við verkið gefur hún grænt
ljós á innflutninginn af sinni hálfu.
Landbúnaðarráðuneytið gefur þá
heimild til innflutnings og að því
búnu er heimilt að setja búnaðinn
í flutning. Tollskýrsla er síðan ekki
stimpluð fyrr en viðkomandi hér
aðsdýralæknir hefur tekið búnaðinn
út og er sáttur við hreinsun. Honum
er heimilt að krefjast endursótt
hreinsunar áður en búnaðurinn er
fluttur til þess sem flytur hann inn.
Ekkert gleðiefni
Sigurður Sigurðarson dýralækn
ir hefur manna mest barist gegn
innflutningi á notuðum landbún
aðartækjum og flutningi tækja, bíla
og gripa á milli varnarhólfa hér
á landi. Hann sagði í samtali við
Bændablaðið að enda þótt dauðir
hlutir væru sótthreinsanlegir væru
þetta notuð tæki og af þeim gæti
alltaf verið smithætta. Það þyrfti að
vera alveg sérstaklega vandað eftirlit
með sótthreinsun landbúnaðartækja
sem flytja ætti til landsins.
,,Ég er alltaf dálítið smeykur við
innflutning á notuðum landbún
aðartækjum og fagna honum ekki,“
sagði Sigurður Sigurðarson. S.dór
Vaxandi innflutningur á notuðum vinnuvélum
Strangt sóttvarnareftirlit en
samt getur verið hætta á smiti
Í svari landbúnaðarráðherra við
fyrirspurn Þuríðar Backman
um vottaðar lífrænar landbún-
aðarvörur kemur m.a. fram að
ekki liggi fyrir sérstök áætlun í
landbúnaðarráðuneytinu eða á
vegum þess sem beinist að því
að hlutur lífrænt vottaðrar land-
búnaðarframleiðslu verði auk-
inn.
Þuríður spurði ráðherra hvað
hann teldi valda því að ræktun og
framleiðsla lífrænt vottaðra land
búnaðarvara hérlendis er ekki í
takt við markaðshlutdeild slíkr
ar framleiðslu annars staðar á
Norðurlöndum?
Ráðherra sagði að sennilegar
skýringar á því að hlutur lífrænt
vottaðrar framleiðslu í íslensk
um landbúnaði er minni en víða í
nágrannalöndunum væru einkum
þrjár. Í fyrsta lagi eru það kröfur til
þessarar framleiðslu sem takmarka
uppskeru, svo sem að ekki megi
nota tilbúinn áburð. Víða erlend
is má t.d. rækta niturbindandi
belgjurtir til fóðurs. Slík ræktun
getur í mörgum tilfellum komið í
stað grastegunda og notkun tilbú
ins áburðar og gefið varanlega og
góða uppskeru. Hér á landi er það
erfitt vegna skorts á heppilegum
yrkjum, t.d. af smára sem bindur
nitur í sambýli við gerla. Önnur
skýring gæti verið að gæði hefð
bundinnar íslenskrar framleiðslu
eru mjög mikil bæði hvað varðar
bragð og hreinleika og íslensk
ir neytendur kunna vel að meta
þau gæði og bera mikið traust til
íslenskra búvara. Í þriðja lagi er
samkeppnisstaða vottaðrar líf
rænnar framleiddrar búvöru erfið
þar sem þessi framleiðsla er mun
dýrari en hefðbundin framleiðsla
sem endurspeglast í hærra verði til
neytenda.
Þuríður spurði hvort ráðherra
myndi beita sér fyrir opinberum
stuðningi til aðlögunar lífræns
landbúnaðar, sambærilegum
þeim sem bændur annars staðar
á Norðurlöndum hafa fengið um
árabil?
