Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 200713 ar gu s 07 -0 91 Lækjarmel 1-2 /// 116 Reykjavík Sími 535 3500 /// www.kraftvelar.is Komatsu PC160-7 Árgerð 2003, vinnustundir 3.830 Verd 66.280 € JCB 3CX Árgerð 2001, vinnustundir 6.300 Verd 24.480 € CASE 9033 Árgerð 1999 vinnustundir 8.050 Verð 58.280 € Komatsu PC15-8 Árgerð 1999, vinnustundir 2.110 Verd 10.900 € Hyundai Robex 130 W Árgerð 1998 vinnustundir 6.431 Verð 27.780 € CASE 580 Árgerð 1999, vinnustundir 4.870 Verd 31.080 € Komatsu WB97S-2 Árgerð 2001 vinnustundir 5.275 Verð 38.480 € SE LD Notaðar vélar til sölu Ákveðið hefur verið að reisa atvinnuhúsnæði á Hólmsheiði, rétt austan við borgina, og til þess að fá lóðir undir þessi hús þarf að ryðja skóg sem þar er og plantað hefur verið út í sumarvinnu ungl- inga í gegnum árin. Dagur B. Eggertsson borg­ arstjóri sagði að eitthvað af skóg­ inum væri hægt að flytja, sumt fengi að standa en hluta hans yrði að fella og væru það einkum barrtré sem mjög erfitt væri að flytja. Nú er það í skoðun hvort fallegustu lund­ irnir sem þarna eru geti ekki staðið óhreyfðir áfram. Borgarstjóri sagði að allt væri þetta unnið í samráði við Skógræktarfélag Reykjavíkur sem hefði sent inn óskir og ábend­ ingar varðandi skóginn á svæðinu. Nærgætni nauðsynleg Dagur sagði að það hefðu verið börn og unglingar sem plöntuðu út þeim skógi sem þarna væri. Þess vegna væri enn erfiðara en ella að þurfa að færa til eða fella hluta af þessum skógi því þeir sem plöntuðu honum bæru eðlilega til hans tilfinningar. Mikla nærgætni þyrfti í það verk. Hann benti á að þarna væri líka mikil víðátta sem hægt væri að setja aukinn kraft í að rækta. Nú er það svo að ef talað er um að byggja eða reisa eitthvað stórt og mikið er alltaf bent á Hólmsheiðina, rétt eins og hún taki endalaust við. Nefna má í þessu sambandi nýjan flugvöll í stað Vatnsmýrarflugvallarins og nýtt fangelsi. Og nú er það svæði undir atvinnuhúsnæði. Dagur var spurður hvort Hólmsheiðin tæki endalaust við? Mikil eftirspurn eftir lóðum undir atvinnuhúsnæði Hann sagði að Hólmsheiðin gerði það að vísu ekki en um væri að ræða 150 hektara auk þess svæð­ is sem menn hefðu talað um undir flugvöll. Til samanburðar má nefna að Vatnsmýrin er 150 hekt­ arar með Háskólasvæðinu og Landspítalasvæðinu þannig að hér er um allstórt landsvæði að ræða. Dagur segir að mjög mikil eft­ irspurn sé eftir lóðum undir atvinnu­ húsnæði og þarna á Hólmsheiðinni er gert ráð fyrir að næsta atvinnu­ húsnæðissvæði rísi. Hafist verði handa við uppbygginguna á næsta ári. Hólmsheiði: Fella þarf skóg vegna lóða undir atvinnuhúsnæði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.