Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20073 Jólakrossgáta Bókstafirnir í tölusettu reitunum mynda heiti á eyrnamarki. Sendið þetta orð sem lausn á krossgátunni til Bændablaðsins. Í pósti: Bændablaðið – lausn á krossgátu, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík. Tölvupóstur: bbl@bondi.is (setjið í subject: Krossgáta) Verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn. Dregið verður úr réttum lausnum sem borist hafa fyrir 1. janúar 2008. Vikuna 26.-30. nóvember var þemavika í Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi. Verkefnin tengdust flestöll búfjárrækt á svæðinu fyrr og nú. Er óhætt að segja að mörg frábær verkefni hafi litið dagsins ljós eftir mikla vinnu og yfirlegu. Nemendur hjálpuðust að við að búa til rétt og allir þæfðu litla kind sem fór svo í bekkjardilk- inn. Menn æfðu sig í að marka og fundu bæjarnúmer, komið var með ull og hún aðskiliðní þel og tog. Þær Inga á Kaldárbakka og Sesselja í Haukatungu komu og kenndu nemendum að kemba og svo var spunnið. Yngri nemendur lituðu kindur í öllum mögulegum litaafbrigðum. Ekki fékk nautgriparæktin minni umfjöllun. Þar voru mismun­ andi fjósgerðum gerð góð skil og síðan teiknuð upp nýtísku fjós með róbótum og að sjálfsögðu allt í rétt­ um hlutföllum svo að nú geta menn bara komið og fengið flottar teikn­ ingar fyrir lítið. Kýr voru litaðar og svo var komið með spenvolga nýmjólk og hún skilin í gamalli skilvindu. Nemendur smökkuðu rjómafroðu og drukku undanrennu en því miður tókst ekki alveg að strokka smjör. Allir nemendur mál­ uðu svo sinn bút á stóru kúnni, henni Ljómalind. Einnig var fjallað um notkun hestsins fyrr og nú, nýtísku hesthús teiknuð, stærð hrossakynja borin saman og svo fundu nemendur sinn uppáhaldshestalit og lituðu hesta­ myndir. Í viðbót við þetta fundu nemend­ ur ljóð um þessi húsdýr og skrifuðu niður og æfðu sig svo að semja setningar með hinum vandbeygðu orðum ær og kýr. Allir, jafnt kennarar sem nem­ endur, voru sammála um að þetta hefði tekist vel og verið rosalega gaman. Sjá fleiri myndir á heimasíðu skólans www.laugagerdisskoli.is Þemavika í Laugagerðisskóla

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.