Ráðherra sagði að landbún
aðarráðuneytið byggi ekki yfir
nákvæmri þekkingu á umfangi
stuðnings á Norðurlöndunum við
yfirfærslu framleiðslu úr hefð
bundinni framleiðslu í lífræna
framleiðslu en vitað er að hann
er nokkur. Kunnugt er að víða um
lönd hefur miklum fjármunum
verið varið til margvíslegra rann
sókna á lífrænt framleiddri búvöru
í samanburði við hefðbundnar
afurðir og einnig til að þróa slíka
framleiðslu. Landbúnaðarháskóli
Íslands sinnir verkefnum á þessu
sviði hér á landi en umfang þeirra
er ekki mikið. Rétt er að nefna
sérstaklega verkefni sem lýtur að
kynbótum hvítsmára. Ekki er á
þessu stigi talin ástæða til sérstaks
átaks til að koma til móts við þann
kostnað sem hlýst af umbreytingu
úr hefðbundinni framleiðslu í líf
rænt vottaða framleiðslu. Kemur
þar hvort tveggja til að samkeppni
frá innfluttum landbúnaðarafurð
um fer vaxandi svo og að íslensk
búvara er í hæsta gæðaflokki hvað
varðar hreinleika og bragðgæði og
neytendur bera til hennar mikið
traust.
Loks var ráðherra spurður hvort
til greina kæmi að fara að dæmi
Norðmanna og gera sérstakt átak
til eflingar lífrænni framleiðslu í
samvinnu við sveitarfélög, m.a.
til þess að skapa ný störf og efla
byggðirnar?
Ráðherra svaraði því til að
samkeppnisstaða íslensks land
búnaðar byggðist á miklum
gæðum afurðanna ásamt menn
ingar og byggðasjónarmiðum.
Stuðningskerfi landbúnaðar
byggir einkum á búvörusamn
ingum til mjólkur og sauðfjár
framleiðslu auk samnings um
starfsskilyrði framleiðenda garð
yrkjuafurða. Kostnaður af lífrænt
vottaðri framleiðslu er meiri og
afurðir og framleiðni minni en í
hefðbundinni framleiðslu. Einnig
er tekist á um það hvort þessi
ræktunaraðferð skili betri upp
skeru og hollari eða fari betur
með landgæði en slíkt hefur ekki
verið staðfest í umfangsmiklum
rannsóknum víða um heim. Því er
erfitt að réttlæta aukinn stuðning
við þessa framleiðslu umfram það
að greiða fyrir regluumgjörð sem
hún þarf til að geta þrifist á mark
aðsforsendum. S.dór
Lífrænt vottuð framleiðsla:
Kostnaður er meiri og afurðir og fram-
leiðni minni en í hefðbundinni framleiðslu
segir landbúnaðarráðherra í svari á Alþingi
Haustfundur
Hrossaræktarsamtaka
Eyfirðinga og Þingeyinga:
Árgerði rækt-
unarbú ársins
Árgerði í Eyjafjarðarsveit hlaut
titilinn Ræktunarbú ársins 2007
hjá Hrossaræktarsamtökum
Eyfirðinga og Þingeyinga á haust-
fundi sem fram fór á dögunum,
en fundinn sátu um 70 manns.
Þrjú erindi voru flutt og auk
verðlauna voru veittar viðurkenn
ingar fyrir efstu hryssur og efsta
stóðhest. Árgerði í Eyjafirði var
kosið Ræktunarbú ársins og tók
Magni Kjartansson við viðurkenn
ingu fyrir sitt bú. Önnur bú sem til
nefnd voru til verðlaunanna voru:
Torfunes, LitlaBrekka, Höskulds
staðir og Vignir Sigurólason, Húsa
vík.
Viðurkenningu fyrir hæst
dæmdu kynbótahross, ræktuð af
félagsmönnum HEÞ, hlutu Sigurður
Óskarsson fyrir Aris frá Akureyri
(8,47), Kristjana Valgeirsdóttir og
Ríkarður Hafdal fyrir Þrumu frá
Glæsibæ II (8,07) og Björgvin Daði
Sverrisson og Helena Ketilsdóttir
fyrir Hrönn frá Búlandi (8,37).
Þrír fyrirlesarar mættu á fund
inn. Guðlaugur Antonsson fór yfir
stöðuna í hrossaræktinni, Anton
Níelsson flutti erindi um fortamn
ingar og Finnur Ingólfsson ræddi
um arðsemi í hrossabúskapnum.
MÞÞ